Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 66
Þ ó r u n n E r l u o g Va l d i m a r s d ó t t i r
66 TMM 2013 · 2
setja textann upp í óperusöngvarana. Mér var það lífsins ómögulegt, eins
mikið og mig langaði, því að ég er ekki sérfræðingur í tímabilinu. Það að
vera sagnfræðingur með sögulega málvitund auk sagnfræðivitundar bæklar
mig algjörlega gagnvart því að skálda fortíð, ég get það ekki. Eins get ég ekki
lesið söguleg skáldverk án þess að þjást og pínast yfir frjálsri meðferð og
tímaskekkjum. Á þennan hátt er bæklandi að vera sagnfræðingur. Í hand-
riti að docudrama um Jón Sigurðsson, leikinni heimildamynd þar sem Egill
Ólafsson var Jón forseti, leysti ég þennan vanda þannig að það sem persónur
sögðu var upp úr bréfum þeirra.
Fjölmæli hét doktorsritgerð Gunnars Thoroddsen. Mér finnst særingar,
illt umtal, lygar, áburður og útburður alveg jafn ljótur gagnvart liðnu fólki
og lifandi, ég fer ekki ofan af því. Orð geta meitt hryllilega og markerað fólk
til lengri tíma og mannorðsmorð drepur oft menn. Hauskúpan sem Kol-
brún Bergþórsdóttir gaf mér fyrir fyrstu skáldsögu mína, sem var fantasía
og vísindaskáldsaga, lét mér líða svo illa svo lengi að ég óttast að trámað sitji
ævilangt í barninu sem ég hafði á brjósti. Svo þið haldið ekki að ég sé haus-
kúpuhöfundur vil ég minna á að ég á tíu tilnefningar og fimm verðlaun fyrir
ritlist og hef eftir 22 bækur bara fengið tvo dóma sem meiddu mig.
Mér hefur tekist að trylla dómara báðum megin, í sagnfræði og skáldskap,
sem bendir til þess að ég hafi reynt að gera eitthvað ferskt. Í annað skiptið
fyrir að vera ekki nógu leiðinlegur sagnfræðingur og í hitt fyrir að ganga
fram af gagnrýnanda sem þolir ekki fantasíur. Það muna allir vondu dómana
sína, ég er ekki ein um það, því að um heiður og tilverurétt er að tefla.
Guðbergur sagði fyrir einhverjum árum að hann hefði aldrei opnað Tómas
Jónsson metsölubók fyrir tráma, sama segi ég um Júlíu. En nú skilst mér að
hann sé búinn að skrifa bókina upp eins og fleiri bækur sínar. Ef Guðbergur
hefði ekki afbyggt íslenska samfélagslygi þjóðernisdýrkandi rugls hefði mér
fundist miklu óbærilegra að vera af þessari þjóð. Tómas Jónsson breytti lífi
mínu og íslenskum bókmenntum mjög til hins betra. Vegna tímaskekktrar
helgislepju var komin argandi þörf fyrir kúkaraunsæi.
Skáldættarsaga
Leið á því að vera endalaust að skoða og skrifa ævisögur annarra ákvað ég
nýlega að nota bréfa- og skjalasafn móðurættar minnar, í járnskápnum bak
við mig þar sem ég sit og vinn á kontór mínum. Ævisaga Jakobs Frímanns
Magnússonar: Með sumt á hreinu, kveikti í mér, held ég, þar er umfjöllun um
fjölskyldu hans og móður, hann er skólabróðir og jafnaldri. Ég samsamaði
mig honum og vildi opna mína fjölskyldu eins og hann opnaði sína. Fyrst
langaði mig að nota þessa fjársjóði frjálst og breyta nöfnum, nota þá sem
skáld en þá væri ég að fremja ritstuld, minnti Helga Kress mig harkalega á,
þótt um óprentað efni eigin fjölskyldu sé að ræða. Svona er að vera sagn-