Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 40
Ve t u r l i ð i G . Ó s k a r s s o n 40 TMM 2013 · 2 Hér skorðar Hjörtur enn frekar sömu hugsun og lesa mátti í orðum Magn- úsar Torfa Ólafssonar. Það sem hjá Magnúsi var nokkurs konar viðlíking („Ísland, Íslendingar og íslenzk menning eru skáldunum það sem heilög þrenning er hinum trúaða“) hefur fengið blæ staðreyndar í meðferð Hjartar („Sú þrenning … er [Snorra] heilagur dómur“). Enn fastar niðurnjörvuð er þessi hugsun í orðum Tryggva Gíslasonar, íslenskufræðings og fyrrverandi rektors Menntaskólans á Akureyri, í stuttri grein sem hann nefnir „Land, þjóð og tunga“ og birtist í Fréttablaðinu í mars 2012.9 Hann kallar eftir siðbót í landinu og gagnrýnir að alþingismenn séu eins og götustrákar sem hrópist á við hæstaréttarlögmenn og að skammir og svívirðingar séu daglegt brauð í sölum Alþingis. Það var þörf ábending. Það sem þó vekur sérstaka athygli er hvernig höfundur samþættir, skýrar en mér finnst ég áður hafa séð, kristna trú og tungumálið og hnýtir saman með vísun í kvæði Snorra. „Fáir bera traust til Alþingis og kirkju, tveggja elstu stofnana þjóðarinnar, sem hafa skapað þetta land ásamt tungunni sem gerir okkur að Íslendingum,“ segir Tryggvi. Sem gamall barnakennari í íslensku vil ég enn og aftur minna á, að íslensk tunga er það sem gerir okkur að Íslendingum og með íslenskri tungu höfum við mótað sögu landsins – eða eins og Snorri Hjartarson lýsir svo vel í ljóði sínu Land þjóð og tunga sem er óður til þessarar heilögu þrenningar og á erindi við íslensku þjóðina nú, ekki síður en áður … Grein sinni lýkur hann á því að birta kvæði Snorra. Tryggvi bergmálar þarna rúmlega hálfrar aldar gömul orð Magnúsar Torfa enn skýrar en Hjörtur gerir, og um leið endurspeglar hann meðvitað og ómeðvitað, sagt og ósagt, viðhorf sem býr með þjóðinni og er kannski meira en einungis viðhorf í huga margra; öllu heldur óhrekjanleg staðreynd og sannleikur: ‘Tungan gerir okkur að Íslendingum’. Land, þjóð og tunga II: Í notkun Ádrepa Tryggva Gíslasonar kom mér fyrir augu stuttu áður en ég hélt erindi við Uppsalaháskóla um íslenskt mál og sjálfsmynd Íslendinga. Ég vitnaði til hennar, sem og í ofangreind orð Hjartar Pálssonar, Magnúsar Torfa Ólafs- sonar og ýmislegt annað, sem dæmi um íslenska orðræðu um tungumál og sjálfsvitund, einkum í skrifum fyrir almenning. Það er hægara sagt en gert að leita uppi alla þá umræðu sem þarna glittir í en einhverja tilraun varð að gera, enda var viðbúið að tilvísun í svo gildishlaðnar skoðanir myndi kalla á umræður og fyrirspurnir meðal áheyrenda minna sem víst var að yrðu nær eingöngu erlendir fræðimenn. Á síðustu 10–15 árum hefur Landsbókasafn-Háskólabókasafn unnið að því að gera öll íslensk tímarit frá upphafi aðgengileg á vefsvæðinu timarit.is. Þegar þetta er skrifað eru meira en fjórar milljónir blaðsíðna aðgengilegar úr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.