Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 70
70 TMM 2013 · 2 Árni Bergmann Við staðleysu tak þú minni Halldór Laxness, Rússland og draumar um fagurt mannlíf Staðleysa er hér þýðing á Útópía, en síðan Thomas More gaf út rit með því nafni hafa svo heitið samfélög sem ekki eru til nema á bókum en hafa með frábæru skipulagi og réttsýni leyst úr hverju samfélagsböli. Í víðari merkingu er orðið haft um hamingju- drauma um allt öðruvísi og betra mannlíf en það sem við blasir nú og hér, sem og þau pláss í heiminum þar sem menn vona að byrjað sé að gera slíka drauma að veruleika. Kornungur fann Halldór Laxness sér skjól í kaþólsku kirkjunni fyrir þeim næðingi sem sótti að ungum skáldasálum eftir heimsstyrjöldina fyrri. En þegar skæð efnahagskreppa skók hinn vestræna heim undir lok þriðja áratugarins og vofa fasismans lagðist yfir Evrópu yfirgaf hann athvarf sitt í Rómarkirkjunni og hélt á nýjar slóðir í Austurvegi. Við fyrstu sýn er það „gerska ævintýri“ afar líkt pólitískum ferðalögum fjölda annarra Vesturlandarithöfunda á millistríðsárunum síðari. Kreppa, fjöldaatvinnuleysi, neyð og svo ógn fasismans sem varð margefld í Hitler og hans liði – allt þetta beinir áhuga og forvitni Halldórs að „hinni sovésku tilraun“ og ýtir undir það að hann finni vonum sínum stað í Sovétríkjunum. Hann fer í tvær ferðir austur, skrifar um þær tvær bækur. Sú seinni, Gerska ævintýrið, kemur út 1938 og geymir merka játningu og ótvíræða: „Trúin á sameignarstefnuna er trú á framtíð mannkynsins“ – og hann bætir við: „Trúin á framtíð mannkynsins er trú á framtíð míns sjálfs“.1 Það munar um minna. Nýfengin trú skáldsins fær Halldór ekki aðeins til að lofa fimm ára áætlanir Stalíns og samyrkjuvæðingu hans. Eins og oft er rifjað upp var Laxness viðstaddur réttarhöldin yfir Búkharín og fleiri gömlum foringjum bolsévíka, hann tekur ákærur gegn þeim um skemmdarstarf og samsæri við óvini sósíalismans gildar og telur sjálfsagt að dæma sakborningana til dauða. Halldór Laxness gerist virkur og áhrifamikill talsmaður hins sovéska mál- staðar. Um leið leitar hann sambands við nýja lesendur og vonar að bækur hans verði þýddar í Rússlandi hinu nýja. Útgáfusaga hans í Sovétríkjunum hefst þó ekki fyrr en fimmtán árum síðar, árið 1953.2 En eftir að verk hans ná nokkurri fótfestu þar eystra (Atómstöðin og Sjálfstætt fólk ruddu brautina) gengur mikil bylgja þýðinga á helstu verkum hans yfir Sovétríkin á næstu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.