Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 66

Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 66
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201566 Hann er fiskimaður af lífi og sál. Vill ekki gera neitt annað. Þrátt fyrir að hafa lent í sjávarháska oftar en einu sinni dregur hafið hann ávallt til sín aftur. „Ég held ég hafi verið 12 eða 13 ára þegar ég var byrjaður að snigl- ast í kringum pabba sem er skipstjóri og útgerðarmaður. Ég var að hjálpa til við landanir, fá að fara með á sjó- inn og þess háttar. Pabbi er búinn að vera sjómaður allt sitt líf og byrjaði að gera út 1993. Sjálfur fæddist ég 1981 þannig að þá má sjá að ég hafi byrj- að að skottast í kringum þetta þeg- ar hann hóf sína útgerð. Svo fór ég á sjóinn 15 ára gamall. Það var á sumr- in. Síðan þegar ég varð 17 ára tók ég við sem skipstjóri á bátnum hans sem hét Sæbliki. Hann var gerður út á línuveiðar,“ segir Arnar Laxdal Jó- hannsson. Var yngsti skipstjóri flotans Pabbinn sem Arnar vísar í er Jóhann Rúnar Kristinsson, þekkt aflakló til áratuga frá Rifi á Snæfellsnesi. Sjálf- ur er Arnar fjölskyldumaður í dag. Hann býr í Reykjavík ásamt Bryndísi Ástu Ágústsdóttur eiginkonu sinni og tveimur börnum, þeim Jóhanni 10 ára og Evítu 5 ára. Arnar hefur starfað sem skipstjóri á línubátum frá Snæfellsnesi allt frá 17 ára aldri. „Það var nú eiginlega þann- ig að yfirvöldin gerðu mistök á sínum tíma með því að veita mér skipstjórn- arréttindin. Reglurnar eru þannig að það má ekki veita fólki undir 18 ára aldurs réttindi til að stýra báti. En ég fékk mín réttindi 17 ára gamall. Það var þá þetta pungapróf svokall- aða sem gefur réttindi til að stýra bát- um upp að 11 metra lengd. Síðan var ég ráðinn í vinnu til að stýra Sæblika SH. Svo varð einhver málarekstur út af þessu þegar þeir hjá sýslumannin- um komust að því að þau hefðu gert mistök. Það átti að taka réttindin af mér en þá kom í ljós að það er ekki hægt að gera það ef búið er á ann- að borð að veita þau. Þannig varð ég sennilega einn af yngstu skipstjórum sem verið hafa í flotanum.“ Hann hefur verið á línutrillum nánast allar götur síðan. „Ég prófaði reyndar aðeins 18 – 19 ára gamall að fara á stóru bátana bæði á net og línu en fór svo aftur á trillurnar. Ég fór voða lítið í skóla eftir grunnskólann, reyndi það aðeins en hélst ekkert við það. Sjórinn togaði alltaf í mig. Nám- ið komst aldrei að, ég var alltaf með hugann við það að fara út og róa. En stundum sér maður eftir því að hafa ekki farið meira í skóla.“ Rær fyrir vestan en býr fyrir sunnan Í spjallinu við Arnar kemur fram að hann sé nú reyndar byrjaður að afla sér frekari menntunar í skipsstjórn. Hann stefnir á að taka annað stig- ið í skipstjórnarréttindum. „Það sem menn hafa kallað fiskimanninn. Mað- ur tekur þetta svona í rólegheitum og utanskóla. Þetta er þó aðeins erfiðara en ég átti von á því ég hef svo tak- markaðan tíma. Þegar ég er í landi þá vil ég helst vera með fjölskyldunni, konunni og börnunum og gera eitt- hvað með þeim. Þá freistar ekki allt- af að leggjast yfir skólabækur. Það er þá helst að maður fari í það á kvöldin þegar allir eru farnir að sofa. En mað- ur lætur sig hafa það.“ Arnar býr með fjölskyldu sinni í Úlfarsárdal í Reykjavík. Þau fluttu suður fyrir tveimur árum þegar Bryn- dís fór að sækja sér menntum. „Ég keyri bara á milli þegar eru landlegur. Í huganum lít ég bara svo á að þetta séu aukalega tveir tímar í landstími eða útstími á bátnum að aka heim eða að heiman héðan úr Reykjavík. Þeg- ar maður hugsar það þannig þá er þetta ekki svo mikið mál. Ég fer allt- af suður ef við erum stopp í meira en einn dag. Annars geri ég það ekki nema ég eigi eitthvað brýnt erindi syðra. Ég hef gott athvarf heima hjá pabba og mömmu í Rifi,“ útskýrir Arnar. „Bryndís hefur verið að læra bókhald og annað tengt fyrirtækj- astjórnun. Núna um áramótin byrjar hún að vinna við bókhaldið í útgerð- inni hjá foreldrum mínum. Við erum bæði smám saman að fara meira inn í reksturinn þar. Síðan gæti alveg far- ið svo að við flyttum aftur vestur. Við getum það ef við viljum, erum bæði uppalin þar. Bryndís er úr Ólafsvík.