Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 107

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 107
TMM 2013 · 2 107 Úlfhildur Dagsdóttir „Að vera með fullri undirmeð- vitund“: um Medúsuhópinn Ég held í hendi mér á gula eyrnalokknum sem orsakar sólmyrkva. Héðan í frá munum við íslenskir súrrealistar draga drauma okkar og langanir á torg hins nýja raunveruleika: DraumVeruleikans. Svohljóðandi eru lokaorð ritstjóra-inngangs að tímaritinu Hinn súrr- ealíski uppskurður, en fyrsta – og eina – tölublað þess kom úr árið 1982. Útgefandi var Medúsa og ritstjóri var Sjón, en undir innganginn skrifar allur Medúsuhópurinn utan Ólafur Jóhann Engilbertsson (sem var erlendis þennan vetur): Einar Melax, Jóhamar, Matthías S. Magnússon og Þór Eldon. Þessir sex voru stofnmeðlimir og kjarninn í hópnum hvað sem öðrum mannabreytingum leið. Markmið tímaritsins, eins og kemur fram í þessum inngangi, er göfugt; að frelsa Íslendinga til hinnar súrrealísku skynjunar, „hins nýja raunveru- leika: DraumVeruleikans“. Þegar tímaritið kemur út er hópurinn orðinn þriggja ára, Medúsa var formlega stofnuð þann 30. nóvember 1979, en þá kom út ljóðabók Sjóns, Birgitta (hleruð samtöl).1 Hópurinn starfaði allt til ársins 1985, en þá var starfsemin þegar orðin mun minni en hún var á þessum fyrstu árum eldmóðs og hugsjóna. Þó kom áttunda ljóðabók Sjóns, Leikfangakastalar, sagði hún, það er ekkert til sem heitir leikfangakastalar út undir merkjum Medúsu árið 1986. Sama ár gaf svo bókaforlagið Mál og menning út ljóðasafn Sjóns, Drenginn með röntgenaugun og má segja að þar með hafi sögu hópsins formlega lokið, þegar helsti höfundurinn innan hans gengur til liðs við formlega bókaútgáfu. Þrátt fyrir að hópurinn hafi kennt sig við súrrealisma var sú stefna ekki einráð, en meðlimir sinntu einnig öðrum framúrstefnum. Ólafur hallaðist nokkuð að dada og Matthías var hrifinn af fútúrisma og expressjóisma. Þannig voru Medúsufélagar ekki reglufrík í anda hins ‚sögulega‘ súrrealisma, fagurfræðileg sýn þeirra markaðist frekar af því að taka það sem þeim hentaði héðan og þaðan og laga að sér og sínum kröfum. Súrrealisminn var þó mest áberandi, sem meðal annars kom fram í því að meðlimir iðkuðu leiki, til- raunir og samstarf í anda súrrealismans og deildu þannig í grundvallar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.