Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 20158
Ekkert endurvarp
um tíma
BORGARFJ: Tveir staurar
brotnuðu í óveðrinu að morgni
síðastliðins þriðjudags í raf-
línu sem liggur að Skáneyjar-
bungu í Reykholtsdal. Á fjall-
inu eru endurvarpar fyrir út-
varp, síma og sjónvarp og var
af þeim sökum stopult samband
síma og viðtækja á stóru svæði
sem fær endurvarp af fjallinu.
Vinnuflokkur Rarik frá Borg-
arnesi skipti á þriðjudag um tvo
brotna staura í háspennulínunni
að sendahúsunum við mjög erf-
iðar aðstæður í snarbrattri hlíð
í fremur slæmu veðri. Viðgerð
lauk síðan á miðvikudag. Tví-
mælalaust er þessi raflína í hópi
þeirra sem jarðstrengur í jörðu
þyrfti að leysa af hólmi.
–mm
Dregur úr fiskáti
EVRÓPA: Neytendur í lönd-
um Evrópusambandsins kaupa
minna af fiski en áður. Þó hefur
sala þar á sjávarafurðum aukist
mælt í verðmætum á sama tíma.
Þetta kemur fram í nýrri fisk-
markaðsskýrslu sem ESB lætur
gera reglulega og greint er frá
á vef Fiskifrétta. Þar segir að
fiskneysla í ESB-ríkjunum hafi
minnkað um tvö kíló á mann á
ári frá 2008 þrátt fyrir stöðug-
an áróður um að fiskur sé góður
fyrir heilsu og langlífi. Vinsæl-
ustu fisktegundirnar eru tún-
fiskur, þorskur og lax og nem-
ur neyslan tveimur kílóum á ári
að meðaltali á hvert mannsbarn
af sérhverri þessara tegunda.
Stærsta viðskiptaland ESB með
sjávarafurðir er Noregur en
þaðan kemur fjórðungur af öll-
um innfluttum sjávarafurðum
til ESB-landanna. Norski fisk-
urinn er fyrst og fremst lax og
þorskur. Útflutningur Norð-
manna á fiskmeti til ESB hefur
aukist um 70% frá árinu 2009.
Þar vegur sjálfsagt þungt að
þorskkvótar í Barentshafi hafa
verið í hæstu hæðum sögulega
séð.
–mþh
Tollar lækka á
fatnaði og skóm
LANDIÐ: Um áramótin verða
tollar afnumdir á fatnaði og
skóm, í alls 324 tollskrárnúm-
erum. Er um að ræða ýmiskon-
ar fatnað, t.d. skófatnað, höfuð-
fatnað, leðurfatnað, loðskinn,
fatnað úr plasti og gúmmí sem
og fylgihluti þeirra; hnapp-
ar, tölur og rennilásar. Afnám
tolla af fatnaði og skóm á að
skila 13% meðallækkun verðs
til neytenda á þeim vörum sem
áður báru tollinn. „En þetta er
ekki svona einfalt. Þegar skoðað
er hlutfall þeirra vara í flokkn-
um sem bera toll kemur í ljós að
það eru aðeins 60% þeirra vara
sem fluttar eru til landsins sem
bera toll. Miðað við það hlut-
fall ætti afnámið að skila 7,8%
lækkun á liðnum fatnaður og
skór í vísitölu neysluverðs,“
segir í tilkynningu frá verðlags-
eftirliti ASÍ. „Verðlagseftirlitið
vonast til þess að afnám tollanna
á fatnað og skóm skili sér sem
fyrst til neytenda með lækkun á
vöruverði. Mun verðlagseftirlit
Alþýðusambandsins fylgjast vel
með breytingunum og hvetur
neytendur til hins sama.“
–mm
Fokkerar á
söluskrá
LANDIÐ: Þáttaskil eru fram-
undan í sögu innanlandsflugs
á Íslandi þegar Flugfélag Ís-
lands hættir notkun á Fokker-
farþegavélum sínum. Slíkar
flugvélar hafa um áratugaskeið
sveimað yfir höfðum Vestlend-
inga á ferðum sínum til og frá
flugvöllum á Vestfjörðum og
norðan heiða. Flugfélag Íslands
hefur fest kaup á nýjum vélum
af gerðinni Bombardier Q400.
Verður sú fyrsta tekin í notkun
á nýju ári. Þar með hillir undir
lokin á 50 ára sögu Fokker-flug-
vélanna hjá Flugfélagi Íslands.
