Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 138

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 138
D ó m a r u m b æ k u r 138 TMM 2013 · 2 sína“ (87). Hér leikur Auður sér að því að snúa við hugmynd Harolds Bloom um að bókmenntasagan sé knúin áfram af ödipusarflækjum og nauðsynlegum „föðurmorðum“ þar sem ungir (karl- kyns) höfundar verði að takast á við – og sigra – eldri (karlkyns) meistara á bókmenntasviðinu til að marka sér bás á því hinu sama sviði.7 Þegar dóttirin fer að skrifa dregur mamma sig í hlé: „Eldri konan hætti að skrifa. Yngri konan byrj- aði“ þrátt fyrir að sú eldri sé höfundur „á kalíber til að skrifa hvern sem er undir borðið“ (92) að mati þeirrar yngri. Og á tímabili óttast Eyja að það fari fyrir sér eins og mömmu: „Hvað ef? Ef hún endar eins og Mamma. Kona sem virðist skrifa án nokkurrar áreynslu en setur skriftir í svo háleitt ljós að hún skrifar aldrei staf“ (357). En óttinn er óþarfur því Eyja hefur óskoraðan stuðn- ing móður sinnar sem hvetur hana til að áfram: „Skrifaðu allt sem þú þarf að skrifa“ og „ekki láta neitt stoppa þig lof- aðu mér því. Allra síst mig“ (365). Með þennan stuðning á bak við – og for- mæðranna – eru Eyju allir vegir færir. Suðupottur skáldskaparins Óhætt er að segja að form þessarrar skáldsögu er lausbeislaðra en fyrri skáldsögur Auðar og ljóst að hún hefur gefið sér lausari tauminn í flæði frá- sagnarinnar. Á sama tíma hlýtur það að vekja eftirtekt hversu öruggum höndum er hér haldið um alla hina mismunandi söguþræði, því frásögnin skeiðar á milli ólíkra sögusviða og ferðast fram og aftur í tíma. Tíð kaflaskipti með lýsandi fyrirsögnum halda lesandanum við efnið þó að í raun sé aldrei erfitt að fylgja þræði og flakkað sé stöðugt fram og aftur um tíma og rúm. Frásögnin hnitar sig um fjóra staði: Vestfirði, Gljúfrastein, Reykjavík og Svíþjóð og þau tímasvið bókarinnar sem við dvelj- um aðallega á eru einnig fjögur: Tími snjóflóðanna fyrir vestan og sambúðar Eyju við Garrann (um miðjan níunda áratuginn); Sumarið í Svíþjóð (seint á níunda áratugnum), bernska Eyju (átt- undi áratugurinn) og samtíminn þar sem Eyja er býr með „framtíðareigin- manninum“ og ungum syni þeirra. Þessi mismunandi sögusvið og -tímar fléttast saman í frásögn sem best er að lýsa sem ólgandi suðupotti skáldskapar. Hvert sviðanna hefur að geyma sína eigin sögu sem jafnframt fléttast, að því er virðist áreynslulaust, við sögur hinna sviðanna. Þá úir og grúir líka af smærri einingum, sögum sem skotið er inn í stærri sög- urnar, eins og mismunandi krydd í pottinn. Þetta eru sögur af ýmsu tagi, húrrandi fyndnar eins og frásögnin af heimsókn Eyju og systur hennar á súludansstað og dapurlegar eins og sagan af unglingsfrænkunni sem kemur til dvalar á æskuheimili Eyju meðan móðir hennar heyr sitt dauðastríð. Ekki er hægt að gera öllum þráðum sögunnar skil hér en freistandi er að grípa til orðsins „óður“: Á einu plani er sagan óður til móður, ömmu og for- mæðra, á öðru plani er hún óður til skáldskaparins, á hinu þriðja er hún óður til litla þorpsins vestur á fjörðum og þeirra sem þjáðust vegna snjóflóð- anna. Lýsingin á lífinu þar fyrir flóð er stórkostleg, þar sem innfæddir og far- andverkamenn og innflytjendur búa saman og mannlífið verður litríkt og áhugavert (sjá 50–52). Þá eru lýsingarnar á snjóflóðinu, þjáningunni og sorginni sem fylgdi í kjölfarið ekki síður áhrifa- ríkar; ekki síst lýsingin á því hvernig snjóflóðin reka fleyg á milli vinkvenn- anna, Eyju og stúlkunnar með sjófugls- augun, því önnur var að vestan og missti en hin að sunnan og gat ekki skilið þjáninguna til fulls þótt hún væri öll af vilja gerð til samlíðunar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.