Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Page 65

Skessuhorn - 16.12.2015, Page 65
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 65 þessa stelpu úr Reykjavík því hann var búinn að barna hana!“ Þessi kenning gekk þó ekki alveg upp því til að svo mætti vera hefði ég þurft að ganga með barnið í þrjú ár,“ seg- ir hún og hlær dátt. „Fleiri sem hafa flutt úr Reykjavík út á land hafa svipaðar sögur að segja, en svona án gríns þá var manni nú heilt yfir óskaplega vel tekið. Aðfluttar stúlk- ur sem hingað hafa komið eru fyrir löngu orðnar góðir og gegnir Borg- firðingar.“ Þrír áratugir við leikskólastörf Steina segir að hún hafi alltaf unn- ið úti með heimilinu og búinu. „Fyrst á símanum eins og ég nefndi áðan, en svo á leikskólanum þeg- ar hann var stofnaður hér í daln- um. Fyrst var hann í Reykholti og svo á Kleppjárnsreykjum en síðan hér á Grímsstöðum þar sem hann er enn og heitir Hnoðraból. Fyrst var ég í þrifum og afleysingum. Svo vatt þetta upp á sig. Ég fór að vinna sem fóstra þó ég væri ekki lærð sem slík. Það fékkst enginn með mennt- un. En alls var ég í 30 ár við leik- skólann og hætti ekki fyrr en 1. maí á þessu ári og fór þá á eftirlaun. Þar af gegndi ég stöðu leikskólastjóra í ein fimm ár í kringum 2000,“ seg- ir Steina og bætir við brosandi að undir lokin hafi hún verið farin að passa börnin barnanna sem hún hafði gætt á leikskólanum fyrstu árin sem hún starfaði þar. Svona er lífið. Leikskólinn Hnoðraból hefur yfirleitt verið fullsetinn 25 börnum en þó ekki öll í fullri vistun. Steina segir að í dag sé staðan þannig að það vanti fleiri pláss. Það gleðilega hefur gerst að mörg ung börn hafa bæst við íbúatöluna í Hálsasveit, Reykholtsdalnum og Bæjarsveit en þaðan eru börnin í dag. Hnoðraból er í einu íbúðarhúsanna á Gríms- stöðum, aðeins steinsnar frá hús- inu þar sem Steina og Guðmund- ur búa í dag. Hún sér til leikskólans úr húsi sínu. „Ég fæ oft heimsókn. Þau koma í gönguferðir og syngja fyrir mig,“ segir Steina og vísar þar til krílanna á Hnoðrabóli. Tók drjúgan þátt í félagslífi Þau Guðmundur stunda enn bú- skap á Grímsstöðum. „Við erum með sauðfé og hross, aðallega mer- ar í blóðtöku þar sem blóðið er selt í lyfjaframleiðslu. Þær voru um 40 nú í sumar. Svo höldum við tæplega 400 vetrarfóðraðar kindur. En kýrnar eru löngu farnar og ég sakna þeirra ekki. Það var svo bindandi að vera með kýr þó mér fyndist allt í lagi að fara í fjós kvölds og morgna. Við erum svona nokkur veginn sest í helgan stein en höfum nóg að sýsla við búskapinn og fleira. Það hefur alltaf verið gott að búa hér í Reykholtsdal. Mikið félags- líf og ágætt mannlíf,“ segir Steina. Þegar hún víkur að því síðastnefnda er ekki úr vegi að rifja upp leikfer- il Steinu. Bæði hún og Guðmund- ur maðir hennar voru um margra ára skeið mjög virk í starfi Ungmenna- félags Reykdæla. Þar var leiklist- in mjög í hávegum höfð og árlega settar upp goðsagnakenndar sýning- ar í félagsheimilinu Logalandi. „Ég var svolítið mikið í því,“ viðurkenn- ir Steina. „Þetta var á hverjum ein- asta vetri þó ég væri ekki alltaf með. Fyrsta leikritið sem var sett upp hér og ég tók þátt í var „Skugga Sveinn“ eftir Matthías Jochumsson. Það var 1966. Síðan voru leiksýningar á hverju ári þar til nú síðustu árin að þetta hefur dalað. Fólki hefur fækkað í sveitunum og svo er orðið svo mik- ið framboð af afþreyingu. Það er svo mikið annað um að vera.