Skessuhorn - 16.12.2015, Page 86
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201586
Hann er bóndasonur frá Sauðafelli
í Dölum en hefur síðustu 15 árin
búið á Akranesi þar sem hann unir
hag sínum vel ásamt Svenju Neele
Verena Auhage. Hún er frá Þýska-
landi. Saman búa þau á Skaganum
ásamt tveimur hundum og ketti.
Síðan eiga þau eina 16 hesta og
halda marga þeirra á húsum í hest-
húsahverfinu í Æðarodda við Akra-
nes. Undanfarin tvö ár hefur Ágúst
Sigurjón Harðarson, sem einatt er
kallaður Gústi, starfað sjálfstætt
sem fararstjóri á Íslandi og getið
sér gott orð sem slíkur. Nú nýver-
ið hlaut hann viðurkenningu sem
úrvals fararstjóri hjá stórum ferða-
heildsala í Bretlandi sem sendir
reglulega hópa til Íslands.
Dalamaður með reynslu
Nú þegar ekkert lát virðist á fjölg-
un ferðamanna til Íslands þá hafa
sjálfsagt ýmsir velt þeim möguleika
fyrir sér að fara í ferðaþjónustu og
jafnvel gerast fararstjórar eða leið-
sögumenn. Blaðamanni Skessu-
horns lék forvitni á að heyra hvaða
bakgrunn Ágúst hefði haft áður en
hann hellti sér í þessa atvinnugrein.
„Ég ólst upp heima á Sauðafelli,
gekk í heimavistarskóla á Laugum
í Sælingsdal og síðan í Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi. Það-
an lá leið mín í Garðyrkjuskól-
ann í Hveragerði þar sem ég gerð-
ist skrúðgarðyrkjufræðingur. Árið
1997 kom ég svo aftur á Akranes
til að vinna hér í einn mánuð við
kennslu í Brekkubæjarskóla, en ég
bý hér enn. Eftir þetta kenndi ég
næstu fjóra vetur til skiptis þar og
í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit,
ásamt því að vinna við garðyrkju,
ýmist hjá Akraneskaupsstað eða
sjálfstætt. Síðan hóf ég nám í um-
hverfisskipulagi við Landbúnað-
arháskólann á Hvanneyri.“
Ágúst segir að hann og Svenja
eiginkona hans hafi farið saman í
námið á Hvanneyri. „Við höfðum
kynnst vestur í Dölum þar sem hún
starfaði við tamningar. Á námstím-
anum á Hvanneyri bjuggum við á
Akranesi en keyrðum á milli. Síðan
hélt Svenja áfram, lauk vistfræði-
námi í Englandi og starfar sem
fuglafræðingur á Náttúrufræði-
stofnun í dag. Ég vann hins veg-
ar hjá Vegagerðinni í Borgarnesi.
Var mikið í mælingum en svo kom
hrunið. Þá varð minni ástæða til
að mæla því það voru takmarkað-
ir peningar til framkvæmda. Þá var
ég látinn vinna á skrifstofu en ég er
ekki andlega gerður fyrir slíkt.“
Í fararstjórn f
yrir tilviljun
Hann hætti hjá Vegagerðinni;
„og fór aðeins að kroppa í garð-
yrkjuna,“ eins og hann orðar það.
„Síðan skoðaði ég nám í kennslu-
fræði en leist ekki á það. Þá rakst ég
allt í einu á auglýsingu um leiðsög-
unám hjá Endurmenntunarstofnun
Háskóla Íslands. Þá rann upp fyrir
mér að þarna væri komið eitthvað
sem mér hefði auðvitað átt að vera
búið að detta í hug fyrir löngu síð-
an. Ég skellti mér í þetta nám, en
er ekki enn búinn. Því kalla ég mig
ekki leiðsögumann heldur farar-
stjóra.“
Síðan fóru hlutirnir að gerast,
nánast af sjálfu sér. „Lífið er allt
fullt af litlum tilviljunum. Ég var í
hestaferð undir Melabökkum með
frænda mínum Jörundi Jökulssyni
frá Vatni. Þá fór hann að nefna
við mig hvort við Svenja hefðum
ekki áhuga á að koma með ríðandi
í ferð þvert yfir Ísland frá Langa-
nesi út á Reykjanes. Skemmst frá að
segja var það samþykkt snarhendis.
Ferðin var farin í tilefni af afmæli
hjá vinkonu Jörundar. Hún heitir
Steinunn Guðbjörnsdóttir og starf-
aði þá hjá ferðaþjónustufyrirtækinu
Íshestum sem skipuleggur hesta-
ferðir um landið. Við hittumst öll
til að undirbúa ferðina og þar kom
upp úr dúrnum að ég væri í þessu
leiðsögunámi. Í febrúar 2014 fékk
ég svo tölvupóst frá Steinunni þar
sem hún bauð mér vinnu við farar-
stjórn. Fyrsta sumarið 2014 var ég
aðallega í hestaferðum, en fór einn-
ig eina eða tvær rútferðir auk þess
að við fórum þessa þriggja vikna af-
mælisferð yfir landið.“
Fer um landið með
erlenda ferðamenn
Með þessu varð ekki aftur snúið.
Ágúst fór að starfa sem fararstjóri
í ferðaþjónustunni samhliða því
að sinna leiðsögunáminu. „Síðan í
ágúst í fyrra hef ég eingöngu unnið
fyrir breska ferðaheildsölufyrirtæk-
ið Explore. Ég tek þá á móti hópum
sem koma hingað til lands á þeirra
vegum. Það er búið að vera nóg að
gera. Þetta er mjög skemmtileg og
fjölbreytt vinna. Sem dæmi get ég
nefnt að á morgun, laugardag, sæki
ég hóp út á Keflavíkurflugvöll. Ég
byrja á að fara með fólkið í Bláa
lónið og svo á hótel í Reykjavík. Á
sunnudag er svo lagt í hann hring-
inn. Ég byrja að bjóða þeim til mín
upp á Akranes, fer í vitann og lík-
lega í hesthúsið okkar í Æðarodda.
