Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201542 Bátur brann í Ólafsvíkurhöfn Eldur kom upp í trillunni Þrasa SH 375 aðfararnótt sunnu- dagsins 23. janúar. Slökkvilið Snæfellsbæjar var kallað á vett- vang eftir að vegfarandi varð var við að reyk lagði frá Fingur- bryggju. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur í Þrasa frá stefni til skuts. Vel gekk að slökkva eldinn. Báturinn var mjög illa farinn eftir brunann en þó ekki ónýtur. Sjónvarp Skessuhorns fór í loftið Fyrsti þátturinn af Sjónvarpi Skessuhorns var sendur út á sjónvarpsstöðinni ÍNN að kvöldi miðvikudagsins 28. janú- ar. Unnið hafði verið að undirbúningi verkefnisins um hríð og rétt eins og hjá blaðinu voru efnistök þáttanna Vesturland. Áætlaðir voru tíu þættir, en urðu einungsi þrír. Það slitnaði upp úr samstarfi ÍNN og Skessuhorns og bíður því þáttagerð betri tíma hjá Skessuhorni, reynslunni ríkari. Tertur bornar um borð í Lundey Loðnuvertíðin hófst 3. febrúar þegar Lundey NS 14 lagði að bryggju í Akraneshöfn með fyrsta farm vertíðarinnar, um 1500 tonn af loðnu sem öll fór í bræðslu hjá fiskimjölsverksmiðju HB Granda. Áhöfn skipsins voru færðar tertur af því tilefni, en hefð hefur skapast fyrir því að áhöfnum loðnuskipa sem landa fyrstu vertíðarförmunum á Akranesi séu færðar tertur við komuna. Loðnuvertíðin fór hægt af stað, einkum vegna erfiðs veðurfars sem tafði veiðarnar. Hins vegar rétti úr kútn- um og endaði loðnuvertíð ársins 2015 sem metvertíð. Sameining þriggja landsbyggðarháskóla Í febrúarmánuði sendi menntamálaráðherra stjórnendum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri auk háskólanna á Bif- röst og Hólum bréf þar sem óskað var eftir tilnefningu full- trúa í starfshóp um aukinn samrekstur skólanna eða jafnvel sameiningu. Einnig var óskað eftir fulltrúum frá sveitarstjór- num Borgarbyggðar og Skagafjarðar. Þingmennirnir Har- aldur Benediktsson og Ásmundur Einar Daðason eiga sæti í starfshópnum. Kom þetta til skömmu eftir að menntamála- ráðherra gerði grein fyrir hugmyndum sínum um sameiningu háskólanna þriggja í nýrri sjálfseignarstofnun. Ekkert hefur orðið úr að starfshópurinn skili tillögum, en samkvæmt heim- ildum Skessuhorns er hvorki einhugur í starfshópnum né inn- an stofnananna sem um ræðir. Sameiginlegt sölu- og þjónustu- fyrirtæki Skaginn, Þorgeir & Ellert á Akranesi, ásamt systurfyrirtæki sínu 3X Technology á Ísafirði, stofnuðu á árinu til sameig- inlegs reksturs sem sinnir markaðs-, sölu og þjónustustarfi félaganna þriggja. Fyrirtækin hafa verið í mikilli sókn á und- anförnum árum við framleiðslu á tæknibúnaði fyrir matvæla- iðnað og m.a. gert stóra samninga um framleiðslu á vinnslu- búnaði fyrir uppsjávarfisk, vinnslu á kjúklingakjöti og fleiru. Þá hafa ný ofur-kælikerfi um borð í fiskiskipum vakið verð- skuldaða athygli en fyrsta búnaðinum var komið um borð í Málmey SK snemma á árinu. „Sigldi skipa hæst, sigldi skipa glæstast“ Bæjarráð Akraneskaupstað- ar samþykkti að óska form- lega eftir samstarfi við rík- ið og Þjóðminjasafn um framtíð kútters Sigurfara. Menningar- og safnanefnd Akranesskaupstaðar hafði skömmu áður falið bæjar- stjórn að afþakka styrk að verðmæti fimm milljónir króna ætlaðan til endurbóta á kútternum þar sem hann stendur í Görðum. Talið er að endurbætur á kútter Sigur- fara muni hlaupa á tugum ef ekki hundruðum milljóna króna. Ástand skipsins, sem stendur á Safnasvæðinu í Görðum, hef- ur versnað mjög á undanförnum árum. Hugmyndir um að byggja yfir kútterinn hlutu ekki hljómgrunn meðal stjórn- enda bæjarins, enda mjög dýr