Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 136
D ó m a r u m b æ k u r 136 TMM 2013 · 2 fer ýmislegt öðruvísi en ætlað var í þeirri Svíþjóðarför. Stórkostleg er lýsingin á því þegar konurnar taka hreingerningaræði í íbúðinni sem Eyja og Garrinn leigja í Reykjavík, því ræsa þarf út skítinn bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, og sýnir Auður þar – eins og reyndar víðar í þessari sögu – hversu gott auga hún hefur fyrir því skoplega í aðstæðunum. Þar fara mamma og Skíðadrottningin fremstar í flokki: „Báðar mjóar og ákveðnar í sínu: fullkomnar konur, reiðubúnar að gera hreint eins og þeim einum er lagið og skiptast á sögum sem Eyja gæfi annað eyrað fyrir að geta sagt“ (48). Eyja sér vankanta sína endurspegl- ast í „fullkomnun“ þeirra þar sem hún situr í draumkenndu ástandi og þrífur ofn með tannbursta meðan þær fara sem hvítur stormsveipur um íbúðina með ajax í annarri hendi og létta vín- blöndu í hinni. Oft er vísað til „Breiðafjarðarillsku“ kvenleggsins í móðurfjölskyldu Eyju sem er ættarfylgja sem hana sjálfa virð- ist skorta: […] ægðarlætin eru fylgifiskur Breiða- fjarðarillskunnar, þessa undarlega heil- kennis sem hefur hrjáð konur í móður- fjölskyldu Eyju langt aftur í aldir og hlýtur að hafa bjargað þeim frá ísbjörn- um og þurftafrekum eiginmönnum fyrir vestan: ýmist á eyjunum í Breiðafirði, búsældarlegum jörðum á Barðaströnd eða harðbýlinu í Djúpinu. Breiðarfjarð- arillskan fær konu til að slá ísbirni og eiginmenn eldsnöggt í hausinn með pönnu, vafningalaust, til að lenda ekki í kjaftinum á þeim. Þessar kerlur treystu aldrei körlunum til að vinda íshrönglana úr þvottinum því þeir þóttu ekki nógu handsterkir. Eins og langamma Eyju sem var alin upp við útgerð á heimili þar sem systrunum lá lífið á þegar það var prúttað um eina olíugallann á heimilinu áður en þær réru til fiskjar. Þær kölluðu sko ekki allt ömmu sína, þeim hefði þótt yndislegt að fá að hreinsa klósettið í fínu sænsku sumarhúsi með baneitruðum ætiefnum í litríkum brúsum meðan sólargeislarnir leika um hvítt postulínið. (195–196) Eyja stenst ekki áhlaup kvennanna sem beita fyrir sig Breiðarfjarðarillskunni í bland við gylliboð og full sektarkenndar fer hún frá Garranum og hefur hina nauðsynlegu „andlegu og líkamlegu endurhæfingu“ sem felst í því meðal annars að „uppræta sjálfsblekkingu“ (208) „finna konuna í sér“ (234) og byggja upp „ungskáld til sjálfsrýni“ (237), svo vísað sé til nokkurra kafla- heita. Svíþjóðardvölin: Atburðir við vatn Þótt Eyja hafi verið lokkuð til Svíþjóðar undir því yfirskini að þar væri næðið sem hún þyrfti til skrifta kemur fljótt í ljós að henni er einmitt líka ætlað að þrífa þar hvít postulínsklósett og passa börn á sumarnámskeiðum sem Skíða- drottningin stendur fyrir. Garrinn sendir Eyju pakka sem reynist innihalda bókina Atburði við vatn eftir hina sænsku Kerstin Ekman og vel mætti kalla Svíþjóðarkafla bókarinnar atburði við vatn. Eyja dvelur hjá frænku sinni í sumarhúsabyggð sem stendur við vatn og skóg – og óttast bæði moskítóflugur og skógarbirni. Í stóra samhengi frá- sagnarinnar virka þessir kaflar sem nokkurs konar ‘comic relief ’ eða innskot sem kitla hláturstaugarnar ærlega. Ástæða þess ekki síst stórkostleg pers- ónulýsingin á Skíðadrottningunni – sem er „ólgandi af lífskrafti“ (37) og Breiðar- fjarðarillsku – og samskiptum hennar við annað fólk, hvort sem um er að ræða sænska nágranna eða Eyju sem stendur alls ekki undir væntingum þessarrar frænku sinnar. Margir og skondnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.