Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 122

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 122
Ö r n D a n í e l J ó n s s o n 122 TMM 2013 · 2 burstabæjarstíl í svipuðum dúr og fyrstu héraðsskólarnir sem hann teiknaði. Sundlaugarnar áttu að vera þrjár; köld saltvatnslaug þar sem kenna átti sjó- mönnum sund; önnur var hugsuð sem vettvangur fyrir kappsund og sú þriðja var barnalaug.14 Þegar á leið útfærði Guðjón húsið sem smækkaða útgáfu af sundlauginni við Austurbrú í Kaupmannahöfn en þó með sterkum einkennum þess fúnkisstíls sem hann hafði tileinkað sér. Í nokkur ár gekk hvorki né rak með bygginguna vegna fjárskorts. Sund- höllin var loksins tekin í notkun 24. mars 1937, eða tæpum áratug eftir að hafist var handa við byggingu hennar. Ætlunin var að hita hús Holtsins með vatni rétt eins og tilfellið var með héraðsskólana, en þá ráku menn sig á að heita vatnið er mjög staðbundin auðlind. Það tók meira en áratug að þróa nothæfa tækni til að veita vatninu frá uppsprettu til notkunar.15 Það tókst og þar með hófst eiginleg saga jarðhitavæðingar samfélagsins. Vesturbær Einars Sveinssonar Skólavörðuholtið var vissulega miðbær Reykjavíkur í landfræðilegum skiln- ingi en fram eftir 20. öldinni gat Reykjavík varla talist borg heldur fremur safn misreisulegra kofa á suðvesturhorninu, svo aðeins sé fært í stílinn. Á þriðja áratug síðustu aldar var orðið tímabært að borgin stækkaði með skipulegum hætti. Einar Sveinsson skipulagði fyrsta eiginlega hverfið á Reykjavíkursvæðinu. Hann hafði lært arkitektúr í Leipzig með áherslu á borgarskipulag. Árið 1932, þremur árum eftir að hann kom heim að loknu námi, var hann ráðinn sem húsameistari borgarinnar. Sama ár var honum falið að skipuleggja Melana, svæðið sunnan Hringbrautar. Útfærsla hans var úthugsuð; blönduð stjörnulaga byggð í kringum torg. Blokkir og minni fjöl- býlishús með góðu rými á milli, leikvöllum og göngustígum.16 Fjórum árum eftir að framkvæmdirnar hófust brast á stríðið. Það kom í hlut breska hersins að byggja nothæfan flugvöll og var honum valinn staður í Vatnsmýrinni. Það er til marks um almenna örbirgð að Bretavinnan var talin einstakt happ. Sveitir landsins þoldu einfaldlega ekki mannfjölgunina við þáverandi þróunarstig. Braggar voru byggðir til að hýsa hermennina meðan á framkvæmdunum stóð. Braggarnir, „einsog tunnur sem lágu á hliðinni hálfgrafnar í jörðu“, sem Einar Kárason lýsir svo ágætlega, breyttust í varanleg híbýli víðsvegar um bæinn og fylltust af fólki.17 Þetta var hús- næði sem var hannað til nokkurra mánaða dvalar að hámarki. Hagatorgið sem samkvæmt hugmyndum Einars Sveinssonar átti að vera miðpunktur hverfisins hvarf undir braggabreiðu.18 Bæjaryfirvöld höfðu áhyggjur af því að efnaminna aðkomufólk sem flutti til borgarinnar í von um betra líf væri komið til að vera, jafnvel þó að litla vinnu væri að fá og aðstæður væru ömurlegar.19 Þær áhyggjur voru á rökum reistar. Það er erfitt að ímynda sér hversu ömurlegar aðstæðurnar voru í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.