Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 121

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 121
H e i t i p o t t u r i n n TMM 2013 · 2 121 Blöndal.7 Rétt fyrir neðan Þvottalaugarnar í Laugardalnum í Reykjavík var hálfgerður forarpyttur með leirbotni þar sem krökkum var kennt að synda.8 Árið 1908 var þar byggð steypt laug og sund naut mikilla vinsælda, eins og víða um land. Smám saman varð vitundarvakning með aukinni sjósókn og menn gerðu sér æ betur ljóst að sjómenn yrðu að vera syndir og var sundkennsla lögleidd árið 1927.9 Sund var ekki aðeins talin nauðsyn heldur fékk það snemma táknræna merk ingu heilbrigðis og ábyrgðarkenndar. Sundiðkun var leið til að halda þjóðinni frá sollinum, kenna börnum góða siði, þrifnað og endurheimta þar með sjálfsvirðingu; heilbrigða sál í hraustum líkama.10 Ungmenna- félagshreyfingin, sem á fyrstu áratugum síðustu aldar var einn öflugasti félagsskapur landsmanna, gerði sundnám að forgangsverkefni. Sundkennsla hefur síðan haldið mikilvægi sínu allt fram á þennan dag en með öðrum formerkjum þó. Nú er meginatriðið félagsþroski fremur en lífsorka; af- slöppuð samvera fremur en keppni manna á milli. Héraðsskólarnir voru sá vettvangur sem nærtækastur þótti til að efla sundmennt í upphafi 20. aldarinnar. Þessir skólar voru settir niður á völdum stöðum á landinu og þeim var ætlað það hlutverk að veita ungmennum um dreifðar byggðir landsins tækifæri til að menntast og þroskast.11 Vandinn var sá að tilkostnaðurinn við stofnun og starfrækslu skólanna var ærinn. Eitt af þeim úrræðum sem notast var við til að gera verkefnið framkvæmanlegt var að staðsetja skólana á hverasvæðum jafnvel þó að þau væru úr alfaraleið. Jarðhitinn átti ekki aðeins að koma í veg fyrir að nemendur króknuðu úr kulda heldur að gera þeim betur kleift að lifa heilbrigðu lífi. Sundkennsla var þáttur í þeirri viðleitni. Upphitun héraðsskólanna með heitu vatni sýndi með ótvíræðum hætti að jarðhitinn var í senn hagkvæmur og, að því er virtist, nærtækur möguleiki. Reyndin var þó sú að flutningurinn á varmanum frá uppsprettu til ætlaðs notkunarstaðar var í senn tæknilega vandkvæðum bundinn og kostnaðar- samur.12 Skólavörðuholtið, háborg Reykjavíkur Skólavörðuholtinu var ætlað að verða miðbær Reykjavíkur á öðrum áratug síðustu aldar og þegar þær forsendur sem lágu þeirri ákvörðun til grund vallar eru skoðaðar var það ekki fráleit hugmynd. Holtið var miðja Reykjavíkur, landfræðilega séð háborg eða einskonar Akrópólis.13 Sérhvert hús sem þar var reist gegndi lykilhlutverki þess tíma; Austurbæjarskóli, fagskóli, vett- vangur handíðar og verktækni, Landspítali, sölustaður fyrir mjólkurafurðir, fataframleiðsla úr ull, Hnitbjörg, heimili og safn Einars Jónssonar; Sund- höllin átti þar heima sem ein af lykilstofnunum þjóðfélagsins. Upphafleg útfærsla Guðjóns Samúelssonar af sundlaug á holtinu var í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.