framkvæmd. Á haustmánuðum var svo ákveðið að óska eftir heimild Minjaverndar til að nýta áðurveittan fimm milljóna króna styrk til varðveislu heimilda um kútter Sigurfara. Í tillögunum felst að skipið verði tekið niður, upplýsingar um það skráðar samviskusamlega og því að lokum reistur minnisvarði úr heillegum hlutum þess. Heiðar Lind tók við söguritun Heiðar Lind Hansson, sagnfræðingur og fyrrum blaðamaður á Skessuhorni, tók formlega við ritun Sögu Borgarness snemma vors. Hafði hann aðstoðað Egil Ólafsson frænda sinn við ritunina en eftir skyndilegt fráfall Egils ákvað ritnefnd að fá Heiðar til verksins. Vinna við handrit hefur örlítið tafist, en áætlað var í upphafi að því yrði skil- að nú um áramótin. Hef- ur Heiðar hins vegar greint ritnefnd frá að hann þurfi nokkra mánuði til við- bótar til að ljúka handrit- inu, vinna að myndaöflun og öðru tilheyrandi fyrir prentun. Hins vegar bend- ir ekkert til annars en að áætlanir um útgáfu verksins standist og það verði gefið út á 150 ára afmæli Borgar- ness í mars 2017. Reyndur bílstjóri Borgfirðingurinn Gísli Jónsson ekur strætisvagni hjá Strætó bs. Í vetur ók hann áætlunarleið fyrirtækisins milli Akureyri og Reykjavíkur. Snemma í marsmánuði gerði vont veður og Holtavörðuheiði var lýst ófær þegar Gísli ók með fullan bíl af fólki áleiðis frá Akureyri til höfuðborgarinnar. Áðu þá margir ferðalangar í Staðarskála yfir nóttina. Gísli þvertók hins veg- ar fyrir að stöðva vagninn þar heldur ók fremstur í flokki bíla- lestar yfir Laxárdalsheiði og yfir í Dali. Brattabrekka var einn- ig lokuð og elti bílalestin strætóbílstjórann yfir Heydal og þaðan í Borgarnes. Ferðin gekk að óskum og Gísli skilaði far- þegunum heim. Í samtali við Skessuhorn sagði hann að þeg- ar Holtavörðuheiði lokaði vantaði sárlega upplýsingar til veg- farenda í Staðarskála. Fáir hafi vitað af því að Laxárdalsheiði og Brattabrekka væru prýðilega færar þó Holtavörðuheiði og Brattabrekku hefði verið lokað. Reyndist ekki vera sprengja Frystitogarinn Höfrungur III AK 250 fékk torkennilegan hlut í trollið þar sem skipið var á veiðum suður af Reykjanesskaga fyrr á árinu. Hluturinn var langur og sívalur og minnti helst á tundurskeyti úr síðari heimsstyrjöldinni. Haft var samband við sérfræðinga Landhelgisgæslunnar sem könnuðu málið. Staðfestu þeir að ekkert hættulegt væri hér á ferðinni, en þó fékkst ekki staðfest hvaða hlutur þetta var sem Höfrungur III sótti úr hafinu. Verði ljós(leiðari)! Starfshópur um alþjón- ustu í fjarskiptum skilaði á árinu skýrslunni „Ís- land ljóstengt - lands- átak í uppbyggingu fjar- skiptainnviða“. Þar var greint frá því metnaðar- fulla markmiði að inn- leiða 100 Mb/sek teng- ingu á 99,9% heim- ila í landinu áður en árið 2020 líður í aldanna skaut. Ljósleiðaramál voru nokk- uð fyrirferðamikil hér á Vesturlandi í ár sem og undanfarin ár og flestir orðnir sammála um að ljósleiðaravæðing í sveit- um landsins sé eitt brýnasta byggðamál samtímans. Í sumar hratt sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps af stað lagn- ingu ljósleiðara og fylgdi þar með fordæmi Helgafellssveitar, Hvalfjarðarsveitar og fleiri sveitarfélaga í landinu sem hafa ákveðið að bíða ekki aðgerða ríkisins heldur standa sjálf fyrir ljósleiðaravæðingu heimabyggðar. Vinna við lagningu ljós- leiðara hefur byrjað í Dalabyggð og víðar eru áform eru uppi um frekari ljósleiðaravæðingu, til dæmis í Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Framhald á næstu opnu Fréttaannáll ársins 2015 í máli og myndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.