Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 52
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201552
FIMA í húsnæðishraki
Fimleikafélag Akraness hefur um margra ára skeið átt iðk-
endur í fremstu röð í barna- og unglingaflokkum. Fim-
leikakappar FIMA náðu frábærum árangri á Íslandsmótinu
í stökkfimi sem haldið var á Akureyri í haust. Félagsmenn
sóttu gull á vormótið í hópfimleikum á Egilstöðum sl.
vor, gerðu vel á haustmóti í hópfimleikum á Akranesi fyr-
ir skemmstu og félagið hefur átt fulltrúa á landsliðsæfing-
um, svo fátt eitt sé talið. FIMA hefur hins vegar lengi glímt
við viðvarandi aðstöðuleysi. Æfingar voru lengst af haldn-
ar í íþróttahúsinu við Vesturgötu en var það að mörgu leyti
óhentugt. Þar er engin gryfja auk þess sem drjúgur tími fór
í að stilla upp og ganga frá fyrir og eftir hverja einustu æf-
ingu. Í sumar fékk FIMA tímabundið húsaskjól að Dalbraut
6, þar sem bifreiðastöð ÞÞÞ var áður til húsa og til stendur
að byggja upp félagsstarf eldri borgara. Við það batnaði að-
staða töluvert og sérstaklega hafa eldri iðkendur notið góðs
af. Samningurinn um afnot af Dalbraut 6 gildir hins vegar
aðeins til áramóta og þegar þetta er ritað er óvíst hvort hann
verður framlengdur og þá hve lengi.
SamVest samstarfið endurnýjað
SamVest samstarfshópurinn í frjálsum íþróttum telur ung-
mennafélög af öllu Vesturlandi og inn á Vestfirði. Hafa æf-
ingar farið fram í samstarfi við FH og vel hefur verið látið af
samstarfinu. Hlaut það Hvatningarverðlaun UMFÍ fyrir nú
í haust var samstarfið endurnýjað á dögunum. SamVest hef-
ur orðið mikil lyftistöng fyrir frjálsíþróttaiðkun á svæðinu og
gert efnilegum frjálsíþróttamönnum kleift að æfa við bestu
aðstæður undir handleiðslu reyndra þjálfara. Hafa íþrótta-
mennirnir tekið stöðugum framförum og gert það gott á
mótum víða. Meðal ananrs hefur verið keppt undir merkjum
SamVest á bikarmóti FRÍ í frjálsum og síðastliðið sumar fór
hópur til Svíþjóðar og tók þátt í Gautaborgarleikunum.
UMFG leikur í úrvalsdeildinni
í blaki
Mikil uppsveifla hefur verið í blakinu í Grundarfirði upp á
síðkastið og tryggði UMFG sér sæti í Mizuno-deild kvenna
fyrir yfirstandandi keppnistímabil. Nýliðarnir hafa þó ekki
gert miklar rósir það sem af er keppnistímabili og aðeins unn-
ið einn leik af fyrstu sjö, en svo sem ekki við því að búast að
nýliðar í efstu deild taki Íslandsmótið með trompi.
Gott gengi Vestlendinga í
akstursíþróttum á árinu
Borgnesingurinn Aðalsteinn Símonarson varði ásamt félaga
sínum Baldri Haraldssyni Íslandsmeistaratitilinn í rallýi. Í
jeppaflokki hömpuðu Þorkell Símonarson, Keli Vert, og Anna
María Sighvatsdóttir Íslandsmeistaratitlinum. Þá varð Bjarki
Reynisson á Kjarlaksvöllum í Saurbæ í Dölum Íslandsmeistari
í torfæru í flokki sérútbúinna götubíla.
Snæfell varði Íslandsmeistara-
titilinn
Snæfell varð á vormánuðum Íslandsmeistari í körfuknattleik
kvenna, annað árið í röð. Liðið mætti Keflavík í
úrslitaviðureigninni og sópaði titlinum til sín með þremur
sigrum gegn engum. Fyrstu tvo leiki viðureignarinnar vann
Snæfell með aðeins einu stigi en níu stiga sigur í lokaleiknum
í Stykkishólmi tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn í
körfuknattleik 2015. Snæfell komst í fjögurra liða úrslit
bikarkeppninnar en féll úr leik gegn Keflvíkingum. Liðið gekk
í gegnum nokkrar mannabreytingar áður en yfirstandandi
keppnistímabil hófst en hefur engu að síður byrjað af krafti í
vetur. Snæfell hefur sigrað átta af fyrstu tíu leikjum sínum og
situr í öðru sæti deildarinnar.
Sundmenn gerðu það
gott á árinu
Sundgarpar úr sundfélagi Akraness stóðu sig með prýði á
árinu 2015 eins og svo oft áður. Skagamenn hrepptu fjölda
verðlauna í hinum ýmsum vegalengdum í flokkum karla og
kvenna. Bar hæst á árinu árangur Ágústs Júlíussonar, sem vann
til silfurverðlauna á Smáþjóðaleikunum með boðsundsveit Ís-
lands í 4x100m fjórsundi karla. Hann varð einnig margfaldur
Íslandsmeistari, bæði í 25m og 50m laug og var valinn Sund-
maður Akraness. Sundmenn úr SA gerðu það einnig feykilega
gott í keppnum yngri flokka á árinu, tóku þátt í fjölmörgum
mótum og sneru oftar en ekki heim hlaðnir verðlaunum. Þá
ber að geta þess að Skagakonan Inga Elín Cryer, sem nú synd-
ir fyrir Ægi, varð einnig margfaldur Íslandsmeistari á árinu og
náði lágmarki fyrir Evrópumótið í 25m laug sem haldið var í
Ísrael í lok nóvembermánaðar. Þar hún stórbætti Íslandsmet
sitt í 200m flugsundi en það dugði því miður ekki til að kom-
ast á verðlaunapall. kgk
Það helsta úr íþróttalífi ársins 2015