Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 20152 Synir Grýlu og Leppalúða eru farnir að ráfa til byggða hver á fætur öðrum. Fyrir löngu hafa þeir látið af villu síns vegar og eru hættir að ræna, rupla og hrella landsmenn, foreldrum sínum til nokkurrar mæðu. Í stað- inn lauma þeir glaðningi í skó barna sem haga sér vel, en þeim sem óþekk hafa ver- ið gefa þeir kartöflur. Börn sem vilja rausn- arlegri glaðning í skóinn en ósoðin jarðepli eru því minnt á að sýna af sér góða hegðun í aðdraganda jólanna. Spáð er hvassviðri á morgun, fimmtudag, 15-23 m/s, hvassast Norðvestanlands. Snjó- koma um landið norðanvert. Frost 0 til 4 stig, talsverð slydda eða snjókoma austan- lands, en rigning syðra og hiti 0 til 4 stig. Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma eða él á föstudag. Hægari og úrkomulítið suðvest- an til. Kólnandi veður. Austan- og norðaust- anátt, 10-18 m/s á laugardag. Snjókoma um landið norðanvert, en rigning eða slydda á Suðurlandi. Frost 0 til 5 stig en frostlaust sunnan til. Ákveðin norðaustanátt á sunnu- dag. Snjókoma austanlands en þurrt suð- vestan til. Annars él. Frost 0 til 5 stig en sums staðar frostlaust við ströndina. Útlit er fyrir austlæga átt með snjókomu eða slyddu á mánudag en lengst af úrkomulítið um land- ið norðaustanvert. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Varðst þú fyrir eignatjóni í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku?“ Langflest- ir, eða 90,81% kváðust ekki hafa orðið fyrir eignatjóni og næstflestir, 4,99% aðeins fyrir óverulegu tjóni. „Já, verulegu“ sögðu 1,84% og jafnmargir sögðust engu hafa tap- að nema trampólíninu. „Já, nokkru“ sögðu 0,52%. Í næstu viku er spurt: Hvað er vinsælasta naslið um hátíðirnar? Hjónin Theódóra Þorsteinsdóttir og Olgeir Helgi Ragnarsson, ásamt dætrum sínum Sigríði Ástu og Hönnu Ágústu, hafa undan- farin haldið ókeypis jólatónleika í Borgar- neskirkju og í ár verður engin breyting þar á. Eru tónleikar fjölskyldunnar orðinn órjúf- anlegur þáttur í jólaundirbúningi margra Borgnesinga og nærsveitunga. Undirleik- ari hjá þeim er Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Þessi mikla söngfjölskylda eru Vestlending- ar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Skessuhorn næstu vikur VESTURLAND: Athygli er vakin á að skrifstofa Skessu- horns verður lokuð mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku; 21. til 23. desember. Eftir frí mætir starfsfólk endurnært til starfa mánudaginn 28. desember og kemur út blað miðvikudaginn 30. desember. Fyrsta blað á nýju ári kemur síðan út miðvikudag- inn 6. janúar. -mm Skipaður í embætti skóg- ræktarstjóra LANDIÐ: Umhverfis- og auðlind- aráðherra hefur skip- að Þröst Eys t e in s - son í emb- ætti skóg- ræktarstjóra til fimm ára. Þröstur hefur frá árinu 2003 starfað sem sviðs- stjóri Þjóðskóganna hjá Skóg- rækt ríkisins. Þröstur var annar tveggja umsækjenda sem hæfn- isnefnd mat hæfasta til að gegna embættinu. Hann lauk doktors- prófi í skógarauðlindum frá há- skólanum í Maine í Bandaríkjun- um og meistaragráðu í skógfræði frá sama skóla. Áður en hann tók við stöðu sviðsstjóra Þjóðskóg- anna starfaði hann sem fagmála- stjóri Skógræktar ríkisins og þar á undan sem sérfræðingur hjá rannsóknarstöð sömu stofnun- ar sem og héraðsfulltrúi Land- græðslu ríkisins á Húsavík. Þá hefur Þröstur skrifað fjölda rit- rýndra fræðigreina um skógrækt og gegnt ýmsum trúnaðarstörf- um á sviði skógræktar. Þröstur er skipaður í embætti skógræktar- stjóra frá 1. janúar næstkomandi og er honum m.a. falið að fylgja eftir nýlegum tillögum starfshóps um sameiningu skógræktarstarfs ríkisins í eina stofnun. –mm Vetrarferða- mennskan VESTURLAND: Lögreglan á