Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 137
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 2 137 atburðir eiga sér stað þetta sumar en það sem stendur upp úr er hvernig Eyja byggir sjálfa sig upp smátt og smátt þar til hún nær síðustu stigum „endurhæf- ingarinnar“; því níunda sem felst í að gangast við sjálfri sér (338) og því tíunda sem felst í því „að orða hugsanir sínar“ (349). Þá fyrst getur hún hringt í Garr- ann og sagt honum að hún snúi ekki aftur til hans. En hún snýr heim til mömmu „sólbrún og fjórum kílóum léttari“ (374) og hálfkaraða skáldsögu í farteskinu. Móðurmorð Auður Jónsdóttir hefur ekki – svo ég viti – gefið það upp að sú staðreynd að Hall- dór Laxness er afi hennar hafi haft hamlandi áhrif á hennar eigin skrif. Þvert á móti hélt hún fyrirlestur á hundrað ára afmæli afa síns undir fyrir- sögninni: „Hvetjandi fremur en letj- andi“ þar sem hún hyllir verk nóbel- skáldsins því í þeim „býr fegurðin – og ofar hverri kröfu ríkir skáldskapurinn einn“.6 Það er þó hægt gera sér í hugar- lund að það sé ekki alveg útlátalaust fyrir ungan höfund að hafa slíkan bók- menntajöfur í eigin fjölskyldu og kannski hefur Auður fengið að heyra, líkt og Eyja, að „hún [sé] enginn nóbels- verðlaunahafi“ (112). Hægt er að leika sér með þá tilgátu að upphafssetning verksins „Viltu ekki fara frá þessum manni?“ vísi á einhverju plani ekki síður til Halldórs Laxness og Auðar Jónsdótt- ur en til Garrans og Eyju; að Auður þurfi að „fara frá þessum manni“ til að finna sína eigin rödd. Það er þó kannski full glannalegur lestur, enda Auður Jónsdóttir löngu búin að finna sína eigin rödd sem höfundur. Engu að síður er leikið með þá hugmynd í Ósjálfrátt að Eyja stígi út úr Sölku Völku og síðan tengir hún sig við kvenlegg fjölskyld- unnar: Mömmu, ömmu og langömmu – skáldskapurinn er frá þeim kominn: Hann er kominn frá hinni „ósjálfráðu“ skrift sem langamma stundaði með vin- konum sínum; hann hefur nærst af stuðningi og hvatningu ömmu og síðast en ekki síst er skáldskapurinn kominn frá mömmu; sprottinn af þránni eftir að skilja vandamál hennar: Ég skrifa því ég hef alltaf staðið nærri fólki sem þjáist af óseðjandi þorsta. Það þambar áfengi eins og hvítvoðungur brjóstamjólk. Og ég þrái að skilja af hverju […] ég er ekki rithöfundar af því að afi minn fékk bókmenntaverðlaun heldur af því að mamma mín er alkóhól- isti. (75) Eyja þakkar móður sinni fyrir skáld- skapinn (líkt og Auður Jónsdóttir gerir í tileinkun fremst í bókinni) í kafla sem hefur yfirskriftina „Takk“. Þakkirnar eru blandnar sektarkennd því ljóst er að móðirin fékk ekki þá hvatningu frá sínum nánustu sem Eyja fær. Það er athyglisvert að til dæmis virðist harðasti stuðningsmaður Eyju – amma – ekki bera skynbragð á hæfileika sinnar eigin dóttur eða hvetja hana til skrifta. Þegar Eyja las Fay Weldon hugsaði hún um Mömmu, þegar hún las Isabel Allende hugsaði hún um Mömmu, þegar hún las Marilyn French hugsaði hún um Mömmu. Mamma las allar þessar konur og miklu fleiri. Síðan brunaði hún niður í kaupfélag til að skrifa hundamat og bleiur á reikninginn sem henni tókst að halda eftir að hún réð sig í hlutastarfið. Amma varð hreykin af henni, að vera loksins búin að fá alvöru vinnu og hætt þessum hringlandahætti. Líka nánustu ættingjar og börnin hennar sjálfrar. Allir hæstánægðir með að Mamma hefði fundið sinn stað í lífinu. (87–88) Og um leið og Eyja þakkar fyrir sig játar hún móðurmorð: „Hún drap mömmu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.