Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 41
H e i l ö g þ r e n n i n g : L a n d , þ j ó ð o g t u n g a TMM 2013 · 2 41 íslenskum, færeyskum og grænlenskum tímaritum og er lunginn af því efni úr íslenskum ritum. Langflest íslensk dagblöð, vikublöð og helstu tímarit eru komin í gagnagrunninn (þó vantar enn m.a. Tímarit Máls og menningar). Um er að ræða gríðargagnlegt heimildasafn sem nýta má til margs kyns athugana og rannsókna. Þegar leitað er að orðunum „land, þjóð og tunga“ (í nefnifalli og í öðrum föllum) í gagnagrunninum koma í ljós alls 276 dæmi. Það kemur á óvart að þessi orð saman, eða a.m.k. í þessari röð, koma alls ekki fyrir í íslenskum tímaritum fyrr en eftir 1930. Til 1949 eru dæmi um þau saman örfá, aðeins sex talsins, og flest dæmanna eru í nokkuð öðru – og persónulegra eða almennara – samhengi en síðar fór að tíðkast, og ekkert þeirra er í nefnifalli: „þessi sama ást á landi, þjóð og tungu“ (Winnipegblaðið Heimskringla 2.11.1938, bls. 1, um tilfinningar Stephans G. Stephanssonar til Íslands) „vitneskja þorra manna úr ýmsum stéttum, um íslenzkt land, þjóð og tungu“ (Akureyrarblaðið Dagur 8.2.1940, bls. 24; orð gestkomandi Íslendings um þekk- ingu Bandaríkjamanna á Íslandi) „honum hefir ekki verið útivistin frá landi, þjóð og tungu sársaukalaus“ (Morgun- blaðið 25.10.1940, bls. 5, samtal við Sigurð Nordal um Gunnar Gunnarsson og langdvöl hans utan Íslands; endurtekið í Winnipegblaðinu Lögbergi 2.1.1941, bls. 7) „Þessi afstaða vor til setuliðsins er ekki sprottin, og á ekki að spretta af neinni sérstakri óvild í garð Breta, heldur af ást á landi, þjóð og tungu“ (Einherji, blað Framsóknarmanna á Siglufirði, 17.1.1941, grein eftir Friðrik Hjartar, „Afstaða Íslendinga til setuliðsins“, bls. 3) „ást hans til lands, þjóðar og tungu skín þó víða í gegn“ (Lesbók Morgunblaðsins 26.10.1941, bls. 366, í grein um Hallgrím Pétursson) „Kennslan vitnaði um ást hans á landi, þjóð og tungu“ (Alþýðublaðið 27.11.1949, bls. 5, í minningarorðum um Gunnlaug Kristmundsson, fyrrv. sandgræðslustjóra) En frá 1950 fjölgar dæmum og fram til 2009 eru dæmi um þrenninguna „land, þjóð og tunga“ alls 269 talsins, þar af 169 í nefnifalli. Á milli 1950 og 1959 eru dæmin að vísu afar fá, einungis sex, og er það athyglisvert með það í huga að þá er skammt liðið frá því að kvæði Snorra Hjartarsonar birtist. Frá áratugnum 1960–1969 eru 29 dæmi. Þeim hefur því fjölgað, en e.t.v. minna en maður hefði ætlað. Frá 1970 til 1979 eru örlítið færri dæmi en áratuginn á undan, alls 24 dæmi, en stórt stökk verður eftir 1980: Á milli 1980 og 1989 eru dæmin alls 89; milli 1990 og 1999 eru þau 63 og frá 2000 til 2009 eru dæmin 59. Alls eru þetta 211 dæmi frá 1980 til 2009. (Hér skal ítrekað að um er að ræða leit í dæmasafni sem er þrátt fyrir allt er takmarkað.) Nú mætti spyrja hvað svona æfing í dæmatalningu geti sagt okkur. Því er til að svara að í sínu samhengi eru þessar tölur verulega áhugaverðar. Að hluta til mætti ef til vill skýra fjölgun dæma eftir 1950 með fleiri tímaritum og auknum fjölda blaðsíðna en næstu 50 ár á undan, en sú skýring dugir þó ekki langt enda kom fram að dæmin fyrir 1950 eru með ólíkindum fá miðað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.