Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 83
Á h r i f E S B -a ð i l d a r á í s l e n s k h e i m i l i
TMM 2013 · 2 83
(EES) árið 1994 og þar með aðili að stórum hluta sameiginlegs markaðs
Evrópusambandsins (ESB). Ísland er þó enn eitt örfárra landa Evrópu sem
hafa ekki gengið í ESB þótt umsóknarferlið sé komið af stað.
Strax eftir lok heimstyrjaldarinnar árið 1945 varð flestum Evrópuþjóðum
ljóst að samvinna væri eina leiðin til að tryggja frið í álfunni og til almennra
efnahagslegra framfara. Á meginlandi Evrópu var Kola- og stálbandalagið
stofnað árið 1951. Samvinnan innan Evrópu jókst jafnt og þétt og 1957 varð
Efnahagsbandalag Evrópu ásamt Kjarnorkubandalagi Evrópu stofnað. Árið
1967 runnu Kola- og stálbandalagið, Efnahagsbandalagið og Kjarnorku-
bandalagið saman og mynduðu Evrópubandalagið (e. European Comm-
unities), sem síðan varð Evrópusambandið, ESB (e. European Union) árið
1992. Árið 1951 voru aðildarríki Kola- og stálbandalagsins aðeins sex, Belgía,
Frakklandi, Hollandi, Ítalía, Lúxembúrg, og Vestur-Þýskaland. Eftir því sem
samvinnan jókst á fleiri sviðum bættust fleiri ríki í hópinn og telur ESB nú
27 aðildarlönd sem öll telja sér betur borgið innan bandalagsins en ein á báti.
Flest löndin á Balkanskaga standa í biðröð eftir að komast í ESB.
Evrópskt efnahagssvæði
Þegar Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) árið 1994 má
segja að Íslendingar hafi í reynd orðið aukaaðilar að ESB. Við EES-aðildina
varð Ísland aðili að sameiginlegum markaði ESB og EFTA2-ríkjanna sem
inniheldur fjórfrelsið svokallaða. Áður en við lítum á það sem mun breytast
við ESB-aðild er því rétt að skoða þær miklu breytingar sem fólust í fjór-
frelsinu.
Fjórfrelsið felur í sér:
(1) Frjálsa vöruflutninga.
(2) Frjálsa för vinnuafls.
(3) Frjálsa fjármagnsflutninga.
(4) Þjónustufrelsi.
Frjálsir vöruflutningar hafa í för með sér að ekki er lagður tollur eða takmark-
anir á viðskipti með vörur sem eru framleiddar í einu aðildarríki og seldar
eru í öðru aðildarríki. Þetta táknar að neytendur geta keypt – og fyrirtæki
selt – sinn varning hvar sem er innan EES án takmarkana. Undantekningar
eru þó um landbúnaðarafurðir og sjávarútvegsmál, en þau mál falla ekki að
fullu undir EES-samninginn.
Frjáls för vinnuafls hefur í för með sér að bæði launafólk og sjálfstætt starf-
andi einstaklingar mega starfa í því aðildarríki sem þeir vilja, án opinberra
takmarkana. Flestir Íslendingar eru orðnir vanir að geta ferðast til Evrópu
og fundið sér atvinnu án þess að þurfa sérstakt atvinnuleyfi í gistiríkinu.
Eins er talsvert um ríkisborgara annarra Evrópulanda sem starfa á Íslandi.