Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 48

Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 48
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201548 Kynna sjávarfang fyrir yngstu kynslóðinni Í nokkur ár hafa sjómennirnir Kristófer Jónsson og Eiríkur Gíslason heimsótt leikskólabörn á Akranesi og sýnt þeim alls kyns sjávarfang. Engin breyting varð á því í ár sýndu félagarn- ir börnunum um þrjátíu tegundir fiska og krabbadýra. Ráku mörg barnanna upp stór augu enda margar tegundirnar sjald- séðar. Fræddu þeir félagar börnin um fiskana, nöfn þeirra, hvað þeir éta, hvar þeir veiddust og fleira í þeim dúr. Vesturland á kortið á heimsvísu Ferðahandbókaútgáfan Lonely Planet, sú stærsta og virtasta sinnar tegundar í heiminum, gefur árlega út handbókina Best in Travel, þar sem áhugaverðustu og eftirsóknarverð- ustu áfangastaðir heims í hverjum flokki eru útlistaðir. Best in Travel 2016 kom út á haustmánuðum og þar skipar Vest- urland annað sæti á lista fyrirtækisins yfir eftirsóknarverð- ustu áfangastaði heims í flokki landsvæða. Kristján Guð- mundson, forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands, tók við viðurkenningu þess efnis fyrir hönd Vesturlands við hátíð- lega athöfn á samgöngusafninu í Lundúnum. Skessuhorn var á staðnum enda metur ritstjórn þess að nú sé verið að brjóta blað í vexti ferðaþjónustu í landshlutanum. Spáð hefur ver- ið stöðugri fjölgun ferðamanna til landsins á næstu árum og ljóst að þessi tilnefning á eftir að auka heimsóknir á Vestur- land. Er útnefning Lonely Planet mikil viðurkenning fyrir svæðið og mega Vestlendingar búast við mikilli uppsveiflu í ferðaþjónustunni á komandi árum. Tilraunir með vatnsdreifingu Í haust sögðum við frá tilraunum sem Guðmundur Hallgríms- son á Hvanneyri er að gera með færanlegt slökkvikerfi, komi til gróður- eða skógarelda. Sýndi hann m.a. slökkviliðsmönn- um á Akranesi hvernig kerfið virkar og voru einnig gerðar tilraunir með að setja „One Seven“ froðu á slöngurnar. Bál- hvasst var þegar tilraunin var framkvæmd og þá getur svona farið. Góður vinur genginn Nú í vetrarbyrjun féll frá eftir stutt en snörp veikindi Guðbjart- ur Hannesson á Akranesi, fyrrverandi skólastjóri, þingmað- ur, ráðherra og forseti Alþingis. Margir minntust Gutta með hlýhug, jafnt samferðarfólk og þingmenn úr öllum flokkum. Á annað þúsund manns fylgdu Guðbjarti síðasta spölinn þeg- ar útför hans var gerð frá Akraneskirkju. Hér er Guðbjartur á góðri stundu í kosningabaráttunni vorið 2009 ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi formanni Samfylkingarinnar. Safnaði fyrir kælivöggu Vesturland á margar hvunndagshetjur sem hver um sig auðgar mannlífið. Það höfum við á Skessuhorni sannreynt. Ein þeirra er Andrea Björnsdóttir á Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðar- sveit. Á þessu ári safnaði hún ásamt fleirum fyrir kæluvöggu og færði að gjöf fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands á Akranesi. Vaggan nýtist fyrir andvana fædd börn, eða þau sem deyja skömmu eftir fæðingu. Er þá foreldrum og fjöl- skyldum barnanna gert kleift að dvelja aðeins lengur hjá látnu barni. Komið hefur fram hversu dýrmætar þær stundir geta verið fyrir syrgjandi ástvini. Andrea safnaði fyrir vögguna með sölu á ýmsum varningi á mörkuðum. Hlýnaði seint Veðráttan í sumar var kaflaskipt. Fólki er minnisstætt rokið í mars og svo aftur á fyrstu dögum desember en í bæði skipt- in gengu óvenju snarpar lægðir yfir og ollu usla. Vorið var kalt og ekki tók að hlýna fyrr en 12. júní, en eftir það reynd- ist sumarið frábært. Lítil hey en góð Heyskapur bænda gekk vel í sumar, en hófst almennt nokkru síðar en undanfarin ár. Menn voru reyndar farnir að ókyrrast í vor, enda voru fyrstu vikur sumars kaldar og engin spretta fyrr en komið var fram undir miðjan júní. Eftir það tók allur jarð- argróður fljótt og vel við sér. Grasuppskera var í tæpu meðal- lagi en þau hey sem náðust voru almennt góð. Vegna yfirvof- andi heyskort slógu sumir bændur tún sín allt að fjórum sinn- um og var komið fram í október þegar síðast sást til pökkunar- véla á ferð. Kornþresking gekk hins vegar illa. Kornið þrosk- aðist seint sökum kuldanna í vor og viðvarandi vætutíð í októ- ber gerði illmögulegt að þreskja kornið. Hótel í fremstu röð Í sumar var tekið í notkun nýtt og glæsilegt heilsárshótel á Húsafelli. Bygging þess hafði tekið skamman tíma þegar tek- ið er tillit til óhagstæðs tíðarfars í fyrravetur. Mikið var vand- að til hönnunar, smíði og frágangs og þykir Hótel Húsafell skrautfjöður í flóru vestlenskrar ferðaþjónustu. Nú þegar hef- ur verið ákveðið að stækka hótelið í 50 herbergi. Fréttaannáll ársins 2015 í máli og myndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.