Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 107
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 107
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Árleg kaffistofukeppni kennara í
Grundaskóla á Akranesi var hald-
in síðastliðinn föstudag. Keppnin
nýtur vaxandi vinsælda innan skól-
ans með hverju ári sem líður og var
nú haldin í áttunda sinn. Keppt er
um hverjir eiga best skreyttu deild-
arkaffistofuna í skólanum og tók
hvert stig fyrir ákveðið þema og
skreytti sína deild. Líkt og undan-
farin ár voru skreytingarnar hver
annarri skemmtilegri og mikið fjör
í skólanum. Óháð dómnefnd var
fengin til að velja sigurvegarana og
í ár var hún skipuð þeim Regínu
Ásvaldsdóttur bæjarstjóra, Sædísi
Alexíu Sigurmundsdóttur, Svein-
borgu Kristjánsdóttur og Svölu
Hreinsdóttur.
Líkt og hefð er fyrir lagði starfs-
fólk skólans mikinn metnað í skreyt-
ingarnar. Yngsta stigið var hlýlega
skreytt eftir bókajólaþema og mátti
þar sjá ýmislegt skraut úr bók-
um og nýjustu list, svo sem mann
í kassa. Hann var þó ekki nakinn
og var kassinn merktur með #dori-
ibokakassanum. Börn og starfsfólk
yngsta stigsins voru klædd í náttföt
og lásu bækur undir teppi. Á mið-
stiginu var búið að setja upp Jóla-
sögu (Christmas Carol) og mátti
þar rekast á anda jólanna og Skrögg
og voru bæði börn og starfsfólk í
flottum búningum í takt við þem-
að. Unglingadeildin var skreytt sem
tilraunastofa Gru úr teiknimynd-
inni Aulinn ég. Þar mátti rekast á
fjölda gulra hjálparsveina, rjúkandi
tilraunaglös og jólasvein á bekk en
hinn illi Gru hafði rænt honum til
að gera á honum tilraunir. Þá höfðu
list- og verkgreinar ásamt stjórn-
unarálmunni skreytt neðstu hæð
skólans fagurlega með kertaljósu
og hvítu. Þemað var Heilög Lúsía
og hennar fylgdarlið.
Úrslit í keppninni verða svo til-
kynnt rétt fyrir jólafrí, á kaffistofu
starfsmanna föstudaginn 18. des-
ember, eftir að litlu jólunum líkur.
grþ
Vel skreyttar kaffistofur í Grundaskóla
Miðstigið var skreytt eins og atriði úr Jólasögu, eða Christmas Carol. Vísindamaðurinn Gru ásamt tveimur hjálparsveinum (Minions).
Heilög Lúsía og hennar fylgdarlið á neðstu hæðinni.
Flott kalkúnakaka á uppdekkuðu borði á miðstigi, gerð af mæðg-
unum Petrúnu Sveinsdóttur og Hjördísi Dögg Grímarsdóttur. Hver
arða var æt.
Nemendur á yngsta stigi mættu í náttfötum með bækur í tilefni
dagsins.
Á yngsta stigi var maður í kassa, þó enginn Almar.
Á unglingastiginu mátti finna tilraunastofu hins illa Gru úr
kvikmyndinni Aulinn ég.
Bókajól var þemað á yngsta stigi og var búið að gera forláta bóka-
jólatré.
Á miðstigi mátti meðal annars finna Skrögg og anda liðinna jóla.