Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 99

Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 99
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 99 inda. „Hún var inni með okkur Fjólu systur og las fyrir okkur bókina Kött- urinn með höttinn. Það var ógleym- anlegt barni sem hafði aldrei upplif- að annað en að mamma færi í fjós á aðfangadagskvöldi eins og öll önnur kvöld. Eftirminnilegasta jólagjöfin er aftur á móti þegar ég fékk tóm- an kassa. Innihaldið hafði flækst með í annan pakka. Það var ekki gaman að fá tóman pakka,“ rifjar Haraldur upp. Eiga ánægjulegan tíma í fjósinu Haraldur segist enn halda í nokkr- ar jólahefðir frá því hann ólst upp. „Eins og að krakkarnir mega opna einn pakka áður en við foreldrarn- ir förum í kvöldmjaltirnar. En hefð- ir okkar eru blanda af aðstæðum núna og síðan hefðum frá heimili eiginkonunnar.“ Hann segir börnin passa vel upp á að haldið sé í hefðir og venjur. „Þannig eigum við feðg- ar, ég og Eyþór, alltaf ánægjuleg- an tíma saman í fjósinu þegar Rík- isútvarpið útvarpar messu úr Dóm- kirkjunni. Fyrst fór Eyþór með í fjósið mjög ungur, þá til að róa að- eins niður eftirvæntinguna og all- ar götur síðan. Hann er núna öfl- ugur fjósamaður sem munar um,“ segir Haraldur. Hann segir þetta nokkurn veginn það sama og gert var við hann í sinni bernsku, þegar hann var tekinn með í gegningar til að stytta biðina og seinna til að flýta fyrir. „Í fyrra hlustuðum við feðgar á sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest flytja hugvekju á aðventukvöldi í Innra-Hólmskirkju. Ræðuefni hans var meðal annars hvenær jólin koma til okkar. Eyþór segir að jólin komi til okkar þegar við feðgar stöndum við mjaltir á aðfangadagskvöld.“ Sigríður Hjálmarsdóttir: Dýrmætar heimsóknir á aðfangadags- kvöld Sigríður Hjálmarsdóttir menn- ingar- og markaðsfulltrúi Grund- arfjarðarbæjar er prestsdóttir og alin upp á Sauðárkróki. „Þeg- ar bernskujólin eru rifjuð upp þá koma gjarnan sömu myndirnar og minningarnar upp í huga mér. Þar skipar fjölskyldan og kirkjan mik- ilvægan sess,“ segir hún í samtali við Skessuhorn. Hún rifjar upp að oft hafi verið spenna og óþreyja í systkinunum þegar komið var heim úr messu á aðfangadagskvöld og að allir hafi hjálpast að við að leggja á borð fyrir jólamáltíðina. Eftir mat- inn og gjafirnar fór fjölskyldan svo saman í heimsókn á sjúkrahúsið og Dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki. „Það eru ekki allir svo láns- samir að geta verið með sínum nán- ustu yfir jólin og þess vegna voru þessar heimsóknir dýrmætar þeim sem lágu á sjúkrahúsi eða voru orðnir lúnir sökum aldurs. Það birti yfir fólkinu þegar við komum og gamla fólkið dró fram súkkulaði handa okkur systkinunum og spjall- aði við okkur. Þessar minningar eru einstaklega hlýjar og ánægjulegar. Einhver jólin spurði pabbi okkur systkinin hvort við vildum heldur taka það rólega heima en við tók- um það ekki í mál. Þetta var orðinn stór hluti af okkar jólahaldi og okk- ur öllum mikilvægur,“ segir hún. Bara einn skór á mann Ein fyrsta jólaminning Sigríðar er frá því hún var fimm ára gömul og nýlega flutt á Sauðárkrók. „Ég hafði verið úti að leika við krakk- ana í hverfinu og þau sögðu mér frá því að í þrettán nætur fyrir jól þá kæmu jólasveinarnir og gæfu manni í skóinn. Allt sem maður þyrfti að gera væri að setja skóinn út í glugga og fara snemma að sofa.“ Sigríður lét aldeilis ekki segja sér það tvisvar og dreif sig beinustu leið heim og safnaði saman öllum skóm í húsinu. „Ég hef sennilega verið um það bil hálfnuð með að raða skónum í gluggana í húsinu þegar mamma kom og spurði mig hvað ég væri eig- inlega að gera. Ég náttúrlega upp- lýsti hana um það að jólasveinninn myndi koma í nótt og gefa í skóinn. Mér fannst það algjörlega liggja í augum uppi að því fleiri skór sem væru í gluggunum þegar jólasvein- arnir ættu leið hjá, því fleiri gjaf- ir fengi maður. Mamma þurfti að beita öllum sínum sannfæringar- krafti til að koma mér í skilning um að hugmyndin væri sú að það væri bara einn skór á mann.“ Sturla Böðvarsson: Eftirminnileg biðin eftir jólaboðinu í Mávahlíð Biðin eftir heimsókn til ömmu og afa í sveitinni á jóladag stendur upp úr í minningunni hjá Sturlu Böðvars- syni bæjarstjóra í Stykkishólmi þeg- ar hann rifjar upp sín bernsku jól. „Ég er fæddur og uppalinn á Borg í Ólafsvík en móðurafi og -amma bjuggu í Mávahlíð í hinum forna Minning um bernskujólin Sigríður Hjálmarsdóttir fór með fjöl- skyldunni í heimsókn á sjúkrahúsið og dvalarheimilið á aðfangadagskvöld. Sturla Böðvarsson tíndi lyng á Þorláksmessu sem sett var á jólatrésfótinn. SK ES SU H O R N 2 01 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.