Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 104
S o f f í a B j a r n a d ó t t i r 104 TMM 2013 · 2 öllum og óþarfi er að hræðast þó ekki sé meiningin að hún yfirtaki hverja einustu daglegu athöfn. En fólk sem almennt hafði ekki einu sinni hugmynd um að það væri dauðlegt fór að þrá dauðann líkt og um hinstu og einu ást heimsins væri að ræða. Það var kominn nóvember. Mig minnir að Henrik Nordbrandt hafi skrifað að það séu fimmtán mánuðir í árinu: janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, nóvember, nóvember, nóvember, desember. Eða voru þeir sextán? Nóvember, þegar dimman dettur á. Það var bæði skítugt og kalt á Klapparstíg og flestar hæðir hússins voru fullar af draugum. Risið, þar sem ég hírðist, var verst. Það var ekki þverfótað fyrir dánu fólki og það ekki beint hamingjusömum einstaklingum. Það gefur kannski auga leið þar sem þau voru að hanga í þessu skítapleisi við Klapparstíg eftir að hafa smeygt sér yfir limgerðið. Ég sá þau samt ekki en fann áþreifanlega mikið fyrir þeim og heyrði stanslausan umgang. Þetta var gjörsamlega óþolandi. Ef það voru ekki kanarífuglarnir þá var það þetta dauða lið sem hékk eins og mara inni í íbúðinni minni. Meira að segja á sameiginlegu klósetti okkar SS-foringjans fékk maður ekki frið fyrir þessu ósýnilega og heimtufreka fólki. Það var því ýmislegt að angra mig þennan vetur. Það var ekki einungis veröld ánamaðksins sem sótti að mér heldur einnig vonbrigðin. Veröldin breyttist í vonbrigði. III Fyrir valinu varð fimmtudagurinn 21. nóvember á fullu tungli. Ég hafði ákveðið að blanda saman að minnsta kosti tveimur aðferðum og hugðist byrja á því að halda vestur á Snæfellsnes í kirkjugarð ömmu. Það var eilítill beygur í mér og mér fannst ég þurfa að fá blessun frá gömlu konunni sem grafin er á Ingjaldshóli. Eftir það voru tveir möguleikar í stöðunni. Sá fyrri var að fara að Gufuskálum sem býr yfir æsandi indíánamannvirki. Það gæti komið sér vel ef stökkið yrði fyrir valinu. En til að hugleysinginn hefði þor í slíkt hefði verið betra að taka inn kvíðastillandi áður. Vandinn er hins vegar að þegar kvíðastillandi er tekið inn þá eru hverfandi líkur á að ætlunarverkið takist því það slaknar á öllum veraldarvonbrigðum. Seinni möguleikinn var að láta hafið heilla sig með hjálp huldufólks. Ég vissi til þess að huldufólk byggi í kletti sem staðsettur er í fjöru neðan við Hellisand. Hug- myndin var að fara sjóleiðina og biðja huldufólkið um aðstoð við að kalla út sel úr nágrenninu sem ég gæti fylgt eftir. Dagurinn var runninn upp og ferðaspenningurinn lét á sér kræla. Ég ákvað að skilja eftir litla nótu og þakklætisvott fyrir hjálpina í stríðinu til vinafólks sem hafði haft fyrir því að púkka upp á mig. Það voru fáir á lífi á Klapparstíg 16 og því hafði ég ekki áhyggjur af nágrönnunum. Þeir myndu ekki sakna mín. Kanarífuglarnir fundu hins vegar á sér að eitthvað stóð til, þeir hljóðnuðu í fyrsta sinn eftir að ég flutti inn í húsið. En þeir höfðu fylgt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.