Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 75

Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 75
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 75 því. Það má velta því fyrir sér hvort árangur í ýmsum jafnréttismál- um hefði náðst fyrr ef Kvennalist- inn hefði farið í ríkisstjórn,“ seg- ir hún. „Allir sem koma að stjórn- armyndun verða að gera einhverj- ar málamiðlanir. Það er nú einu sinni þannig að það þarf völd til að breyta - það tekur allavega lengri tíma ef maður hefur þau ekki,“ bætir Jóna Valgerður við. „Hinir hafa ekki hug- mynd um þau heldur“ Eftir að hafa setið á þingi í fjög- ur ár skipaði Jóna Valgerður aftur efsta sæti listans í Vestfjarðakjör- dæmi fyrir kosningarnar árið 1995 en náði ekki endurkjöri. „Mér var í raun og veru alveg sama. Þetta voru skemmtileg fjögur ár sem ég sat á þingi,“ segir hún og bætir því við að henni hafi þótt ánægjulegt að starfa í nefndum. „Ég var í fjárlaga- nefnd og samgöngunefnd, átti sæti í Vestnorræna ráðinu og samstarfs- nefnd ríkis og kirkju. Þegar var ver- ið að ræða skiptingu í nefndir inn- an flokksins vildi enginn í Kvenna- listanum vera í samgöngunefnd eða fjárlaganefnd. „Ég skal fara í þetta,“ sagði ég og skildi ekki af hverju enginn vildi taka þetta að sér. Ég hef alltaf haft gaman af þessum málum,“ segir Jóna Valgerður. Á þeim tíma var Kristín Ástgeirs- dóttir fulltrúi Kvennalistans í land- búnaðarnefnd en Jóna Valgerður varamaður í nefndinni. Einhverju sinni forfallaðist Kristín og Jóna Valgerður þurfti að hlaupa í skarð- ið og taka sæti hennar á fundi sem átti að fara fram samdægurs. „Ég vildi vera vel lesin og vel undirbú- in fyrir fundi en þarna kom ég inn sem varamaður með mjög stuttum fyrirvara. Þá var Egill Jónsson for- maður landbúnaðarnefndar og réði í rauninni öllu í nefndinni. Ég rakst á hann þennan sama dag, sagði honum frá forföllum Kristínar og að hann yrði að setja mig inn í mál- in því ég hefði ekki haft tíma til að kynna mér þau. „Þetta er allt í lagi góða mín, hinir hafa ekki hugmynd um þau heldur,“ svaraði hann mér,“ segir Jóna Valgerður og hlær við. Telur jafnréttismálin í góðum höndum Kvennalistinn var alla tíð í stjórn- arandstöðu en þegar litið er til baka telur Jóna Valgerður að allar til- lögur hennar hafi á endanum ver- ið samþykktar í þinginu, mismikið breyttar eftir því hver flutti þær og hvenær. Til dæmis flutti hún á sín- um tíma tillögu um sérstak átak í málefnum barna og unglinga sem Jóhanna Sigurðardóttir tók upp síðar og kom í gegnum þingið. Jóna Valgerður segist fylgjast að- eins með pólitíkinni í dag en ekk- ert að ráði. „Ég kveiki stundum á útsendingum frá Alþingi og slekk bara ef ég nenni ekki að hlusta á 410 4000Landsbankinn landsbankinn.is Gleðilega hátíð Framhald á næstu síðu þá sem eru að tala. En ég þoli ekki þessa eilífu umræðu um fundar- stjórn forseta og dagskrá þingsins,“ segir hún ómyrk í máli. Aðspurð um stöðu jafnréttis- mála á Íslandi í dag telur hún að þau standi ágætlega. „Við erum í fyrsta sæti með margt sem snýr að jafnrétti. Við höfum náð það mikl- um framförum og stöndum fram- arlega, því staðan er skelfileg mjög víða í heiminum. „Launajafnrétti milli kynja hefur hins vegar ekki náðst enn. Það er mjög áríðandi að sá munur verði leiðréttur og í raun óskiljanlegt að það skuli ekki vera búið að því,“ segir hún. „En ég hef tilfinningu fyrir því að hægt verði að gera það í náinni framtíð. Ég held að jafnréttismálin séu í góðum höndum hjá þinni kynslóð. Fólk á þínum aldri er miklu meðvitaðra um jafnrétti almennt en eldri kyn- slóðir,“ segir hún með brosi á vör og lítur á blaðamann, sem er 25 ára gamall svo því sé haldið til haga. Skilnaður að borði og sæng Eins og áður sagði náði Jóna Val- gerður ekki inn á þing fyrir Kvenna- listann í kosningunum 1995 og þá tók við nýr kafli í hennar lífi. „Eft- ir að ég hætti á þingi var maður- inn minn líka í millibilsástandi í vinnu. Guðmundur var svo ráðinn sveitarstjóri í Reykhólasveit ´96. Sjálf kenndi ég á Ísafirði veturinn 95-96,“ segir Jóna Valgerður. Hún hikar andartak og brosir. „Ég lendi alltaf í einhverju,“ segir hún og lít- ur á blaðamann. „Ég hafði látið til leiðast að vera með á sameinuðum lista Alþýðubandalagsins, óháðra og Kvennalistans í bæjarstjórn þegar kosið var eftir sameiningu Ísafjarðar og Vestur-Ísafjarðarsýslu í eitt sveitarfélag. Því var nú haldið fram að ég myndi ekki endast lengi þar sem maðurinn minn hefði ver- ið ráðinn sveitarstjóri í Reykhóla- sveit. Ég hélt öðru fram, ég væri sjálfstæð kona og það skipti engu máli að maðurinn minn væri á leið í burtu. En svo flutti ég að sjálf- sögðu með honum skömmu síðar,“ segir hún og hlær við. Hún var hins vegar áfram í bæjarstjórn þar til 1. desember 1996 og sótti alla fundi samviskusamlega. Á þeim tíma sem Jóna Valgerð- ur var í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og Guðmundur sveitarstjóri Reyk- hólahrepps kom hins vegar upp óvenjuleg staða innan veggja heim- ilisins. „Ég varð sem bæjarfulltrúi að hafa mitt lögheimili í Ísafjarð- arbæ en Guðmundur vildi hafa sitt í Reykhólahreppi sem sveitarstjóri. Nú, en samkvæmt lögum verða hjón að hafa sama lögheimilið. Við skildum því að borði og sæng og vorum skilin í níu mánuði,“ seg- ir hún og hlær. „En við vorum svo skráð aftur í löglegt hjónaband 1. desember ´96,“ bætir hún við með brosi á vör. Erfið veikindi og rekstur Guðmundur tók við sem sveitar- stjóri Reykhólahrepps í ársbyrj- un 1996 eftir að fyrirrennari hans, Bjarni P. Magnússon, sagði starfi sínu lausu nokkrum mánuðum áður. Fjármál sveitarfélagsins voru þá í miklum ólestri. Þegar Bjarni lét af störfum skuldaði Reykhóla- hreppur 217 milljónir. Bjarni var síðar í Hæstarétti dæmdur til að sæta átta mánaða fangelsi fyrir um- boðssvik, fjárdrátt og skattsvik. Jóna Valgerður skömmu eftir að hún tók sæti á þingi fyrir Kvennalistann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.