Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201544
Hólabúð á Reykhólum
Undir lok marsmánaðar opnuðu hjónin Reynir Þór Róberts-
son og Ása Fossdal verslunina Hólabúð á Reykhólum. Áður
hafði verið starfrækt verslunin Hólakaup í sama húsnæði, en
eigendur hennar létu af rekstri um áramót. Um þriggja mán-
aða skeið var því engin verslun á Reykhólum og opnun Hóla-
búðar því kærkomin fyrir íbúa svæðisins.
Ræsi stíflaðist við Klettsgil
Mikið vatn safnaðist í Klettsgil í Reykhólasveit þegar ræsi stífl-
aðist í lok marsmánaðar. Flæddi yfir veginn á tímabili og þurfti
að bregða á það ráð að veita vatninu aðra leið niður í fjöru. Þeg-
ar reynt var að losa úr ræsinu með beltagröfu nokkrum dögum
síðar hrundi úr vegkanti undan gröfunni og maraði hún í hálfu
kafi um tíma. Henni var bjargað upp úr en þegar þetta er ritað
um miðjan desembermánuð er ræsið enn stíflað.
Frystiklefinn hlaut Eyrarrósina
Eyrarrósin, verðlaun veitt fyrir framúrskarandi menningar-
verkefni á landsbyggðinni, kom í hlut Frystiklefans í Rifi á
árinu. Kári Viðarsson, eigandi og framkvæmdastjóri Frysti-
klefans, hefur staðið fyrir fjölmörgum sýningum, tónleikum
og öðrum menningarviðburðum á þeim tíma sem Frystiklef-
inn hefur starfað. Kvaðst hann mjög ánægður með verðlaunin
og þá viðurkenningu sem í þeim felast.
Haftið rofið í ísgöngunum
Annan dag páska var síðasta haftið rofið í ríflega 400 m hring
ísganganna í Langjökli. Gat þá hafist vinna við að snyrta og
ganga frá ísgöngunum. Tekið var á móti fyrstu gestunum 1.
júní en þá hafði verið uppselt svo mánuðum skipti. Fjórum
dögum síðar voru göngin vígð formlega. Hefur framkvæmd-
in hlotið mikla athygli, sérstaklega erlendis og voru göng-
in meðal annars valin mest spennandi nýi áfangastaðurinn í
flokki afþreyingar af ferðahandbókarisanum Lonely Planet.
Um miðjan desembermánuð voru heimsóknir orðnar 60%
fleiri en áætlað var í upphafi, en gert er ráð fyrir því að milli
23 og 24 þúsund gestir muni hafa heimsótt göngin áður en
nýja árið gengur í garð.
Hæfileikaríkust allra
Söngkonan Alda Dís Arnardóttir frá Hellissandi stóð uppi
sem sigurvegari í þáttunum Ísland Got Talent sem sýndir voru
á Stöð 2 á árinu. Vann hún sér inn verðlaunafé að verðmæti
tíu milljónir króna og titilinn hæfileikaríkasti Íslendingurinn
2015. Hefur hún síðan þá sent frá sér tónlist og komið víða
fram opinberlega og gefið út sína fyrstu plötu.
Keppt við klukkuna
Keppt var í fornbílarallíi í sumar þegar 33 lið öttu kappi í
Hvalfirði og Borgarfirði. Voru þar á ferðinni ökuþórar á veg-
um HERO samtakanna sem sérhæfa sig í fornbílarallíi. Far-
arskjótar þeirra voru sumir hverjir mjög eftirtektarverðir,
eins og til dæmis sá sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Þar aka
Wouter Panis og Menno de Haan yfir Hvítárbrúna á 1933 ár-
gerð af Talbot 105 Wanden Plas Tourer.
Náttúrulaugar við
Deildartunguhver
Hjónin Jóna Ester Kristjánsdóttir og Sveinn Andrésson í Víði-
gerði og Bára Einarsdóttir og Dagur Andrésson í Gróf hófu
í sumar framkvæmdir við byggingu náttúrulauga og veitinga-
staðar við Deildartunguhver. Fyrsta skóflustungan var tekin í
lok apríl og framkvæmdir hafa staðið yfir síðan. Verður næsta
vor tekið á móti ferðamönnum undir merkjum fyrirtækisins
Krauma og þeim boðið að baða sig í náttúrulaugum sem nýta
vatn úr þessum vatnsmesta hver Evrópu.
Eimskip keyptu Sæferðir
Gengið var á árinu frá kaup-
um Eimskipa á öllu hlutafé
fyrirtækisins Sæferðum ehf. í
Stykkishólmi. Sæferðir reka
sem kunnugt er Breiðafjarð-
arferjuna Baldur og Særúnu,
sem hefur um nokkurt skeið
siglt með ferðamenn í skoðunarferðir um eyjar á Breiðafirði.
Soffía II fékk andlitslyftingu
Lokið var við endursmíði á hinni öldnu hópferðabifreið Soffíu
II á árinu. Endursmíðin hafði tekið 18 mánuði og þegar henni
lauk var Soffíu ekið í „jómfrúarferð“ í Reykholt, þar sem hún
var upphaflega smíðuð. Var það Steindór Rafn Theódórsson
sem ók rútunni en hann var jafnframt yfirsmiður við endur-
gerð bílsins en að baki liggja um fjögur þúsund vinnustund-
ir, svipað og áætlað var við nýsmíði hópferðabifreiða hafi tek-
ið þegar Soffía II var gerð á gamalli Bedfordgrind um hálfri
öld áður. Það var Elínborg Kristinsdóttir og börn hennar sem
hvöttu til og unnu að endurgerð þessa sögufræga bíls.
Georg gerður að heiðursborg-
ara í Stykkishólmi
Elstur núlifandi Íslendinga er Georg Breiðfjörð í Stykkis-
hólmi. Hann fæddist 21. mars 1909 og er því á 107. aldursári.
Hann var sæmdur heiðursborgaranafnbót Stykkishólmsbæjar
á liðnu sumri. Rætt er við Georg aftar í blaðinu í dag.
Borgarfjörðurinn „vel girtur“
Félagarnir Guðmundur Kristinn Guðmundsson og Kjartan
Guðjónsson unnu í sumar við girðingavinnu meðfram þjóð-
vegum í Borgarfirði. Að girða getur verið mikið puð. Þegar
þeim var farið að lengja eftir heitara veðri, snemma í sumar,
brugðu þeir á það ráð að fækka fötum og ákalla sólarguðina.
Færri verða fötin ekki en á meðfylgjandi mynd sem Kjartan
tók af Guðmundi, þó seint verði sagt um girðingamanninn að
hann sé vel girtur!
Framhald á næstu opnu
Fréttaannáll ársins 2015 í máli og myndum