Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 141

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 2 141 an atburðinn í bernsku sinni, en sam- ræðurnar ganga mjög nærri honum. Hann fær hann einnig til að grafa aftur upp gamla jójóið, tákn hinnar bældu minningar, sem hann hafði geymt árum saman vafið inn í bómull í kassa inni í skáp. Orðaskipti þeirra nafnanna eru oft hnyttin og nánast leikhúsleg og Mart- inetti er þar stundum í hálfgerðu hirð- fíflshlutverki og segir óþægilegan sann- leika íklæddan skopi. Hann sýnir Mon- tag fram á tilgangsleysi morðs og sjálfs- vígs og beinir honum inn á nýja braut. Sú braut er krókótt, liggur um óþekktar slóðir, bæði ofan- og neðanjarðar, meðal annars um japanska blómaskoðun, hanami, á fund sálgreinanda í djúpum jarðar sem kynnir honum einkennilega meðferð við snertihömlun og loks til hinnar sólríku eyju Porto Santo. Í þessu ferli rýfur Montag það mynstur vanans sem líf hans hafði lotið og endurfæðist með vissum hætti. Hér kynnist lesand- inn Berlín sem borg hins óvænta, feg- urðar og margbreytileika, furðuborg. Hún er jafnvel ekki borg, heldur „land í landinu, eða eyja“ (78), leikmynd sem „er hvergi til í heiminum nema hér“ (195) og hún býr yfir nýjum möguleik- um, „viðbótum“ við lífið sem eru „auð- sveipar og munúðarfullar“, ólíkt „lífinu sjálfu“ sem er svo „flókið og harðsnúið“ (206). Á meðan Montag dvelur á eynni Porto Santo með Petru konu sinni opn- ast hugur hans fyrir andránni, fyrir sól, hafi, strönd og fegurð, og textinn verður ljóðrænni. Jafnframt eru lögð drög að sátt Montags við móður sína sem hafði brugðist honum þegar neyðin var stærst og hann hafði aldrei fyrirgefið. Sú sátt felur í sér viðurkenningu á takmörkun og breyskleika manneskjunnar. Smám saman hefur Montag hætt að vera „hálf- ur maður“. Þótt ekki sé hann heill hefur hann fundið leið „[m]illi þess að „kom- ast yfir“ og „lifa við““ (30). Til verður hugmynd um nýjan mann: Nýr. Maður. Ekki það að ég væri ein- hver nýr maður, og sjálfsagt var svoleiðis maður ekki til, en hugmyndin um nýjan mann var í uppsiglingu, og það var góð hugmynd. (162) Sagan leiðir vel í ljós þá miklu afneitun og bælingu sem tengist kynferðisafbrot- um. Fórnarlömbum er ekki trúað þegar þau segja frá reynslu sinni og þau grafa hana í sálardjúpum sínum. Þetta fálæti fólks er hér ekki rakið til heimsku held- ur fremur til skorts á ímyndunarafli því að brotin eru svo fjarstæðukennd að fólk getur ekki gert sér þau í hugarlund. Drengurinn Montag bregst við þöggun umhverfisins með því að búa sér til nýja foreldra í eigin hugarheimi, Mömmu- somm og Luftpabba á himnum, sem hann getur trúað fyrir sínum hjartans málum og sem hann er sannfærður um að muni taka á móti honum ef hann lætur verða af því að svipta sig lífi. Lýs- ingarnar á einstæðingsskap og sálar- kvölum drengsins eru einstaklega nær- færnar og áhrifamiklar. Honum er líkt við Lírukassamanninn í lok Vetrarferð- ar Schuberts „sem enginn vill heyra og enginn sjá“ (101), einsemd barnsins er meiri en þess sem er að deyja. Þeir gerendur kynferðisofbeldisins sem koma við sögu, faðir Martinettis og faðir Lísu, eru hversdagsleikinn upp- málaður, vel metnir menn í augum sam- borgaranna og framferði þeirra gagn- vart fórnarlömbum sínum í raun óút- skýrt. Þótt þeir hafi ekki til að bera þá afskræmdu útlitsdrætti sem einkenna ýmis fræg illmenni bókmenntasögunn- ar á borð við Ríkarð III Shakespeares eða Hyde Stevensons eru viðlíkingarnar engu að síður úr dýraríkinu. Skepnulegt innræti föður Lísu er gefið til kynna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.