Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 113
„ A ð v e r a m e ð f u l l r i u n d i r m e ð v i t u n d“ : u m M e d ú s u h ó p i n n TMM 2013 · 2 113 Ungir höfundar, sem kenna sig við súrrealisma, birtu stefnuskrá í einum af skólum landsins fyrir nokkru. Þar stóð m.a.: „Við ætlum að halda áfram að taka okkar kartöflu og kótilettu í hönd og snæða hnífapör við veisluborð undirmeðvitundar- innar.“ […] Nú er kominn fram hópur ungra höfunda sem hrærast í súrrealisma og gefa út bækur sínar hjá forlagi sem þeir kalla Medúsu. Þekktastur þessara höfunda er Sjón […]23 Fréttatilkynning um bókina birtist einnig, með kápumynd. Í umfjöllun um Lystræningjann, júlí 1981, nefnir Jóhann Medúsumenn enn á ný til sögunnar,24 en í ritdómi um Hvernig elskar maður hendur? eftir þá Sjón og Matthías nennir hann ekki lengur að tala um Medúsu.25 Sú bók olli reyndar dálitlu fjaðrafoki, en 12. mars 1981 var leiðari Tímans lagður undir umfjöllun um bókina og þó aðallega umfjöllun Jóhanns um hana og er ljóst að Þ.Þ. (líklegast Þórarinn Þórarinsson) sem skrifar undir er ekki par hrifinn. Athygli vekur að hann hnýtir sérstaklega í orð Jóhanns um að þetta sé „skáldskaparstefna „við hæfi ungs fólks““.26 Svo virðist sem ekki sé heppilegt að ungt fólk sé mikið að kássast í ljóðum.27 Framúrstefnan hefur greinilega enn ekki tapað krafti sínum til að ögra og trufla góðborgara sem kenna sig við ‚framsókn‘, þessum rúmlega sjötíu árum eftir að hún hófst. Árið 1982 birtist í Tímanum nokkuð háðsk umfjöllun um Hinn súrrealíska uppskurð.28 Síðar sama ár fjallar Erlendur Jónsson á öllu jákvæðari hátt um Hinn súrrealíska uppskurð í Morgunblaðinu.29 Þetta ár opnaði Skruggubúð og Þjóðviljinn tók viðtal við Ólaf Jóhann Engilbertsson um fyrstu sýninguna þar, Medúsa og gestir. Enn er farið yfir sögu Medúsu og fjallað um súrr- ealisma almennt og að lokum er Ólafur spurður: – Er hægt að lifa á því að vera súrrealískur listamaður á Íslandi? – Vonandi í framtíðinni. Hingað til hefur þetta verið eintómur mínus.30 Bragi Ásgeirsson fjallar um sýninguna í Morgunblaðinu 22. júní 1982 og virðist ekki alveg með á nótunum því hann talar um hið unga fólk úr Hamrahlíðarskólanum.31 Í DV birtist umfjöllun Gunnars B. Kvaran um sýningu Sjóns í Skruggubúð síðar sama ár, og er hún nokkuð ítarleg um súrr- ealisma og Medúsu.32 Ritdómar og umfjallanir um sýningar halda áfram að birtast næstu árin en það er svo ekki fyrr en síðasta virka starfsár hópsins, 1985, sem verulega bitastæðar umfjallanir birtast, í Mannlífi og NT eins og áður er sagt, auk viðtals við Sjón í DV. Örn Ólafsson fjallar nokkuð rækilega um súrrealismann og áhrifavalda hans í sinni grein í Mannlífi. Hann vitnar einnig í viðtal við Sjón sem segir: Sumarið og haustið 1979 greip um sig mikil bókasöfnun hjá okkur öllum í evr- ópskum módernisma, aðallega fantastískum, þar sem tungumálið er tekið á beinið, leikið sér með hugmyndir og orðin. Áður lágum við í íslenskum módernistum […]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.