Fokker-flugvélaverksmiðjurnar
í Hollandi urðu gjaldþrota fyrir
nokkrum árum og þá var fram-
leiðslu vélanna hætt. Nú eru
unnið að því að selja Fokker-
vélar Flugfélagsins. Hefur ein
vél þegar verið afhent flugfélagi
í Afríku. Fjórar Fokker 50-vél-
ar eru nú eftir í flota Flugfélags
Íslands en þær verða allar tekn-
ar úr notkun á næsta ári þegar
nýju Bombardier-vélarnar taka
við ein af annarri.
–mþh
Aflatölur fyrir
Vesturland
5. - 11. nóvember
Tölur (í kílóum) f
rá Fiskistofu:
Akranes 7 bátar.
Heildarlöndun: 22.351 kg.
Mestur afli: Stapavík AK: 5.534
kg í fjórum löndunum.
Arnarstapi 2 bátar.
Heildarlöndun: 18.972 kg.
Mestur afli: Signý HU: 5.401
kg í tveimur löndunum.
Grundarfjörður 9 bátar.
Heildarlöndun: 235.945 kg.
Mestur afli: Steinunn SF:
83.664 kg í tveimur löndunum.
Ólafsvík 15 bátar.
Heildarlöndun: 206.341 kg.
Mestur afli: Guðmundur Jens-
son SH: 45.959 kg í þremur
löndunum.
Rif 14 bátar.
Heildarlöndun: 276.380 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
61.802 kg í einni löndun.
Stykkishólmur 6 bátar.
Heildarlöndun: 105.871 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
44.022 kg í tveimur löndunum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Tjaldur SH – RIF:
61.802 kg. 7. desember.
2. Hringur SH – GRU:
49.551 kg. 8. desember.
3. Rifsnes SH – RIF:
49.140 kg. 7. desember.
4. Steinunn SF – GRU:
48.973 kg. 8. desember.
5. Helgi SH – GRU:
44.945 kg. 7. desember.
mþh
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 stig á
Richterskvarða, með upptök við
Geitlandsjökul í Langjökli, fannst
greinilega í Borgarfirði síðastlið-
inn fimmtudagsmorgun. Í tilkynn-
ingu frá Veðurstofu Íslands seg-
ir að skjálftinn hafi orðið klukkan
9:47 en fjölmargir smærri skjálft-
ar fylgdu í kjölfarið við Geitlands-
jökul. Þá kemur einnig fram að
skjálftahrinur séu tiltölulega al-
gengar á þessum slóðum.
mm
Jarðskjálfti í
Geitlandsjökli
Forstjóri Landsnets segir brýnt að
hefjast handa við styrkingu megin-
flutningskerfis Landsnets. Notend-
ur hefðu orðið fyrir minna straum-
leysi í fárviðrinu sem gekk yfir
landið í byrjun síðustu viku ef kerf-
isstyrkingar sem félagið vill ráð-
ast í hefðu verið komnar til fram-
kvæmda. Viðgerð á háspennulínum
Landsnets er að mestu lokið og er
beint tjón félagsins metið um 120
milljónir króna en afleitt tjón sam-
félagsins er enn meira. Mest var
tjón á raflínum á Vestfjörðum.
„Það er afar líklegt að notend-
ur hefðu orðið fyrir minna straum-
leysi í óveðrinu á mánudagskvöld
og aðfararnótt þriðjudags í síðustu
viku ef styrkingar og endurbætur á
flutningskerfinu hefðu verið komn-
ar til framkvæmda. Það voru ein-
göngu eldri flutningslínur með tré-
möstrum sem skemmdust. Stærri
línurnar okkar, sem eru bæði nýrri
og með stálgrindarmöstrum, stóð-
ust veðurálagið eins og til dæmis á
Hallormsstaðarhálsi þar sem vind-
styrkurinn fór yfir 72 metra á sek-
úndu í hviðum,“ segir Guðmundur
Ingi Ásmundsson, forstjóri Lands-
nets.
Alls brotnuðu 30 möstur í flutn-
ingskerfi Landsnets vegna vind-
álags og ísingar í fárviðrinu í byrjun
vikunnar. Mest varð tjónið á Vest-
fjörðum þar sem 20 möstur gáfu
sig í Breiðadalslínu 1 í Dýrafirði.