“ Nýtekinn við Særifinu „Haustið 2008 hætti ég hjá pabba og leyfði Fridda litla bróður mínum að komast aðeins að,“ segir Arnar kank- vís á svip. Þarna á hann við Friðþjóf Orra Jóhannsson bróður sinn sem einnig er skipstjóri. Þeir bræður eru báðir skipstjórar í dag. „Þarna vor- um við komnir með línubátinn Sæ- rif SH. Ég fór sem skipstjóri yfir á Tryggva Eðvarðs SH sem gerður er út af Nesver ehf. Ég var með Tryggv- ann sleitulaust þar til núna 1. nóvem- ber. Þá sneri ég aftur í heimahagana og tók við Særifinu á nýjan leik. Frið- þjófur bróðir hafði verið með það all- an tímann ásamt pabba en hann er nú að fara að taka við skipstjórn á línu- skipinu Faxaborg SH sem KG fisk- verkun í Rifi er að fá afhent nú þessa dagana. Það skip hét áður Sólborg RE og hefur verið í miklum breyting- um og endurbótum suður í Njarðvík- um.“ Arnari hefur gengið vel með Tryggva Eðvarðs og fiskað frábær- lega. En það er mikil vinna og fjar- vistir að heiman að vera með svona bát. Það er róið stíft þegar gefur. Arn- ar þvertekur þó fyrir að vera orðinn leiður á sjónum. „Nei, alls ekki. Það er fullur áhugi enn og ég hef mjög gaman af þessari vinnu. Hins vegar myndi ég vilja stækka aðeins við mig, þannig að við værum á stærri báti. Við erum reyndar að gera það núna og ég skal segja þér frá honum á eft- ir. Á slíkum báti fer betur um áhöfn- ina og allt öryggi eykst við vinnuna. Þessar línutrillur í dag eru farnar að veiða svo mikið og sóknin er stíf. Þetta getur verið lýjandi þar sem róið er í skorpum þegar gefur en svo koma góð frí á milli. Það koma svona tarnir þar sem við róum í 4 - 8 daga en svo fáum við kannski 3 -5 daga frí. Þá er það þannig að við komum að landi á milli 17 og 19 á kvöldin og förum svo alltaf úr höfn í róðrana um og upp úr miðnætti. Síðan getum við sofið eft- ir að búið er að leggja línuna. Svona vinnulag venst í sjálfu sér.“ Með hugann við hafið Það sem af er þessu ári hefur Arnar bæði róið á línu yfir vetrarmánuðina og síðan stundaði hann makrílveiðar og strandveiðar í sumar. „Það er ef- laust rétt að við sem erum á þessum bátum slökum alltof lítið á. Það er bara þegar ég læt mig hverfa úr landi með fjölskyldunni í nokkar vikur á ári hverju að ég næ mér almennilega nið- ur. Ég reyni að gera það tvisvar á ári. Þá slokknar bara á hausnum gagn- vart vinnunni. Annars er maður alltaf með hugann við þetta. Ég var einmitt að tala um það við strákana um borð. Flestir fara yfirleitt í jólaboð á ann- an í jólum. Hins vegar er það þann- ig að þegar maður er að borða jóla- matinn þá nær maður ekki að slaka á því hugurinn er við það hvort far- ið skuli út á sjó strax á miðnætti. Þeg- ar maður hugsar út í það þá er það kannski svona stress sem er ókostur- inn við þetta starf. Keyrslan er alltaf svo mikil. Kannski ætti maður að fara að breyta hugsunarhættinum núna þegar við fáum stærri og betri bát þannig að við keyrum betur á þetta meðan við tökum tarnir en förum svo í betri og rúmri frí inn á milli þar sem við náum að slaka á. Þetta yrði þá líka fjölskylduvænna.“ Væri ekki hægt að hafa fleiri menn í áhöfnum þessara báta og láta þá skiptast á að róa? „Jú, jú. Sumir gera það reyndar en það er bara alltaf þetta kapp og viljinn til að þéna peninga. Kannski má bara kalla það græðgi. Menn tíma ekki að fara í land eða taka sér frí af ótta við að þeir séu að missa af svo miklum tekjum. En svo er þetta kannski líka kappinu í manni sjálfum að kenna. Það er keppnin um að veiða sem mest. Fréttavefurinn aflafrett- ir.is sem Gísli Reynisson heldur úti er alveg að drepa okkur. Hann tek- ur saman tölur um aflabrögð hjá bát- unum og birtir. Það hleypir kappi í kinnar meðal okkar sem erum á línu- trillunum, ekki síst milli okkar bátanna heima í Snæfellsbæ. Ef það kemur í ljós að tiltekinn bátur er fjór- um tonnum yfir þínum bát þá þarft þú einhvern veginn að reyna að tækla það þannig að þú komist framúr hon- um og það eru kannski fimm dagar eftir af mánuðinum. Þetta er spenn- andi en nú ætla ég að fara að kúpla mig út úr þessu. Maður má ekki láta kappið fella sig.