Það er þá svona til að kynna fyrir
þeim Ísland, hvernig fólk lifir hér
og líka til að við kynnumst aðeins
hvort öðru. Þetta er tíu daga ferð,
sex nætur á hringveginum og svo
tvær nætur í Reykjavík í lokin. Þetta
eru litlir hópar sem ég fer með. Há-
marksfjöldinn er 18 manns en yfir-
leitt eru þetta svona 12 – 15 í hverri
ferð. Þetta er því smátt í sniðum og
persónulegt.“
Ágúst nefnir líka Norðurljósa-
ferðirnar sem annað dæmi. Þær eru
yfirleitt styttri. „Þá sæki ég fólk út
á flugvöll og að Gullfossi og hót-
elinu þar í tvær nætur. Svo er farið
aftur í bæinn þar sem við verðum á
hóteli við Elliðavatn. Explore fyr-
irtækið selur ferðir víða um heim
og leggur þetta alltaf upp þannig ef
hægt er, að heimafólk í hverju landi
sjái um fararstjórn. Fyrirtækið er í
Lundúnum og ferðirnar byrja þar.
Rúmlega helmingur ferðafólksins
er yfirleitt frá Suður-Englandi, en
svo er fólk frá Skotlandi, Írlandi og
víðar af Englandi. Síðan sjáum við
einnig Ameríkana, Kanadamenn,
Ástrali og Nýsjálendinga en yfir-
leitt er þetta enskumælandi fólk.“
Tekur tíma að breyta til
Nýverið greindi Skessuhorn frá því
að Ágúst væri kominn í fjögurra
manna úrslit sem fararstjóri ársins
hjá Explore fyrirtækinu. „Ég vissi
nú ekkert af þessu fyrr en í haust
að ég fékk tölvupóst frá konu sem
hafði verið með í ferð þar sem hún
óskaði mér góðs gengis í þessari
tilnefningu. Þetta er meðal farar-
stjóra starfandi hjá Explore sem er
með einhverja 650 slíka út um all-
an heim. Fólkið sem fer í ferðirnar
gefur umsagnir um ferðirnar, bæði
það sem vel er gert og það sem bet-
ur má fara. Þar eru fararstjórarnir
oft nefndir. Upp úr þessum gögn-
um eru síðan tilnefndir tíu eða tólf
fararstjórar sem þykja hafa skarað
framúr. Fjórir fara í úrslit og síðan
er einn fararstjóri úr þessum hópi
sem fær viðurkenningu sem farar-
stjóri ársins. Nú eru komnar nið-
urstöður og í ár var það indversk-
ur maður sem hlaut titilinn. Við hin
sem vorum með honum í fjórum
efstu sætunum fengum svo líka við-
urkenningar fyrir þann árangur.“
Ágúst segir að þetta sé ánægju-
legur heiður sem kannski leiði til
þess að rödd hans fái betri hljóm-
grunn þegar kemur að því að
finna upp á nýjum ferðamöguleik-
um á Íslandi. Honum er hugleik-
ið að efla ferðaþjónustu á Vestur-
landi og Vestfjörðum. „Það eru
margir í þessum geira að horfa til
þessa landshluta en það tekur allt-
af tíma að koma breytingum í gegn.
Það þarf að skipuleggja ferðirnar,
bóka í þær og þar fram eftir götun-
um. Komi maður með nýjar hug-
myndir eða tillögur að nýjum hóp-
ferðum þá geta kannski liðið tvö ár
þar til slík ferð verður að veruleika.
Núna er til dæmis verið að bóka í
ferðir sem farnar verða í september
á næsta ári. Það eru ekki allir sem
átta sig á þessu. Núna eru þekkt-
ustu staðir Íslands líklega á Suður-
landi. Það eru Gullfoss, Geysir og
Þingvellir. Það er bara svoleiðis að
það tekur tíma að koma einhverju
nýju á framfæri en svo geta hlutirn-
ir gerst hratt þegar þetta er kom-
ið af stað. Mér hefur allavega tek-
ist að færa gistingu og hádegisverði
á Hraunsnef í Norðurárdal í Borg-
arfirði við góðan orðstír.“
Alls ekki of margir
ferðamenn
Hann tekur ekki undir raddir sem
halda því fram að Ísland sé nú of-
setið af ferðamönnum. „Alls ekki.
Ég tel heldur ekki að ferðamanna-
straumur sé einhver bóla sem muni
hjaðna. Ísland er tiltölulega nýupp-
götvað af umheiminum þar sem
Ágúst S. Harðarson umhverfisskipulagsfræðingur og fararstjóri á Akranesi:
Ísland er komið til að vera sem ferðamannaland
Ágúst S. Harðarson fararstjóri við vitana á Breiðinni á Akranesi.
Ágúst hefur skoðanir á ýmsu varðandi ferðaþjónustuna. Hér bendir hann á
gamlar ljósmyndir sem settar hafa verið upp á vegg á Breiðinni á Akranesi sem
dæmi um gott en ódýrt framtak sem gagnist afar vel til að sýna ferðamönnum og
segja frá.
Í hestaferðinni góðu þvert yfir landið sumarið 2014. Frá vinstri: Ævar Ásgeirsson,
Jörundur Jökulsson og hjónin Ágúst S. Harðarson og Svenja Auhage.
Ljósm. Steinunn Guðbjörnsdóttir.