Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 83
Á h r i f E S B -a ð i l d a r á í s l e n s k h e i m i l i TMM 2013 · 2 83 (EES) árið 1994 og þar með aðili að stórum hluta sameiginlegs markaðs Evrópusambandsins (ESB). Ísland er þó enn eitt örfárra landa Evrópu sem hafa ekki gengið í ESB þótt umsóknarferlið sé komið af stað. Strax eftir lok heimstyrjaldarinnar árið 1945 varð flestum Evrópuþjóðum ljóst að samvinna væri eina leiðin til að tryggja frið í álfunni og til almennra efnahagslegra framfara. Á meginlandi Evrópu var Kola- og stálbandalagið stofnað árið 1951. Samvinnan innan Evrópu jókst jafnt og þétt og 1957 varð Efnahagsbandalag Evrópu ásamt Kjarnorkubandalagi Evrópu stofnað. Árið 1967 runnu Kola- og stálbandalagið, Efnahagsbandalagið og Kjarnorku- bandalagið saman og mynduðu Evrópubandalagið (e. European Comm- unities), sem síðan varð Evrópusambandið, ESB (e. European Union) árið 1992. Árið 1951 voru aðildarríki Kola- og stálbandalagsins aðeins sex, Belgía, Frakklandi, Hollandi, Ítalía, Lúxembúrg, og Vestur-Þýskaland. Eftir því sem samvinnan jókst á fleiri sviðum bættust fleiri ríki í hópinn og telur ESB nú 27 aðildarlönd sem öll telja sér betur borgið innan bandalagsins en ein á báti. Flest löndin á Balkanskaga standa í biðröð eftir að komast í ESB. Evrópskt efnahagssvæði Þegar Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) árið 1994 má segja að Íslendingar hafi í reynd orðið aukaaðilar að ESB. Við EES-aðildina varð Ísland aðili að sameiginlegum markaði ESB og EFTA2-ríkjanna sem inniheldur fjórfrelsið svokallaða. Áður en við lítum á það sem mun breytast við ESB-aðild er því rétt að skoða þær miklu breytingar sem fólust í fjór- frelsinu. Fjórfrelsið felur í sér: (1) Frjálsa vöruflutninga. (2) Frjálsa för vinnuafls. (3) Frjálsa fjármagnsflutninga. (4) Þjónustufrelsi. Frjálsir vöruflutningar hafa í för með sér að ekki er lagður tollur eða takmark- anir á viðskipti með vörur sem eru framleiddar í einu aðildarríki og seldar eru í öðru aðildarríki. Þetta táknar að neytendur geta keypt – og fyrirtæki selt – sinn varning hvar sem er innan EES án takmarkana. Undantekningar eru þó um landbúnaðarafurðir og sjávarútvegsmál, en þau mál falla ekki að fullu undir EES-samninginn. Frjáls för vinnuafls hefur í för með sér að bæði launafólk og sjálfstætt starf- andi einstaklingar mega starfa í því aðildarríki sem þeir vilja, án opinberra takmarkana. Flestir Íslendingar eru orðnir vanir að geta ferðast til Evrópu og fundið sér atvinnu án þess að þurfa sérstakt atvinnuleyfi í gistiríkinu. Eins er talsvert um ríkisborgara annarra Evrópulanda sem starfa á Íslandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.