Vesturlandi þurfti í þrígang í lið- inni viku að ræsa út björgunar- sveitir og dráttarbíla vegna er- lendra ferðamanna sem lent höfðu í vandræðum í snjó og ófærð. Áttu þeir sammerkt að vera á illa búnum bílum og að fara inn á lokaða og ófæra vegi. -mm Sendum íbúum Vesturlands, félagsmönnum, félagasamtökum, fyrirtækjum og öðrum velunnurum hugheilar jóla- og nýjárskveðjur Þökkum gott samstarf og stuðning á árinu Stjórn Hollvinasamtaka HVE SK ES SU H O R N 2 01 4 Línubáturinn Gullhólmi SH 201 er loksins kominn heim í Breiðafjörð og til heimahafnar í Stykkishólmi. Bát- urinn var afhentur sem nýsmíði til eiganda sem er sjávarútvegsfyrirtæk- ið Ágústson ehf. Gullhólmi var smíð- aður úr trefjaplasti af bátasmiðjunni Seiglu á Akureyri. Hönnun hans var í höndum Ráðgarðs skiparáðgjafar. Báturinn er vel búinn tækjum. Þar á meðal er beitningarvél frá Mustad. Aðalvélin er af Yanmar-gerð. Íbúðir eru um borð fyrir átta menn í fjór- um tveggja manna klefum. Einnig er setustofa, borðsalur, eldhús, baðher- bergi og þvottahús um borð. Fiski- lestin rúmar 42 kör um borð sem hvert um sig tekur 660 lítra. Undan- farið hefur Gullhólmi stundað línu- veiðar í Breiðafirði og landað afla í Ólafsvík og Stykkishólmi. Hinn nýi Gullhólmi leysir af hólmi eldra stál- skip með sama nafni sem selt var til Húsavíkur. mþh Nýi Gullhólmi SH er kominn heim Gullhólmi við bryggju í Stykkishólmi í liðinni viku. Ljósmynd Gunnlaugur Árnason. Haustrall Hafrannsóknastofnun- ar fór fram 7. október – 9. nóvem- ber. Rannsóknasvæðið var allt um- hverfis landið og niður á 1500 metra dýpi. Alls var togað með botnvörpu á 374 stöðum. Helsta markmið haustrallsins er að styrkja mat á stofnstærð helstu botnlægra nytjastofna á Íslandsmiðum með sérstakri áherslu á djúpkarfa, grá- lúðu og fleiri djúpsjávarfiska. Auk þess er markmiðið að fá annað mat, óháð aflagögnum, á stofn- stærð þeirra nytjastofna sem stofn- mæling vorralls nær yfir og safna upplýsingum um útbreiðslu, líf- fræði og fæðu tegundanna. Til rannsóknarinnar var annars veg- ar notað rannsóknaskip Hafrann- sóknastofnunar, Árni Friðriksson RE, og hins vegar leigður togarinn Jón Vídalín VE. Niðurstaða haustrallsins er sú að vísitala þorsks í stofnmælingu að hausti er sú hæsta síðan mæling- ar hófust árið 1996. Vísbendingar eru um að 2014 árgangur þorsks sé stór og sá stærsti síðan mælingur hófust árið 1996. Svipað fékkst af öðrum tegundum í stofnmælingu að hausti árið 2015 og árið 2014 og eru vísitölur sumra tegunda þær hæstu frá upphafi rannsóknanna. Vísbendingar eru um að 2014 og 2015 árgangar ýsu séu yfir meðal- stærð eftir langvarandi lélega ný- liðun. Niðurstöður mælinganna er grunnur að veiðiráðgjöf í júní 2016 og því er vísbending um að kvótinn verði aukinn á næsta ári. mm Þorsk- og ýsustofninn ekki mælst stærri í tuttugu ár Heildarvísitala þorsks í vorralli 1985-2015 (heil lína, grátt svæði) og haustralli 1996-2015 (punktar, lóðréttar línur). Graf: Hafró. Mikill viðbúnaður var settur af stað í Ólafsvíkurhöfn síðastliðið mánu- dagskvöld eftir að Grímsnes GK fékk sprengju í veiðarfærin og kom að bryggju. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar komu vest- ur og var Norðurgarðinum lokað. Einnig komu á svæðið sjúkrabíll og lögreglubílar ásamt slökkviliðinu. Þegar Grímsnesið kom að landi fór maður frá Landhelgisgæslunni um borð með röntgentæki en sprengj- an reyndist vera æfingasprengja við athugun. Var hún því fjarlægð úr bátnum en hún var þriggja tommu breið og einn og hálfur metri að lengd. Fluttu sprengjusérfræð- ingarnir frá Landhelgisgæslunni sprengjuna suður þar sem henni verður fargað. þa Bátur fékk sprengju í veiðarfærin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.