Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 105
K l a p pa r s t í g u r 16 TMM 2013 · 2 105 íbúðinni og því gerði ég fastlega ráð fyrir að þeir myndu ekki taka vistaskipti mín nærri sér. Ég hafði ákveðið að taka rútuna vestur. Fyrst til Stykkishólms og þaðan inn nesið. Hver mínúta var skipulögð. En sá hængur var á að ég komst ekki út úr húsinu. Það var sama hvað ég reyndi, ég komst ekki upp úr sófanum í stofunni. Það var líkt og hin ósýnilegu öfl íbúðarinnar héldu mér fanginni. Eins öfugsnúið og það nú hljómar að dáið fólk haldi okkur föstum við til- vistina. Ég var bundin við Klapparstíg 16 og gat ekki með nokkru móti hreyft mig úr fjólurauðum antíksófa sem mér hafði áskotnast á unglingsaldri. Og sem ég sit þarna í gamla sófanum og býst til ferðar fimmtudaginn 21. nóvember árið 1999 þá finn ég hvernig ástin streymir til mín upp úr pluss- áklæðinu. Vissulega hafði ég oft sofið hjá á þessum rauða bedda áður fyrr, elskað og riðið og hvað það nú allt heitir. Það var hægt að breyta sófanum í svefnsófa og hreint viðbjóðslegt að sofa á þessum legubekk en hreint ekki svo slæmt að sofa þar hjá. Það var ekki fyrr en dyrasíminn hringdi að ég virtist losna úr ástarálögum sófans. Ég hrökk upp úr honum aldeilis óviss um hvað biði mín nú við dyrnar. Ýtti varlega á hnappinn og spurði titrandi rómi: „Hver er það?“ Mér heyrðist röddin vera í karlmanni en var þó ekki viss og án þess að hugsa hleypti ég viðkomandi inn í hús dauðans. Eftir þónokkra stund var barið hressilega á dyr. Ég ákvað að setja keðjuna fyrir áður en ég opnaði því mér þótti harla ólíklegt að gesturinn væri þessa heims. Þegar ég kíkti fram á flúorlýstan ganginn sá ég jakkafataklæddan karlmann, rauðbirkinn og lágan vexti standa brosandi með skjalatösku í hendinni. „Blessuð vertu, afsakið hvað ég kem seint, gatan var lokuð og ég þurfti að leggja nokkuð langt frá. Þetta er eins og draugabæli hérna, ekki nokkur sála á ferðinni. En er ekki dásamlegt að vera í þessari kyrrð? Það gæfu nú margir mikið fyrir kyrrðina skal ég segja þér.“ Ég stóð enn kyrr og velti fyrir mér hver í ósköpunum hefði sent þetta hressa kvikindi. „Þú ert …?“ „Jú, einmitt eins og við töluðum um. Á hádegi 21. nóvember,“ svarar mað- urinn eins og ekkert hefði í skorist. Mér leið hreinlega eins og ég væri stödd í mynd eftir David Lynch nema þá hefði karlinn verið dvergur í rauðum fötum. „Ég get alveg sýnt þér tryggingarnar hér á ganginum ef þér er illa við að bjóða mér inn,“ bætti hann svo við. Ég opnaði fyrir honum og hann var óðara kominn inn ganginn og beina leið í stofuna. Áður en ég vissi af var hann sestur í fjólurauða antíksófann minn. Antík-ástarsófann minn. Hann opnaði skjalatöskuna af mikilli festu og ég bjóst við nærri hverju sem var upp úr töskunni, en þó ekki líftrygg- ingarplöggum. „Jæja, elskan, við vorum búin að ákveða þetta allt í símanum og þú þarft
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.