Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 134

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 134
134 TMM 2013 · 2 Soffía Auður Birgisdóttir Hugarburður skálds Auður Jónsdóttir: Ósjálfrátt. Mál og menning 2012. „Hvernig byrjar maður skáldsögu?“ spyr sögumaður í upphafi fimmta kafla Ósjálfrátt og bendir þar með á einn gildasta þáttinn í frásögn bókarinnar sem eru hugleiðingar um tilurð skáld- skaparins og hlutskipti þess sem velur sér skriftir að lífsstarfi. Ósjálfrátt er einum þræði þroskasaga rithöfundar og lýsir af miklu hugrekki og djúpri ein- lægni sköpunarþránni, skriftarþörfinni og þeirri baráttu við veruleikann sem hver höfundur þarf að heyja í leit sinni að rödd og tjáningarmáta. Ef til vill hefur skáldkonan sem hér er á ferðinni háð blóðugri baráttu en margur vegna ofurþunga arfsins sem hún burðast með í farteskinu; sjálfan nóbels(h)afann og móður sem er þekkt fyrir snilldarpistla og orðkynngi og getur skrifað setningar sem eru „tilgangur allra skrifta“ (110). Í upphafskafla bókarinnar erum við kynnt fyrir stelpu sem er „svo fastráðin í að skrifa skáldsögu einn daginn að hún hreiðrar um sig í höfðum annarra og hrifsar til sín hugsanir þeirra“ (5). Stelp- an heitir Eyja og Auður Jónsdóttir (Auja) dregur enga dul á að hér er á ferðinni hennar „alter ego“ og að frá- sögnin eigi bæði rætur og stofn í hennar eigin lífsreynslu og fjölskyldusögu þó „þarna [búi] lifandi og dauðir og skáld- aðir og raunverulegir saman í einni sæng“.1 Þótt margir hafi vafalaust gaman af því að máta persónur og leik- endur í Ósjálfrátt við þjóðskrána og ættartölu höfundar þá hefur umræðan um skörun skáldskapar og veruleika og siðferðilega ábyrgð rithöfunda ekki orðið eins hatrömm í tengslum við þessa bók og raunin varð í fyrra við útkomu bókar Hallgríms Helgasonar Konan við 1000°. Ástæðan er líklega sú að hér leit- ar höfundur fanga að mestu leyti í eigin ranni en ekki annarra og hefur fengið grænt ljós frá sínum nánustu. Viðtalið sem vitnað er í hér að ofan er tekið áður en Ósjálfrátt kom út og spurningar um ábyrgð rithöfunda og hversu langt þeir geta gengið í því að fiska í veruleikahaf- inu brenna augljóslega á Auði sem bend- ir á að erfitt sé að finna mörkin eða þau landamæri sem ekki má stíga yfir: „Það er hægt að drepa skáldsöguna með því að ákveða hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Skáldskapur er huglægur. Og það er ekkert hægt að setja landamæri á hugar- burðinn.“2 Auður gefur okkur sjálf svar við spurningunni um hvar mörkin liggja: „Það sem ég finn fyrir þegar ég skrifa er að svo framarlega sem ég geri hlutina af einhvers konar ást og ein- lægni – af hreinum hug, ekki af ein- hverri illkvittni – þá get ég réttlætt það fyrir sjálfri mér.“3 Það er vel hægt að fallast á að þannig nálgist Auður Jóns- dóttir sitt fólk, sínar persónur í Ósjálf- rátt. Ef við líkjum skáldsögunni við tón- verk þá er gegnumgangandi stef tónn væntumþykju og einlægni sem alltaf hljómar undir þótt verið sé að lýsa mannlegum breyskleika af ýmsu tagi; mistökum, óviðráðanlegri fíkn, eymd, niðurlægingu, meðvirkni, ofbeldi og svikum. Jafnvel þar sem slegið er fast á D ó m a r u m b æ k u r
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.