Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 54
54 TMM 2013 · 2 Sverrir Norland Álfur Í dag er svo heitt í París að ég get ekki hugsað. Heilinn í mér mókir í þanka- lausum hálfsvefni og á mér er eitthvert ráðleysisflökt. Ég eigra hingað og þangað, nota gamla Dalí-sýningarskrá fyrir blævæng, skrifa nokkrar klénar ljóðlínur, borða mangóís, fer úr öllu nema Spiderman-nærbuxunum. Kærastan mín situr í breiða stólnum með nýja, hvíta áklæðinu og les um forna, egypska listmuni. Bráðum fer hún í sumarpróf og því er hún með allt á hornum sér. Sjálfur ætti ég að vera að skrifa skáldsögu, en þessa stundina get ég ekki einbeitt mér að skáldsögum, hvorki mínum eigin né annarra. Auk þess óttast ég að enginn vilji lesa skáldsögurnar mínar og að ég sé bjáni. „Sestu niður,“ segir kærastan mín. „Hættu þessu ráfi.“ „Ég get ekki einbeitt mér ef ég sest niður.“ „Ég get ekki einbeitt mér nema þú setjist niður!“ Upp er komin alvarleg pattstaða í litlu íbúðinni okkar. Ég sest, en stend strax aftur upp og held áfram að ráfa, nú af enn stefnu- lausari ákefð en fyrr. Þannig hámarka ég prófkvíða kærustunnar minnar með afar skilvirkum hætti. „Þetta er óþolandi,“ segir hún með tárin í augunum. „Ég ætla út í göngu- túr!“ Ég leggst úrvinda á gólfið þegar hún hefur rokið á dyr. Úti er fjörutíu stiga hiti. Ég toga með erfiðismunum af mér Spiderman-nærbuxurnar og brýt heilann um það hvað í ósköpunum ég sé að gera í Spiderman-nærbuxum. Ekki sé ég Walt Whitman fyrir mér í Spiderman-nærbuxum, eða Simone de Beauvoir, eða Borges. Þarna ligg ég ber í hugarkvöl minni drykklanga stund og hugsa um þjóðþekkt skáld í Spiderman-nærbuxum: Kristján Fjallaskáld í Spiderman-nærbuxum, Wislöwu Szymborska í Spiderman-nærbuxum, Allen Ginsberg í Spiderman-nærbuxum. Ég heyri mýsnar brjótast um holurnar í veggjunum. Venjulega skjótast þær leifturhratt milli skota sinna, en í dag skjögra þær áfram eins og gigtveikar. Fitugur svitadropi lekur pínlega hægt niður ennið á mér og hafnar í vinstra auganu. Ég velti því fyrir mér hvað ég sé að gera við líf mitt. Ég er um það bil kominn á þá skoðun að mér sé algjörlega ofaukið í til- verunni þegar drepið er ákveðið á dyrnar, í mjög afdráttarlausum saltkjöt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.