Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 95
Á h r i f E S B -a ð i l d a r á í s l e n s k h e i m i l i TMM 2013 · 2 95 Lokaorð Ísland gekk hálfa leið inn í ESB þegar landið gerðist aðili að EES árið 1994. Við EES-aðildina opnaðist fyrir frjálst flæði vinnuafls, þjónustu og fjár- magns (sem Ísland stöðvaði einhliða við hrunið 2008). Að auki voru tollar á iðnaðarvöru frá Evrópu afnumdir. Breytingarnar við að stíga skrefið inn í ESB til fulls verða því mun umfangsminni en fyrir algjör utangarðsríki. Fyrir íslensk heimili mun aðild að ESB fyrst og fremst hafa áhrif á verð landbún- aðarafurða, en þær falla ekki nema að litlum hluta undir EES-samninginn. Áhrif sameiginlegrar myntar ESB – evrunnar – munu þegar þar að kemur auka viðskipti og samkeppni öllum til hagsbóta. Aðild að myntbandalagi ESB verður þó ekki sjálfkrafa við ESB-aðild. Til að taka upp evru þurfa fjár- mál Íslands að vera í lagi áður en gengið er í myntbandalagið og þar þurfa íslensk yfirvöld að taka sig mikið á. Aðild að tollabandalagi ESB mun hafa þau áhrif að innflutningur verður auðveldari þar sem engin tollskoðun er á innri landamærum ESB. Evrópskar iðnaðarvörur eru nú þegar tollfrjálsar á Íslandi, en ekki matvæli. Gera má ráð fyrir að matvæli lækki að meðaltali um allt að 10% fljótlega eftir ESB- aðild. Þegar þetta er ritað eru nýjustu tölur um samanburð á matvælaverði Evrópu ekki tilbúnar, en 10% talan er byggð á reynslu Finna og Svía.22 Þetta eitt mun skapa um 1,5% kaupmáttaraukningu heimilanna. Eins er öruggt að úrval og framboð matvæla mun aukast þar sem evrópskum innflutnings- takmörkum yrði aflétt.23 Árangur af sameiginlegri mynt kemur hægt og sígandi á um tveimur áratugum. Ýmis hagfræðilíkön hafa bent til að áhrif sameiginlegrar myntar ESB geti skapað aukningu kaupmáttar sem svarar 4–5% til langs tíma litið. Þessi kaupmáttaraukning er til viðbótar öðrum hagvexti í þjóðfélaginu þannig að langtímaáhrif myntbandalagsins eru umtalsverð.24 Önnur atriði sem breytast við ESB-aðild munu hafa óverulegri áhrif á íslensk heimili vegna þess að landið er nú þegar í EES. Ekki er líklegt að hús- næðiskostnaður, bifreiðakostnaður og tryggingar breytist því þau atriði eru frekar háð innlendum aðstæðum og innlendri skattlagningu. Engu að síður er ljóst að til skamms tíma litið mun kaupmáttur fólks í landinu verða um 1,5% hærri innan ESB, og ef gengið er í myntbandalagið líka a.m.k. 5% hærri þegar til lengri tíma er litið. Heimildaskrá Alþingi: Lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, lög nr. 99 frá 1993 með síðari breyt- ingum, (Uppfærð á vef Alþingis 11. september 2012). Baldwin, Richard: The Growth Effects of 1992. Economic Policy, vol 4, no 9, (október 1989). Cecchini, Paolo, ásamt Michael Catinat og Alexis Jacquemin, ritað af John Robinson: The Euro- pean Challenge 1992, The Benefits of a Single Market. The Cecchini Report, Official Facts and Figures, (1988).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.