Á Norðurlandi, Suðausturlandi og
Austurlandi varð einnig tjón. Nú
liggur fyrir að tjón Landsnets vegna
óveðursins er rétt um 120 milljón-
ir króna. Um 80 milljónir eru vegna
viðgerðarkostnaðar, þar af eru 60
milljónir vegna tjóns á Vestfjörðum,
en tæplega 40 milljónir vegna fram-
leiðslu varafls með dísilvélum. Þar
er hlutur varaaflsstöðvar Landsnets
á Vestfjörðum langstærstur, eða um
30 milljónir króna, sem er aðallega
olíukostnaður.
„Sú krítíska staða sem rekst-
ur flutningskerfisins var í á mánu-
dagskvöldið sýnir hversu brýnt er
að fjölga flutningslínum sem þola
betur veðurálag. Jafnframt þarf að
styrkja tengingar milli landshluta
og fjölga línum. Þannig megi ætla
að Blöndulína 3, sem Landsnet
hefur unnið að í sjö ár, hefði get-
að komið í veg fyrir straumleysið
sem varð á Akureyri og í Eyjafirði
ef hún hefði verið komin í gagnið.
Sömuleiðis hefði Kröflulína 3, sem
verið hefur á döfinni hjá Landsneti
í nokkur ár, styrkt raforkuflutning á
Austurlandi og gert resktur flutn-
ingskerfisins mun öruggari,“ segir
Guðmundur Ingi Ásmundsson for-
stjóri Landsnets að endingu.
mm
Brýnt að koma raflínum víðar í jörðu
Starfshópur á vegum Akraneskaup-
staðar og Reykjavíkurborgar mun
fyrir jól skila skýrslu þar sem lagt er
mat á vænleika þess að tilraunir verði
hafnar næsta sumar með flóasiglingar
milli Reykjavíkur og Akraness. Sam-
kvæmt tillögum starfshópsins verða
farnar að minnsta kosti þrjár ferðir á
dag frá heimahöfn, þ.e. sex sigling-
ar yfir flóann. Markmið starfshópsins
var að kanna forsendur fyrir rekstri
nýrrar Akraborgar. Ekki er lagt til að
bílaferja í líkingu við gömlu Akra-
borgina verði notuð í siglingarnar,
heldur bátur sem taki um 65 farþega.
Með skipan starfshópsins var fylgt
eftir viljayfirlýsingu á milli Reykja-
víkur og Akraneskaupstaðar frá því
í janúar um flóasiglingar. Faxaflóa-
hafnir létu vinna frumskýrslu um
málið sem borgarráð Reykjavíkur fól
skrifstofu eigna- og atvinnuþróun-
ar borgarinnar að yfirfara. Hlutverk
starfshópsins var að skoða ábending-
ar hennar.
Stjórnendur Akraneskaupstaðar og
Reykjavíkurborgar fóru í haust prufu-
siglingu yfir flóann með hvalaskoð-
unarbátnum Rósinni, sem er svipuð
ferja og lagt er upp með í skýrslunni
að gæti orðið siglt þessa leið. Sú ferð
tók 28 mínútur, sem er styttri tími en
gert hafði verið ráð fyrir. Nú kem-
ur í ljós í niðurstöðum væntanlegr-
ar skýrslu að mikið hagræði, eink-
um í tíma, gæti orðið af ferjusigling-
um sem þessum, t.d. fyrir ferðafólk.
Þar með ættu Skagamenn möguleika
á stærri hlutdeild í ferðaþjónustu en
verið hefur. Ekki síður yrði þó hag-
ræði fólgið í styttri ferðatíma fyr-
ir íbúa t.d. á Akranesi sem aka dag-
lega til Reykjavíkur vegna vinnu eða
skóla. Sá hópur er talinn vera á ann-
að þúsund manns.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
segir í samtali við Skessuhorn að
skýrslan verði lögð fyrir borgarstjórn
Reykjavíkur og bæjarstjórn Akraness
og í framhaldinu verði tekin ákvörð-
un um það hvort farið verði í prufu-
siglingar næsta sumar. mm
Tilraunir næsta sumar með
„Akraborgar“ hraðbát
Svipmynd frá ferð forsvarsmanna Akraneskaupstaðar og Reykjavíkurborgar í
haust þegar farið var með Rósinni yfir flóann. F.v. Ólafur Adolfsson formaður
bæjarráðs, Kristín Soffía Jónsdóttir stjórnarformaður Faxaflóahafna, Dagur B
Eggertsson borgarstjóri og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi.