Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 95
Á h r i f E S B -a ð i l d a r á í s l e n s k h e i m i l i
TMM 2013 · 2 95
Lokaorð
Ísland gekk hálfa leið inn í ESB þegar landið gerðist aðili að EES árið 1994.
Við EES-aðildina opnaðist fyrir frjálst flæði vinnuafls, þjónustu og fjár-
magns (sem Ísland stöðvaði einhliða við hrunið 2008). Að auki voru tollar
á iðnaðarvöru frá Evrópu afnumdir. Breytingarnar við að stíga skrefið inn í
ESB til fulls verða því mun umfangsminni en fyrir algjör utangarðsríki. Fyrir
íslensk heimili mun aðild að ESB fyrst og fremst hafa áhrif á verð landbún-
aðarafurða, en þær falla ekki nema að litlum hluta undir EES-samninginn.
Áhrif sameiginlegrar myntar ESB – evrunnar – munu þegar þar að kemur
auka viðskipti og samkeppni öllum til hagsbóta. Aðild að myntbandalagi
ESB verður þó ekki sjálfkrafa við ESB-aðild. Til að taka upp evru þurfa fjár-
mál Íslands að vera í lagi áður en gengið er í myntbandalagið og þar þurfa
íslensk yfirvöld að taka sig mikið á.
Aðild að tollabandalagi ESB mun hafa þau áhrif að innflutningur verður
auðveldari þar sem engin tollskoðun er á innri landamærum ESB. Evrópskar
iðnaðarvörur eru nú þegar tollfrjálsar á Íslandi, en ekki matvæli. Gera má
ráð fyrir að matvæli lækki að meðaltali um allt að 10% fljótlega eftir ESB-
aðild. Þegar þetta er ritað eru nýjustu tölur um samanburð á matvælaverði
Evrópu ekki tilbúnar, en 10% talan er byggð á reynslu Finna og Svía.22 Þetta
eitt mun skapa um 1,5% kaupmáttaraukningu heimilanna. Eins er öruggt að
úrval og framboð matvæla mun aukast þar sem evrópskum innflutnings-
takmörkum yrði aflétt.23
Árangur af sameiginlegri mynt kemur hægt og sígandi á um tveimur
áratugum. Ýmis hagfræðilíkön hafa bent til að áhrif sameiginlegrar myntar
ESB geti skapað aukningu kaupmáttar sem svarar 4–5% til langs tíma litið.
Þessi kaupmáttaraukning er til viðbótar öðrum hagvexti í þjóðfélaginu
þannig að langtímaáhrif myntbandalagsins eru umtalsverð.24
Önnur atriði sem breytast við ESB-aðild munu hafa óverulegri áhrif á
íslensk heimili vegna þess að landið er nú þegar í EES. Ekki er líklegt að hús-
næðiskostnaður, bifreiðakostnaður og tryggingar breytist því þau atriði eru
frekar háð innlendum aðstæðum og innlendri skattlagningu. Engu að síður
er ljóst að til skamms tíma litið mun kaupmáttur fólks í landinu verða um
1,5% hærri innan ESB, og ef gengið er í myntbandalagið líka a.m.k. 5% hærri
þegar til lengri tíma er litið.
Heimildaskrá
Alþingi: Lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, lög nr. 99 frá 1993 með síðari breyt-
ingum, (Uppfærð á vef Alþingis 11. september 2012).
Baldwin, Richard: The Growth Effects of 1992. Economic Policy, vol 4, no 9, (október 1989).
Cecchini, Paolo, ásamt Michael Catinat og Alexis Jacquemin, ritað af John Robinson: The Euro-
pean Challenge 1992, The Benefits of a Single Market. The Cecchini Report, Official Facts and
Figures, (1988).