Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 67
A f l a n d a m æ r a h é r u ð u m C l i o o g b ó k m e n n t a g y ð j a n n a TMM 2013 · 2 67 fræðingur. Það má stela sirka jafn miklu og tónskáld má stela, án tilvísana, einum takti eða svo, það er að segja engu. Sögulega skáldsagan Stúlka með fingur var um Þórunni ömmu mína, en þar sem ég vissi svo lítið um hana annað en mýtur og bókina sem mamma skrifaði um barnæsku hennar, Bernsku í byrjun aldar, varð úr skáldskapur. Hún hét Unnur eins og amma vildi sjálf heita í barnskáldsögu mömmu um hana. Ég ákvað að skrifa bók nr. 2 um móður mína og föðurætt hennar, og í þetta sinn var til dobía af rituðu efni, dagbækur, sendibréf, skjöl, auk blaðagreina sem runnu í kjöltu mína úr netinu góða. Beinagrindur féllu úr ættarskápnum, sem hvorki ég né nokkur lifandi ættingi hafði haft hugmynd um. Í febrúar 2011 áttaði ég mig á því að for- eldrar móður minnar fengu sýfilis og Þórunn amma dó úr sjúkdómnum, jú, það vissi ég alltaf en tengdi ekki, í Farsóttarhúsinu. Bréfin þeirra á milli, afa í Danmörku og ömmu heima, var hún vel sigld þó, þegar afi þjáðist mán- uðum saman á spítala í Höfn með sýfilis í hnénu eru dásamleg. Það gleður mig að flagga þessum sjúkdómi því að fjöldi núlifenda þorir ekki segja frá alnæmi sínu. Þórunn amma missti mörg fóstur sem setti mark á þau hjónin og móður mína litla. Sjötíu prósent sýfilisfóstra deyja og sum fæðast með sýkina. Líf móður minnar, einkabarnsins og minnsta fyrirbura sem þá hafði lifað á landinu, var kraftaverk. Þess vegna gat móðir mín ekki farið í fóstureyðingu eins og aðrar fínar stelpur sem urðu óléttar í menntaskóla eða háskóla. Mamma Kobba gerði það tvisvar. Þess vegna var móðir mín fyrsta konan sem hætti ekki í latínuskóla þótt þunguð væri, því að hún þurfti bæði að eiga barnið og standa sig sem einkabarn menntaðra foreldra. Rektor sá til þess að allur salurinn í MR vissi hver hin fallna kona var sem dró skugga þessa hneykslis yfir skólann. Hann tók ekki í útrétta hönd hennar þegar hún tók við stúdentsskírteininu. Versta stund ævi minnar, sagði mamma. Rétt eins og í lífi Jóns Sigurðssonar reyndist sýfilisinn afgerandi fyrir fjöl- skyldusöguna, tilfinningasöguna alla. Án þessa lykilatriðis meikar lífsaga þeirra sem þennan hrylling lifa og nánustu afkomenda engan sens. Mamma varð ólétt aftur í klaufaskap, gat ekki látið eyða vegna afstöðu foreldranna og varð að hætta í háskólanum. Fór í grautarpottinn og bætti sársauka móður sinnar með því að eignast sjö börn. Jón Sigurðsson skrifaði sína fyrstu grein um pólitík nýstiginn upp úr öðru stigi sýfilis, úthrópaður um allt land skrifaði mágur hans honum. Ákvað að láta til sín taka og byggja upp orðspor sitt að nýju. Þakka má sýfilisnum hetjuskap Jóns forseta. Ég fann fleiri beinagrindur. Alexander langafi var dæmdur í yfirrétti fyrir að skrifa ljótt um sýslumann, www.timarit.is fleygði því í fangið á mér. Langafi Bjarnasonsystra, kunningja minna, var sýslinn sem hann fjölmælti … og svo framvegis. Fann líka fullt af heillandi hversdagssögu og hug-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.