Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Page 70

Skessuhorn - 16.12.2015, Page 70
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201570 Kveðjur úr héraði Hér á árum áður fengu hrekkjótt- ir og fingralangir útigangsmenn nafnið jólasveinar. Fólkið í torf- bæjunum gerði það að gamni sínu að skreyta sögur um þessi þjófóttu grey og segja í baðstofunni á kvöld- in. Að auki var búin til saga um ógeðfelt grýluskar og lúðalegan og latan karl hennar svo jólasveinarnir væru hvorki móður- né föðurlaus- ir. Rúsínan í pylsuendanum var svo viðurstyggilegt kattardýr sem allt átti að geta gleypt og með þessum skrautsögum voru börnin hrædd í háttinn. Það kann að sæta furðu að þess- ir ógæfumenn breyttust skyndilega í gjafmilda og góða karla sem vita ekkert skemmtilegra en að gleðja börn. Vissulega er alltaf möguleiki á því að ógæfumenn fari í meðferð en fyrr má nú rota en dauðrota! Að samtals 13 karlar hafi lifað af eina mestu vosbúð fyrri tíma, fleiri ár en langelstu menn muna samanlagt og hið íslenska hrun, það fæ ég ekki með nokkru móti skilið. Ég þekki nokkra nútíma foreldra sem eru mér sammála að svona ofurmenni geti varla orðið til í hópum, mögu- lega einn til tveir en ekki þrettán. Ég veit hins vegar um nokkra nútíma jólasveina sem eru hér um bil alveg mannlegir. Þeir eru vissu- lega hrekkjótir en fara næstum því aldrei yfir strikið í þeim efnum. Hrekkirnir þeirra kosta ekki mikið en kitla stundum hláturtaugarnar, hjá næstum því öllum. Það er einna helst hin hrekklausi brotaþoli sem hlær ekki alveg strax. Einn af þessum nútíma jólasvein- um gerði það að leik sínum að fara út snemma morguns og moka snjó- inn af allri innkeyrslunni sinni og innkeyrslu nágrannans yfir ökutæki sem var lagt fyrir aðra innkeyrsl- una. Þegar kærasti dóttur jóla- sveinsins kom út var mjög greið- fær leið út á götu en hann fann hins vegar hvergi bílinn sinn. Annar af þessum nútíma jóla- sveinum bakaði hnetusmjörssmá- kökur fyrir sameiginlegt jólahlað- borð í vinnunni. Hann setti reynd- ar svarta ólífu í miðjuna á öllum kökunum í staðinn fyrir súkkulaði- dropa. Þegar kom að því að gæða sér á kræsingunum komu nokkr- ar skemmtilegar grettur á suma vinnufélagana af og til. Sá þriðji bað mágkonu sína að skrifa fyrir sig jólakort. Í kort- inu stóð einhver romsa um hversu gaman hefði verið að rekast óvænt á viðtakanda í útlöndum á árinu sem leið, þakkir fyrir liðnar stundir og sitthvað fleira sem stendur oft í jólakortum. Undir voru svo skrifuð tvö nöfn sem téður jólasveinn vissi vel að voru fjarri öllum þeim nöfn- um sem foreldrar jólasveinsins ættu að kannst við að þekkja. Svo að rit- höndin þekktist ekki bað jóli mág- konu sína að skrifa fyrir sig nöfn og heimilisfang foreldra sinna, sem búsettir eru á Akranesi, á umslagið. Að því búnu póstlagði sveinki kort- ið í Reykjavík. Á jólunum skemmti okkar sveinn sér í hljóði þegar for- eldrar hans voru grandalausir að reyna að muna hvaða fólk þetta væri sem þau höfðu hitt í utanlans- ferðinni á árinu sem leið. Þrátt fyrir stríðnigenið eiga nú- tíma jólasveinar, a.m.k. þeir sem ég þekki, risastórt og kærleiks- ríkt hjarta. Þessir jólasveinar sem ég umgengst að jafnaði gleðja mig því alveg jafn mikið, með skemmti- legri sýn sinni á tilveruna, eins og hinnir stökkbreyttu og kaupaglöðu „eilífðar“ jólasveinar gleðja íslensk barnshjörtu með ókristilega stórum gjöfum í skóinn. Megi húmor og kærleikur fylgja ykkur inn í hátíðirnar. Brynhildur Stefánsdóttir Ytra Hólmi í Hvalfjarðarsveit. Jólasveinakveðja úr héraði Hald manna er að meinstríðnir jólasveinar hafi að þessu sinni, að áeggjan Grýlu, komið siglandi til byggða og lagt bátum sínum innarlega í Hvalfirði. Ljósm. mm. Ég er mikið jólabarn, elska jólin og allt sem þeim tengist. Núna í byrj- un aðventu sit ég og horfi til baka um leið og ég rita þennan pistil, rifja