Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 134
134 TMM 2013 · 2
Soffía Auður Birgisdóttir
Hugarburður
skálds
Auður Jónsdóttir: Ósjálfrátt. Mál og
menning 2012.
„Hvernig byrjar maður skáldsögu?“ spyr
sögumaður í upphafi fimmta kafla
Ósjálfrátt og bendir þar með á einn
gildasta þáttinn í frásögn bókarinnar
sem eru hugleiðingar um tilurð skáld-
skaparins og hlutskipti þess sem velur
sér skriftir að lífsstarfi. Ósjálfrátt er
einum þræði þroskasaga rithöfundar og
lýsir af miklu hugrekki og djúpri ein-
lægni sköpunarþránni, skriftarþörfinni
og þeirri baráttu við veruleikann sem
hver höfundur þarf að heyja í leit sinni
að rödd og tjáningarmáta. Ef til vill
hefur skáldkonan sem hér er á ferðinni
háð blóðugri baráttu en margur vegna
ofurþunga arfsins sem hún burðast með
í farteskinu; sjálfan nóbels(h)afann og
móður sem er þekkt fyrir snilldarpistla
og orðkynngi og getur skrifað setningar
sem eru „tilgangur allra skrifta“ (110).
Í upphafskafla bókarinnar erum við
kynnt fyrir stelpu sem er „svo fastráðin í
að skrifa skáldsögu einn daginn að hún
hreiðrar um sig í höfðum annarra og
hrifsar til sín hugsanir þeirra“ (5). Stelp-
an heitir Eyja og Auður Jónsdóttir
(Auja) dregur enga dul á að hér er á
ferðinni hennar „alter ego“ og að frá-
sögnin eigi bæði rætur og stofn í hennar
eigin lífsreynslu og fjölskyldusögu þó
„þarna [búi] lifandi og dauðir og skáld-
aðir og raunverulegir saman í einni
sæng“.1 Þótt margir hafi vafalaust
gaman af því að máta persónur og leik-
endur í Ósjálfrátt við þjóðskrána og
ættartölu höfundar þá hefur umræðan
um skörun skáldskapar og veruleika og
siðferðilega ábyrgð rithöfunda ekki
orðið eins hatrömm í tengslum við þessa
bók og raunin varð í fyrra við útkomu
bókar Hallgríms Helgasonar Konan við
1000°. Ástæðan er líklega sú að hér leit-
ar höfundur fanga að mestu leyti í eigin
ranni en ekki annarra og hefur fengið
grænt ljós frá sínum nánustu. Viðtalið
sem vitnað er í hér að ofan er tekið áður
en Ósjálfrátt kom út og spurningar um
ábyrgð rithöfunda og hversu langt þeir
geta gengið í því að fiska í veruleikahaf-
inu brenna augljóslega á Auði sem bend-
ir á að erfitt sé að finna mörkin eða þau
landamæri sem ekki má stíga yfir: „Það
er hægt að drepa skáldsöguna með því
að ákveða hvað sé leyfilegt og hvað ekki.
Skáldskapur er huglægur. Og það er
ekkert hægt að setja landamæri á hugar-
burðinn.“2 Auður gefur okkur sjálf svar
við spurningunni um hvar mörkin
liggja: „Það sem ég finn fyrir þegar ég
skrifa er að svo framarlega sem ég geri
hlutina af einhvers konar ást og ein-
lægni – af hreinum hug, ekki af ein-
hverri illkvittni – þá get ég réttlætt það
fyrir sjálfri mér.“3 Það er vel hægt að
fallast á að þannig nálgist Auður Jóns-
dóttir sitt fólk, sínar persónur í Ósjálf-
rátt. Ef við líkjum skáldsögunni við tón-
verk þá er gegnumgangandi stef tónn
væntumþykju og einlægni sem alltaf
hljómar undir þótt verið sé að lýsa
mannlegum breyskleika af ýmsu tagi;
mistökum, óviðráðanlegri fíkn, eymd,
niðurlægingu, meðvirkni, ofbeldi og
svikum. Jafnvel þar sem slegið er fast á
D ó m a r u m b æ k u r