Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 91
Á h r i f E S B -a ð i l d a r á í s l e n s k h e i m i l i TMM 2013 · 2 91 ætla að Ísland verði á meðaltali ESB, hvorki í matarverði né vinnustundum, þar sem landið er efnaðra en meðaltal ESB þrátt fyrir hrunið (landsfram- leiðsla Íslands á mann, mæld í kaupmætti, árið 2011 var 10% hærri en meðal- talið í ESB, en var 23% hærri árið 2006).11 Ef skv. framansögðu er gert ráð fyrir að samanburðarverð á mat árið 2006 hafi verið of hátt og árið 2009 sé of lágt, er ljóst að kaupmáttaraukning heimilanna verður í lægri kanti þeirra rannsókna sem gefnar voru út árin 2004, 2008 og 2010. Raunhæf tala við núverandi kringumstæður yrði því skv. ofangreindu sennilega um eða innan við 10%, en 10% meðallækkun matarverðs táknar 1,4% kaupmáttaraukningu heimilanna.12 Myntbandalagið. Það er ekki sjálfgefið að lönd sem ganga í ESB geti gengið í myntbandalag Evrópu og tekið upp evru sem gjaldmiðil. Evrópusambandið ætlast til að ný aðildarríki taki upp evruna, en ekki fyrr en að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þessi skilyrði eru: stöðugt verðlag, takmarkaðar skuldir hins opinbera, takmarkaður fjárlagahalli hins opinbera, stöðugt gengi og lágir langtímavextir.13 Þetta var allt í góðu lagi á Íslandi árin rétt fyrir efnahagshrunið 2008, en svo er ekki lengur. Mikilvægt er að benda á að það er ekki svo að við upptöku evru lagist efnahagsmálin eins og hendi sé veifað, heldur er þessu öfugt farið, efnahagsmálin þurfa að vera í lagi fyrst og þá er hægt að taka upp evru.14 Ef Íslendingar vilja taka upp evru verða þeir að taka sig á í efnahagsmálum. Í sérriti Seðlabanka Íslands um valkosti í gjaldmiðilsmálum, sem gefið er út í september 2012, er bent á að ekki sé skynsamlegt fyrir Ísland að nota eða taka upp aðra gjaldmiðla en krónur eða evrur. Upptaka gjaldmiðla landa sem Ísland hefur takmörkuð viðskiptaleg tengsl við er engin lausn, nema síður sé. Myntbandalög hafa bæði kosti og ókosti. Margt bendir þó til að Íslandi væri betur borgið innan myntbandalags Evrópu en utan þess. Kostnaður við gjaldeyrisskipti hverfur í viðskiptum við evrusvæðið, sem er stærsti mark- aður Íslands. Verð á inn- og útflutningi til evrusvæðisins helst stöðugra þar sem gengissveiflur verða úr sögunni, verðsamanburður verður auðveldari og síðast en ekki síst eykur sameiginleg mynt viðskipti, sem svo aftur eykur velferð með að vörur eru framleiddar þar sem það er hagkvæmast og ódýrast. Sameiginleg mynt hefur líka ákveðna galla, t.d. að ríkið getur ekki einhliða fellt gengið eða prentað peninga að vild.15 Nokkrar kannanir hafa verið gerðar á áhrifum myntbandalagsins á Ísland. Vegur þar langmest aukning viðskipta vegna sameiginlegrar myntar, sér- staklega þegar allir tollar í viðskiptum við Evrópu verða einnig úr sögunni við ESB-aðild. Greinargerð Þórarins Péturssonar og Francis Breedon, gefin út af Seðlabanka Íslands í desember 2004, gerir ráð fyrir að aðild að evrusvæðinu auki tekjur á Íslandi um 4% á mannsbarn þegar til langs tíma er litið, og er þá einnig tekið tillit til annarra jákvæðra áhrifa ESB-aðildar, s.s. tollabandalagsins. Eiríkur Bergmann Einarsson og Jón Þór Sturluson í bók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.