Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 102
S o f f í a B j a r n a d ó t t i r 102 TMM 2013 · 2 mig út í neinar Sylviu Plath-stellingar, þótt mér væri nokk sama um afdrif þessa fólks. Þetta hefði getað endað með fjöldamorði á Klapparstíg 16. Jæja, en annar möguleiki var vissulega að stökkva. Út úr kirkjuturni til dæmis eða fyrir lest eins og Anna Karenína hans Tolstojs. Ég var reyndar of huglaus fyrir stökkið og svo finnst mér slíkar aðfarir óþarflega sóðalegar ef satt skal segja. Þetta var einnig fyrir tíma lestarsamgangna á Íslandi. Ég var meira til í að láta mig hverfa svo að lítið beri á. Eins og ánamaðkur ofan í moldina. Og eins og ánamaðkurinn þá nærist ég á vatninu og þrái vatnið svo að drukknun var álitlegri kostur. Mér skilst reyndar að það sé sársaukafullur dauðdagi. Hver svo sem var til frásagnar um það. En best hefði verið að fá að sofna svo lítið bæri á í baðkarinu þennan kalda vetur því ég átti unaðs- legt baðkar sem staðsett var undir opnanlegum þakglugga. Á glugganum var óvenjulangt stormjárn svo hægt var að halda þakglugganum galopnum og ímynda sér að maður væri að lauga sig undir berum himni umvafinn norður ljósum. Baðkar er sígild staðsetning. Minnir um margt á gröfina, næsti bær við rúmið. Ég sá fyrir mér mynd eftir David þar sem byltingarleiðtoginn Marat liggur vafinn í sáraumbúðir í tígulegu baðkarinu. Hönd hans slútir fram af baðkars- brúninni og fjaðurpenni hefur runnið úr hendi hans. Charlotte Corday drap hann reyndar svo hann hafði ekkert um sinn dauðdaga að segja. Hún stakk hann í baði. En ef ég hefði valið baðkarið þá lægi kveðjubréfið líkt og einmana laufblað á gólfinu sem hefði síðan sópast undir lausa fjöl eða flís og fyndist tvö hundruð árum síðar. Ég veit reyndar ekki hvað ég ætti að hafa skrifað í bréfið. Það hefði þurft að vera sótsvartur sannleikur sem ferðast milli kynslóða um tímalausa áþján manneskjunnar. Kannski þægilegast að vera einfaldlega tekin af lífi. Fallöxin er afgerandi. Mér líka ekki núverandi aftökumátar. Að vísu má segja að það að skera í sundur æðar sé aðferð sem ánamaðkurinn þekkir. En það er helst til of hægfara ferðalag nema ef skorið er á slagæðar í hálsi. Ég hefði kosið vatnsbað frekar en blóðbað. Hafið heillaði mest. Óendanlegt djúp og maður hefði verið dáleiddur þangað af selsaugum einum saman og förinni ekki heitið neitt annað en heim. Fallegt. Jeff Buckley fylgdi söng sírena út á reginhaf og hvarf. Virginia Woolf skellti steinum í vasann áður en hún hélt af stað héðan og sökk. Eða leggjast til svefns á ánni, loka augunum eins og Ófelía, viti sínu fjær. Öruggasta leiðin er þó eflaust að skjóta sig í hausinn á hóteli. Karlmannlegt. Hemingway og vískí. En æ nei, ég hafði nú ekkert byssuleyfi og var smeyk við að munda vopn. Bálkestir og krossfesting komu líka upp í hugann þennan kalda vetur. Alvöru fórnardauði sem hæfði ástandinu. En þá hefði ég þurft að ráða til mín fólk í vinnu við að negla mig á krossinn og koma síðan krossinum og sjálfri mér upp á góðum stað með útsýni. Eða jafnvel að fá einhvern til að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.