Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 41
H e i l ö g þ r e n n i n g : L a n d , þ j ó ð o g t u n g a
TMM 2013 · 2 41
íslenskum, færeyskum og grænlenskum tímaritum og er lunginn af því efni
úr íslenskum ritum. Langflest íslensk dagblöð, vikublöð og helstu tímarit eru
komin í gagnagrunninn (þó vantar enn m.a. Tímarit Máls og menningar).
Um er að ræða gríðargagnlegt heimildasafn sem nýta má til margs kyns
athugana og rannsókna. Þegar leitað er að orðunum „land, þjóð og tunga“ (í
nefnifalli og í öðrum föllum) í gagnagrunninum koma í ljós alls 276 dæmi.
Það kemur á óvart að þessi orð saman, eða a.m.k. í þessari röð, koma alls
ekki fyrir í íslenskum tímaritum fyrr en eftir 1930. Til 1949 eru dæmi um
þau saman örfá, aðeins sex talsins, og flest dæmanna eru í nokkuð öðru – og
persónulegra eða almennara – samhengi en síðar fór að tíðkast, og ekkert
þeirra er í nefnifalli:
„þessi sama ást á landi, þjóð og tungu“ (Winnipegblaðið Heimskringla 2.11.1938, bls.
1, um tilfinningar Stephans G. Stephanssonar til Íslands)
„vitneskja þorra manna úr ýmsum stéttum, um íslenzkt land, þjóð og tungu“
(Akureyrarblaðið Dagur 8.2.1940, bls. 24; orð gestkomandi Íslendings um þekk-
ingu Bandaríkjamanna á Íslandi)
„honum hefir ekki verið útivistin frá landi, þjóð og tungu sársaukalaus“ (Morgun-
blaðið 25.10.1940, bls. 5, samtal við Sigurð Nordal um Gunnar Gunnarsson og
langdvöl hans utan Íslands; endurtekið í Winnipegblaðinu Lögbergi 2.1.1941,
bls. 7)
„Þessi afstaða vor til setuliðsins er ekki sprottin, og á ekki að spretta af neinni
sérstakri óvild í garð Breta, heldur af ást á landi, þjóð og tungu“ (Einherji, blað
Framsóknarmanna á Siglufirði, 17.1.1941, grein eftir Friðrik Hjartar, „Afstaða
Íslendinga til setuliðsins“, bls. 3)
„ást hans til lands, þjóðar og tungu skín þó víða í gegn“ (Lesbók Morgunblaðsins
26.10.1941, bls. 366, í grein um Hallgrím Pétursson)
„Kennslan vitnaði um ást hans á landi, þjóð og tungu“ (Alþýðublaðið 27.11.1949, bls.
5, í minningarorðum um Gunnlaug Kristmundsson, fyrrv. sandgræðslustjóra)
En frá 1950 fjölgar dæmum og fram til 2009 eru dæmi um þrenninguna
„land, þjóð og tunga“ alls 269 talsins, þar af 169 í nefnifalli. Á milli 1950 og
1959 eru dæmin að vísu afar fá, einungis sex, og er það athyglisvert með það
í huga að þá er skammt liðið frá því að kvæði Snorra Hjartarsonar birtist. Frá
áratugnum 1960–1969 eru 29 dæmi. Þeim hefur því fjölgað, en e.t.v. minna
en maður hefði ætlað. Frá 1970 til 1979 eru örlítið færri dæmi en áratuginn
á undan, alls 24 dæmi, en stórt stökk verður eftir 1980: Á milli 1980 og 1989
eru dæmin alls 89; milli 1990 og 1999 eru þau 63 og frá 2000 til 2009 eru
dæmin 59. Alls eru þetta 211 dæmi frá 1980 til 2009. (Hér skal ítrekað að um
er að ræða leit í dæmasafni sem er þrátt fyrir allt er takmarkað.)
Nú mætti spyrja hvað svona æfing í dæmatalningu geti sagt okkur. Því
er til að svara að í sínu samhengi eru þessar tölur verulega áhugaverðar. Að
hluta til mætti ef til vill skýra fjölgun dæma eftir 1950 með fleiri tímaritum
og auknum fjölda blaðsíðna en næstu 50 ár á undan, en sú skýring dugir þó
ekki langt enda kom fram að dæmin fyrir 1950 eru með ólíkindum fá miðað