Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 120
120 TMM 2013 · 2
Örn Daníel Jónsson
Heiti potturinn
– vinsælasti samkomustaður landsins
Jarðhitanotkun er afgerandi meiri hérlendis en annars staðar.1 Það er
ekki endilega vegna þess hve orkulindin er aðgengileg hér heldur er
megin ástæðan fólgin í því hvernig jarðvarminn var nýttur til að vinna á
örbirgðinni sem þjóðin mátti búa við allt fram að síðari heimsstyrjöld. Með
tímanum hefur heitavatnsnotkun orðið æ stærri þáttur í velsæld daglegs
lífs. Á landinu eru 95% húsa hituð með jarðvarma, ylrækt er orðin vaxandi,
ábatasöm atvinnugrein og sundlaugar eru orðnar vinsælustu samkomu-
staðir landsins.2
Hér verður fjallað um sundið og þá sérstaklega það samfélag sem sund-
lauga ferðir hafa myndað og orðið ríkur þáttur í daglegu lífi fjölmargra.
Megintilgangur laugaferða er ekki lengur sundsprettur; laugarnar eru
orðnar vettvangur félagslífs. Kannanir hafa leitt í ljós að rétt um helmingur
gesta nefnir pottinn sem megintilefni heimsóknarinnar. Það er sérkennilegt í
ljósi þess að hann á sér aðeins rúmlega fimmtíu ára sögu en fyrstu heitu pott-
arnir voru teknir í notkun í Vesturbæjarlauginni í Reykjavík árið 1961.3
Sundlistin
Sé hægt að kalla nokkra eina líkams íþrótt, íþrótt iþróttanna, þá er það sundlistin.4
Það að kunna að synda er sjálfgefinn hluti daglegs lífs, en það er í raun ekki
svo langt síðan sundkunnátta varð almenn og enn styttra síðan Íslendingar
fóru að synda í heitavatnslaugum. Í gegnum aldirnar voru gerðar tilraunir
til sundkennslu og einhverjir tugir landsmanna kunnu að synda á hverjum
tíma, en það er ekki fyrr en á fyrstu áratugum nítjándu aldar sem sund
er iðkað að einhverju mark Fjölnismenn þýddu og staðfærðu Sund-reglur
Prófessors Nachtegalls árið 1836 til að hvetja landsmenn til sundiðkunar en
þar segir meðal annars: „Víðast hvar um Ísland er hægt að fá sundstæði, og
sums staðar svo góð, að varla eru önnur betri í heiminum …“ Vísað er til þess
að hægt sé að hlaða grjóti fyrir heitar uppsprettur.5 En jafnvel þó að hægt
væri að lauga sig í heitu vatni þá gat það verið varasamt eins og dæmin sanna
allt fram á þennan dag.6
Árið 1884 var stofnað Sundfélag Reykjavíkur að frumkvæði Björns L.