Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Page 28

Skessuhorn - 16.12.2015, Page 28
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201528 Næstkomandi laugardag geta áhugasamir komið við í Grunda- skóla á Akranesi og fengið heilun í boði félagsins Hugarsýnar, sem er áhugamannafélag um andleg mál- efni á Akranesi. „Það var svo fljót- lega eftir stofnun félagsins sem þessi hugmynd kom upp, að félags- menn myndu gefa fólki kost á því að fá heilun fyrir jólin. Einhverra hluta vegna varð svo ekkert úr því fyrr en núna,“ segir Gísli Gíslason formað- ur Hugarsýnar. Hann sjálfur er einn af þeim sem mun gefa heilun á laug- ardag, ásamt nuddaranum Margreti Elvu Sigurðardóttur og fleiri félags- mönnum. „Ástæðan fyrir þessu opna húsi er sú að félagsmönnum langar að gefa af sér, að gefa fólki tækifæri til að sækja sér heilun og hjálp, styrk, ljós og næringu fyrir sálina í skammdeginu,“ segja Gísli og Margret. Félagið Hugarsýn var stofnað fyrir rúmum þremur árum og heldur félagsfundi fyrsta þriðju- dag hvers mánaðar. „Oftast nær eru þetta fræðslufundir um andleg mál en stundum erum við bara að hitt- ast og spjalla. Svo fáum við oftar en ekki einhverja góða gesti í heim- sókn, sem veita ýmsa fræðslu eða miðla til okkar,“ segir Gísli. Heilun er fyrir alla Aðspurð um hvort heilun sé eitt- hvað fyrir alla, segja þau að svo sé. Þau segja heilun vera margbrot- ið fyrirbæri sem erfitt sé að út- skýra. Hún sé þó mjög hjálpleg, til að mynda við fyrirliggjandi mein, bæði huglæg, líkamleg og sálræn. „Ég get eingöngu útskýrt heilun frá mínum bæjardyrum á þann veg að ég er nokkurs konar millistykki þegar heilun á sér stað. Í gegnum mig vinna ljósverur að handan sem færa fólki ljós og hjálp. En ég get ekki talað fyrir aðra og lýst hvernig þetta gengur fyrir sig hjá öðrum,“ segir Gísli. Margret segist hafa sótt ýmiskonar námskeið til að fá svar við því hvað heilun er, en segist hafa komist að því að það sé engin ein leið. „Heilun eru samskipti og þar sem við deilum sammannlegum til- finningum, þá erum við öll heilarar. En enginn hefur nákvæmlega sömu reynslu þó við getum öll sýnt öðr- um samkennd, skilning og gagn- kvæma virðingu,“ segir hún. Hún bætir því við að heilun geti þann- ig verið nánd, hlýja og jákvætt við- mót, svo eitthvað sé nefnt. „Snert- ing, sem og að halda í hendi og gefa faðmlag getur einnig verið heilun fyrir viðkomandi einstakling. Heil- un er samspil fyrirliggjandi orku og efna, samvinna og hringrás flæðis. Við megum ekki gleyma því að lík- aminn er lifandi, sjálfstæð vera sem hefur tilfinningar, þarfir og minni. Stundum er sagt að líkamshlutir innra með okkur séu hreyfanlegir, svo fremi sem það vanti ekki bein og brjósk. Og þannig getur orkuvinna af einhverju tagi hjálpað líkaman- um að lagfæra það sem hreyfst hef- ur úr stað. Slit í beinum og brjóski er hægt að næra með hóflegri hreyf- ingu,“ útskýrir Margret. Á opnu húsi Hugarsýnar verða félagsmenn ekki einungis að bjóða upp á heilun. Einnig verður boð- ið upp á orkupunktajöfnun, fræðslu um kundalini jóga og hugleiðslu- kynningu. Þá mun Margret jafnvel bjóða upp á herða- og höfuðnudd. „En kannski spinnum við eftir að- stæðum og sjáum hvað setur á stað og stund. Við höfum það bara nota- legt saman og gaman af. Jólin eru kærleikstími og gott að slaka á í jóla- ösinni. Þetta er bara opið hús, allir eru velkomnir, hvort sem þeir vilja heilun, orkupunktajöfnun, fræðslu eða bara spjall við félagsmenn. Við hvetjum alla sem geta til að koma,“ segja þau að endingu. Opna húsið verður sem fyrr segir í Grundaskóla á milli 14 og 16. Gengið er inn ung- lingadeildarmegin. grþ Bjóða fría heilun fyrir jólin Gísli og Margret Elva eru meðal þeirra sem ætla að gefa heilun á laugardaginn. Silicor Materials undirbýr nú byggingu vistvæns sólarkísilvers á Grundartanga sem mun veita 450 manns atvinnu. Áætlað er að framkvæmdir hefjist á árinu 2016 og starfsemi hefjist 2018. Hátíðarkveðjur Fögnum nýju ári með hækkandi sól Q u iv e r S -0 0 2 .1 2 -2 0 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.