Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 104
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015104
Starfsfólk VÍS á Vesturlandi
óskar viðskiptavinum sínum og
landsmönnum öllum gleðilegra jóla
og farsældar á nýju ári.
Þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða.
Gleðileg
jól
gamur.is 5775757 gamur@gamur.is
Starfsfólk Íslenska Gámafélagsins óskar viðskiptavinum sínum
og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á nýju ári.
Við þökkum samstarfið á liðnu ári og hvetjum Íslendinga áfram
til stórra afreka í endurvinnslumálum.
Hugsum áður en við hendum.
Starfsfólk Íslenska Gámafélagsins.
Eins og Skessuhorn hefur áður
greint frá fluttist Aldan í Borgar-
nesi, sem áður bar nafnið Fjöliðjan,
nýlega búferlum úr gömlu slökkvi-
stöðinni og út í „burstirnar þrjár“ í
Brákarey. Í samtali við Skessuhorn
þá sagði Helgi Guðmundsson verk-
stjóri nýja húsnæðið henta starf-
semi Öldunnar betur.
Starfsfólk hefur frá flutning-
um unnið hörðum höndum að því
að koma sér fyrir í nýja húsnæð-
inu. Aldan opnaði formlega á nýj-
um stað síðastliðinn föstudag og
af því tilefni voru starfsmenn með
opið hús og buðu gestum og gang-
andi að þiggja kaffibolla og kynna
sér starfsemina. kgk/ Ljósm. kj.
Opið hús í Öldunni á
nýjum stað
Starfsfólki Öldunnar voru færð blóm frá Borgarbyggð í tilefni af formlegri opnun
á nýjum stað.
Málin rædd yfir kaffibolla á opnu húsi í Öldunni.
Nú styttist í jólin og af því tilefni er
tilvalið að birta hátíðlega uppskrift
af ljómandi góðum forrétti. Rjúpa
hefur löngum átt heiðurssess hjá
mörgum Íslendingum á jólamat-
seðlinum, en mörgum þykir erf-
itt að matreiða hana svo vel takist.
Kjötið á það til að verða þurrt og þá
hefur góð sósa oftar en ekki komið
til bjargar. Þessi uppskrift sem við
birtum hér er töluvert einfaldari í
matseld þó hún sé óhefðbundn-
ari en steiktar rjúpur með brúnni
sósu. Þó erfitt sé að nálgast hráefn-
ið nú til dags eru alltaf einhverjir
sem eiga rjúpu og fyrir þá er tilval-
ið að spreyta sig á því að grafa hana,
líkt og tíðkast að gera við aðra villi-
bráð, svo sem anda- eða gæsabring-
ur. Grafin rjúpa er ekki síðri og er
algjört sælgæti í forrétt en eins er
hægt að gæða sér á henni hvenær
sem er yfir hátíðirnar, enda er hún
fínasta „sparisnarl“.
Grafin rjúpa
½ dl salt
½ dl sykur
½ msk. grófmulin græn piparkorn
1 msk. grófmulin svört piparkorn
1 tsk. hvítlauksduft
8 mulin einiber
1 tsk. timjan
1 dl fínsöxuð steinselja (fersk)
1 dl saxað dill (ferskt)
Bringur af u.þ.b. sex rjúpum
Aðferð
Skerið bringurnar úr rjúpunum,
skolið þær og þerrið með hrein-
um klút. Blandið öllu ofantöldu
vel saman í skál. Skammturinn
dugar fyrir um 500 gr. af rjúpna-
bringum. Hyljið svo bringurnar í
kryddblöndunni, gott er að nota
eldfast mót undir rjúpurnar. Setj-
ið fatið inn í ísskáp og látið bring-
urnar liggja í blöndunni í sólar-
hring. Snúið bringunum tvisvar á
þeim tíma. Skáskerið bringuna í
örþunnar sneiðar og leggið á borð.
Gott er að bera fram með góðu
brauði og jafnvel íslensku smjöri.
Einnig eru bringurnar góðar með
kaldri sósu. Athugið að ef geyma á
bringurnar lengur þá er mesta af
kryddblöndunni skafið af þeim og
þær geymdar í góðu íláti í ísskáp.
Ýmsar kaldar sósur fara vel með
bringunum en þessi hæfir þeim
einstaklega vel. Hún passar einnig
með annarri grafinni villibráð, svo
sem önd og gæs.
Sósan
1 msk. púðursykur
2 msk. balsamic edik
1 msk. dijon sinnep
1 msk. worchester sósa
1 dl ólívu olía
Salt og pipar eftir smekk
Freisting vikunnar
Grafin rjúpa
- hátíðlegur
forréttur