Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 101
TMM 2013 · 2 101 Soffía Bjarnadóttir Klapparstígur 16 og vetur ánamaðkanna I Einn veturinn ætlaði ég að farga mér. Ég hafði reynt að taka mér ánamaðkinn til fyrirmyndar. Þegar hann er slitinn í sundur heldur hann áfram eins og ekkert hafi í skorist í tveimur pörtum. Það er gott að sofa í moldinni dagana langa og vakna svo til lífsins á rign- ingar legum nóttum, skríða upp úr myrkri vætunni sem tálbeita guðs. En ánamaðkurinn í mér var gatslitinn. Það var ekkert nema kvöl að koma sér upp úr bælinu síðdegis, ef það þá tókst. Náði yfirleitt að dröslast í kaffikönn- una rétt fyrir kvöldmatarleytið og þá fyrir tilstuðlan gæsku og vinarþels fólks sem droppaði skipulega við í tilbúnum erindagjörðum því það hélt að þetta væri einungis erfitt og sérstakt tímabil í lífi mínu en ekki viðvarandi ástand sjúkdóms og sjálfhverfu. Þetta var orðið gott. Ég hafði í hyggju að taka valdið í mínar hendur og hafa eitthvað um þessa vist að segja. Hvenær hún tæki enda í það minnsta. Ég kortlagði mögulegar aðferðir. Henging er vissulega dramatísk sviðsetning sem hægt er að stilla fag- mannlega upp með viðeigandi leikmunum. Leikskáldið Sarah Kane hengdi sig í skóreimum inni á baðherbergi á sjúkrahúsi. Ég velti þessu fyrir mér en þótti leiðinlegt að það yrði í verkahring saklauss borgara að skera hræið af mér niður eftir gjörninginn. Það gæti fylgt viðkomandi eins og svartur óþægilegur skuggi það sem eftir væri hans vesæla lífs. Svefnlyf, dóp og annar fjári fannst mér of tilviljanakenndur brottfararmáti og miklar líkur á að enda bara á bráðadeild með uppköst og næringu í æð rétt yfir blánóttina. Það er aldrei vitað hvort maður ætlaði sér þetta eða ekki. Ekkert nema óvissan eins og í tilfelli Marilyn Monroe. Svo var það auðvitað gasið. En ég kunni ekkert á gas til annars brúks en eldunar og gat ómögulega farið að spyrja SS-foringjann sem bjó á móti mér hvernig ætti að bera sig að. Ég var líka dauðhrædd um að stúta nágrönn- um mínum í blokkinni við mögulegar gasíhlutanir. Þetta var reyndar ekki blokk í hefðbundnum skilningi heldur eitthvað limbó á milli kommúnu og blokkar. En vegna nálægðar við nágranna mína lét ég óra hugans ekki hafa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.