Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 117
„ A ð v e r a m e ð f u l l r i u n d i r m e ð v i t u n d“ : u m M e d ú s u h ó p i n n
TMM 2013 · 2 117
á smáskífu og í Íslenskri listasögu er flutningur þess tekinn sem dæmi um
samslátt listgreina:
Það er lýsandi fyrir þessa tíma að mörkin milli nýsköpunar á sviði myndlistar og
tónlistar urðu óljós en sameinuðust oft undir hugtakinu „uppákoma“. Þess vegna
gerðu ekki allir sér grein fyrir því að þegar Johnny Triumph, öðru nafni Sjón, flutti
lúftgítaratriði sitt á sviði með Sykurmolunum árið 1987 var ekki aðeins um tón-
listargjörning að ræða, heldur yfirgripsmeiri listrænan gjörning á mörkum sviðs-
lista og myndlistar.46
„Lúftgítarinn“ má því skoða sem einskonar skurðpunkt þeirra hræringa í
bókmenntum, myndlist og tónlist sem einkenndu áratuginn þar á undan.
Tilvísanir
1 Þetta, eins og margt annað úr þessu sögulega yfirliti hef ég úr grein Ólafs Jóhanns Engilberts-
sonar, „Fáein orð um tilurð og starfsemi Medúsu“ í sýningarskránni Líksneiðar og aldinmauk,
gefin út í tilefni af samnefndri sýningu í Gerðubergi, 6. mars – 5. apríl 1993. Umfjöllun þessi
um Medúsu er að auki byggð á viðtölum og samtölum við hann og Sjón, allt frá árinu 1989, auk
greinar minnar „Medúsa“ í Ársriti Torfhildar, félags bókmenntafræðinema við Háskóla Íslands,
1991; 5, bls. 4–10. Ég vil nota tækifærið og þakka Ólafi ennfremur fyrir að hafa af stöku örlæti
gefið mér aðgang að skjalasafni sínu um Medúsu.
2 Benedikt Hjartarson, munnleg heimild, viðtal tekið 23. apríl 2012. Innan myndlistarinnar
höfðu áður komið fram framúrstefnuhópar. Í Íslenskri listasögu er hinn svokallaði Septemhóp-
ur, sem hóf sýningar árið 1947, sagður „mark[a] upphaf framúrstefnunnar í íslenskri myndlist“,
Íslensk Listasaga, III bindi: Frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, Abstraktlist, ritstj.
Ólafur Kvaran, Reykjavík, Forlagið 2011, bls. 53. Höf. efnis Jón Proppé.
3 Sama. Sjá einnig grein Benedikts, „Sjón er sögu ríkari: Um tilraunamyndir Friðriks Þórs Frið-
rikssonar“, í Kúreki norðursins: Kvikmyndaskáldið Friðrik Þór Friðriksson, ritstj. Guðni Elísson,
Reykjavík, Háskólaútgáfan 2005, bls. 62–63.
4 Benedikt Hjartarson, „Af úrkynjun, brautryðjendum, vanskapnaði, vitum og sjáendum: Um
upphaf framúrstefnu á Íslandi“, Ritið 1/2006, bls. 79–121, og einnig „Sjón er sögu ríkari: Um til-
raunamyndir Friðriks Þórs Friðrikssonar“, í Kúreki norðursins: Kvikmyndaskáldið Friðrik Þór
Friðriksson, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík, Háskólaútgáfan 2005, bls. 54–92, „Af þrálátum
dauða og upprisum framúrstefnunnar: Ótímabærar hugleiðingar um hefðarvitund og nýsköp-
un“, í Són, 2010; 8, bls. 173–207 og „„prrr – prrr – prrr – prrr – Reykjavík!“ Þórbergur Þórðarson
og púki fútúrismans“ í Heimur ljóðsins, ritstj. Ástráður Eysteinsson, Dagný Kristjánsdóttur og
Sveinn Yngvi Egilsson, Reykjavík, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands 2005, bls. 50–65.
Sjá einnig viðtal höfundar við Benedikt, tekið 23. apríl 2012.
5 Þetta atriði er reyndar umdeilt, eins og fram kemur í grein Ástráðs Eysteinssonar, „Er Kafka
framúrstefnumaður? Um módernisma og framúrstefnu“, Ritið 1/2006, bls. 23–51.
6 Ég geri hér nokkurn greinarmun á framúrstefnu og módernisma, þó með þeim fyrirvara að líta
svo á að framúrstefna sé hluti módernisma, eins og fram kemur í grein Ástráðs. Það þýðir þó
ekki, að mínu mati, að allur módernismi sé framúrstefna.
7 Benedikt Hjartarson, „Af úrkynjun, brautryðjendum, vanskapnaði, vitum og sjáendum: Um
upphaf framúrstefnu á Íslandi“, Ritið 1/2006, bls. 79–121.
8 Ástráður Eysteinsson, „Er Kafka framúrstefnumaður? Um módernisma og framúrstefnu“,
Ritið 1/2006, bls. 23–51. Fleiri greinar í þessu hefti Ritsins, sem tileinkað er framúrstefnu,
koma inn á þetta atriði. Flestir þeirra sem fjalla um módernisma og framúrstefnu að einhverju
ráði koma inná þetta, sjá til dæmis bók Hal Fosters, The Return of the Real: The Avant-Garde
at the End of the Century, Cambridge, Massachusetts, London, England, The MIT Press 1996