“ Öflugt leikstarf á vegum ungmennafélagsins Steina segir að aldrei hafi verið stofnuð nein sérstök leikdeild inn- an ungmennafélagsins heldur tóku allir þátt. „Stundum voru þetta 20 – 30 manns sem komu að hverju leikriti og þau eru mörg eftir- minnileg. Persónulega fannst mér minnistætt hlutverk Dala Völu í „Þið munið hann Jörund“ eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árna- syni. Hún er mér svolítið kær þó það eina sem ég segði í leikrit- inu væri að syngja eina vísu. Það voru mörg leikrit sett upp eftir þá bræður. Síðan flutti Flosi Ólafsson hingað og var leikstjóri í verkum sem við settum upp. Það var alltaf mikið fjör. Hann var ákveðinn og ég held hann hafi fengið það út úr hverjum leikara sem hann ætlaði sér. Svo setti Jónas Árnason upp leikrit með okkur hér þegar hann starfaði sem kennari í Reykholti. Hann lék til dæmis sjálfan Skugga Svein þegar ég var með í fyrsta sinni 1966. Svo var hann leikstjóri þegar „Piltur og stúlka“ var sett upp. Þeir voru að leikstýra hann og Andrés Jónsson í Deildartungu. Seinna settum við upp „Maður og kona.“ Við sýndum líka „Gullna hliðið“ eftir Davíð Stefánsson. Það var mikið lagt í sýningarnar, bæði búninga og sviðsmyndir. Þetta var líka flott og fólk streymdi víða að til að sjá leikritin. En þetta virðist liðin tíð í dag.“ Frumsýningar í Logalandi voru yfirleitt í febrúar og mars. Svo var sýnt fram yfir páska. Steina segir að að best sótta leikritið hafi ver- ið „Þið munið hann Jörund.“ Það var sýnt 14 eða 15 sinnum. „Þá var komið fram í maí þegar við urðum hreinlega að hætta vegna þess að sauðburður var að hefjast hjá fólki. Seinna var það leikrit svo sett upp aftur.“ Steina segir að hún hafi yfirleitt leikið í öllum þessum sýningum. „Ég leikstýrði svo stundum á seinni árum. Þá bjuggum við kannski til kaffihúsakvöld og settum upp ein- þáttunga. Stundum vorum við líka bara með kvöldskemmtanir fyr- ir krakkana og svoleiðis. Þar var sungið og gert annað skemmtilegt og krakkarnir teknir með í það.“ Áramót í faðmi afkomendanna Þau Guðmundur og Steina sitja sátt á Grímsstöðum og eiga orð- ið skara af afkomendum. „Hópur- inn er hátt í þrjátíu manns. Börn, barnabörn, barnabarnabörn og síðan það sem ég kalla „bónus- börn.“ Svona líður tíminn. Aðspurð segir Steina að hún bú- ist við að þau Guðmundur haldi jólin í húsinu sínu. „Á gamlárs- kvöld ætla krakkarnir okkar að koma hingað. Stundum höf- um við farið suður. Það hafa allir krakkarnir og við þá komið saman heima hjá elstu dóttur okkar sem býr í Reykjavík. En nú verður árið kvatt hér á Grímsstöðum,“ segir Steinunn Garðarsdóttir. mþh Frá annarri leiksýningu sem Steinunn tók þátt í. Hér er það Magnús Magnússon sem síðar varð ritstjóri Skessuhorns í hlutverki læknis sem hlustar Steinunni. Auk þeirra eru á myndinni Örn Harðarson, Þórir Jónsson og Steinunn Geirsdóttir. Börn þeirra Steinunnar og Guðmundar á Grímsstöðum á jólum fyrir nokkrum árum. Í aldursröð frá vinstri: Kristbjörg, Gréta, Hannes Kristinn og Jóhanna Sjöfn. Landbúnaðarháskóli Íslands óskar nemendum, starfsfólki og Vestlendingum öllum gleðilegra jóla og færsældar á nýju ári
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.