upp fjölbreytileika þeirra jóla sem ég hef upplifðað. Má þar nefna jól sem barn í sveit. Við fengum í skóinn eins og flest börn, ný náttföt biðu í skón- um á aðfangadagsmorgun og einu sinni fékk ég kartöflu. Man enn hvað ég var sár því ég átti hana ekki skil- ið að mínu mati! Líklega er það sýn allra barna sem fá kartöflu en slíkt er hreinlega nauðsynlegt a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni. Á aðfangadag var svo matur borðaður eftir mjaltir, svið voru ætíð á boðstólnum og dug- ar mér sú reynsla af þeim mat fyr- ir lífstíð. Ég hef líka upplifað öðruvísi jól erlendis, það var óneitanlega spes lífsreynsla því mér fannst alla jóla- stemningu vanta. Búðir og veitinga- staðir voru opnir til klukkan 18, há- tíðarmaturinn var á flestum heim- ilum nýbakað brauð og áleggs- bakki og síðan var jóladagur eins og sunnudagur í Reykjavík. Heimþráin var mikil þá hjá litla jólabarninu. Í reynslubankanum eru einnig minningar um jól stuttu eftir fyrir- burafæðingu, fátæk jól og jól í kjöl- far fráfalls nákomins ættingja. Slík reynsla kennir manni að jólin koma þrátt fyrir allt og það er okkar sjálfra að gera þau sem best og gleðilegust. Í dag held ég jól með eiginmanni og tveimur börnum. Við veljum að kenna börnunum ýmsar hefðir, eins og skrifa jólakort, því þau eru pers- ónuleg kveðja sem segir viðtakand- anum að til hans var hugsað. Fleira höfum við kennt þeim, t.d. smökk- um við eina og eina dós af jólaöli á aðventunni, bökum og borðum jólasmákökur, steikjum laufabrauð og púkumst með jólagjafir, felum þær hugsanlega og útbúum jafnvel ratleik! Á Þorláksmessu er skylda að hlusta á jólakveðjurnar í útvarpinu meðan hangikjötið mallar og jóla- tréð er skreytt. Þannig fáum við jólatilfinninguna, spennan magn- ast og tilhlökkunin. Þegar líða tek- ur á kvöldið förum við í göngutúr í búðirnar, hittum fólk og njótum þess að horfa á skreytingar og um- hverfið. Einnig eru keypt útikerti fyrir aðfangadagskvöld en þau eru fyrir þá sem horfið hafa frá okkur og er saknað. Möndlugrauturinn í hádeginu á aðfangadag er á sínum stað eftir jólabaðið í íþróttamið- stöðinni, samvera fjölskyldunnar er mikil og njótum við hennar. En stöldrum aðeins við, hvaða merkingu hafa jólin og undirbún- ingur þeirra? Í mínum huga er aðventan og jóla- undirbúningurinn tíminn til að njóta samveru fjölskyldu og vina. Tæki- færin eru mörg, t.d. þegar kveikt er á jólatrénu hér í Borgarnesi, hitt- ast í laufabrauðs- eða konfektgerð eða bara borða saman góðan mat og jólasmákökur í eftirrétt. Þessi tími á ekki að vera tími lífsgæðakapphlaups eða þrifaáráttu, höldum við virki- lega betri jól ef húsið ilmar af hrein- læti og heimilisfólkið er dauðþreytt? Nei, það er upplagt að þrífa að vori en ekki í myrkrinu í desember. Sú hefð sem mér er kærust er að fjölskyldan fari saman í messu á að- fangadagskvöld. Ég tók meðvit- aða ákvörðun þegar börnin voru lítil að kenna þeim að njóta frið- arins og stemningarinnar, það er nefnilega ákveðin stemning þetta kvöld. Kirkjugestir eru prúðbún- ir og afslappaðir, einhver tilhlökk- un og spenna leynist í loftinu. Bros er á hverjum manni, það er undar- legt blik í augum ungra sem aldinna. Fólk lítur hvert á annað, orð eru óþörf því við erum öll í sama liði, jólaliðinu. Ræða prestsins er auka- atriði, tónlistin er yndisleg og þeg- ar kemur að því að sungið er „Heims um ból“ verður tilfinningin næstum ólýsanleg. Hjartað fyllist af gleði og þakklæti fyrir að fá að upplifa þessa stund í faðmi fjölskyldunnar, fjarri fátækt og stríðsátökum, minnug þess að það er okkar að skapa jólaandann. Með þessa tilfinningu í brjósti höld- um við heim á leið, aðfangadags- kvöld er rétt að byrja hjá litlu fjöl- skyldunni á Böðvarsgötu. Guðný J Guðmarsdóttir, Borgarnesi. Jólaundirbúningurinn er tími samveru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.