“ Leki að ofhlöðnum bát Þessi síðustu orð Arnars leiða spjall- ið að svaðilförum á sjó. Viðmælandi okkar viðurkennir fúslega að hann hafi oftar en einu sinni komist í hann krappann. „Við höfum lent í ýmsu. Í fyrra gerðist það að við vorum á leið í land með mikinn afla. Tryggvi Eð- varðs lá djúpt þannig að hann var farinn að taka sjó inn um lensport- in. Við höfðum verið að veiðum úti á Fláka þar sem kominn var kaldi. Það var gott fiskirí og þegar við vorum búnir að draga línuna voru kominn einhver 15 – 16 tonna afli um borð. Þetta var bara of mikið, það á ekki að setja meira en 12 tonn af afla um borð í bát eins og Tryggva Eðvarðs. En við freistuðumst til að klára að draga og það fiskaðist bara svona vel þarna í restina. Svo héldum við heim í Rif. Við börðumst heim á móti sunnanáttinni með þunghlaðinn bát í ágjöf og veltingi. Þá var það að ein- hver blaðka sem er fyrir loftröri nið- ur í vélarrúm hafði losnað svo sjór náði að komast þangað niður. Dæl- unar í vélarrúminu sem fara sjálf- virkt í gang til að lensa, höfðu ekki undan þannig að það safnaðist sjór niðri í vél. Við urðum þó varir við þetta mjög fljótt og það varð ekk- ert tjón. Við stöðvuðum siglinguna og þá hætti að sullast þarna niður og dælurnar náðu að pumpa sjónum út. Okkur tókst að troða í rörið svo það lokaðist og fengum síðan annan bát til að fylgja okkur til lands. En auðvi- tað var ekkert vit í þessu. Við oflest- uðum hreinlega bátinn í þessu góða fiskiríi. Hann hefði hæglega get- að sokkið. Við hefðum aldrei átt að taka meiri afla um borð en 12 tonn verandi að veiðum á svona svæði þar sem allra veðra var von.“ Hætt komnir við Straumnesið Arnar nefnir annað atvik og segir að það sé í eina skiptið sem hann hafi raunverulega orðið hræddur um líf sitt á sjó. „Í nóvember 2012 rérum við á mið grunnt norður af Hornbjargi. Við vorum á leið til löndunar í Bolungar- vík og vorum að fara að sigla fyrir Straumnes. Spáin hafði verið slæm en illviðrið átti samkvæmt henni þó ekki að koma fyrr en síðdegis þegar við yrðum búnir með róðurinn. Síð- an kom í ljós að þetta veður kom fyrr en ætlað var. Það gerði alveg brjálaða norðaustan átt og voru komnir ein- hverjir 20 – 25 metrar þegar við vor- um að fara fyrir Straumnesið,“ segir Arnar. „Þá hélt ég að komið væri mitt síðasta. Við vorum á lensi þannig að vindurinn og öldurnar voru í bakið á okkur og lentum innan um brotsjói og rosalegar öldur. Ég horfði aftur með bátnum og sá að alveg svakaleg alda var að byrja að brotna yfir okkur. Hún var eins og fjall. Ég hef aldrei séð svona öldu hvorki fyrr né síð- ar og sagði bara við strákana að þeir skyldu halda sér og alls ekki kíkja aft- ur. Svo gaf ég allt í botn á fulla ferð til að reyna að ná okkur undan brotinu áður en það yrði of seint. Það hafðist en eftir þetta hef ég alltaf verið mjög varkár þegar veðurspár eru ljótar. Ef okkur hefði ekki tekist að sigla undan þessum ölduskafli þá hefði hann bara brotnað yfir okkur, bátnum senni- lega hvolft og við farið niður. Þetta atvik er það sem situr mest í manni,“ segir Arnar alvarlegur í bragði. Arnar Laxdal Jóhannsson skipstjóri í Rifi: „Maður má ekki láta kappið fella sig“ Í faðmi fjölskyldunnar. Arnar Laxdal Jóhannsson með Bryndísi Ástu Ágústsdóttur og börnum þeirra þeim Jóhanni Ágúst tíu ára og Evítu Eik fimm ára. Strandveiðibáturinn Gísli Mó SH sem Arnar átti og gerði út þar til í sumar. Skipstjórinn á Tryggva Eðvarðs ísar aflann að loknum róðri. Kröfur um gæði fisksins eru alltaf að aukast. Tryggvi Eðvarðs SH, línubáturinn sem Arnar var með í sjö ár frá haustinu 2008. Hann fiskaði afar vel á bátinn en komst í hann krappan á honum oftar en einu sinni. Þessi mynd var tekin í október síðastliðnum þegar Arnar lagðist að bryggju með áhöfn sinni á Arnarstapa eftir vel heppnaðan róður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.