Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 101

Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 101
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 101 Óskum viðskiptavinum og Vestlendingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu. SK ES SU H O R N 2 01 4 Minning um bernskujólin Hefð var fyrir því að hvít hátíðar- rúmföt væru sett á sængurnar, eftir að þær höfðu verið viðraðar vel úti og hefur sú hefð fylgt Ragnhildi. „Á Þorláksmessu fengum við skötu og jólatréð var skreytt. Mamma og pabbi drógu svo okkur systkinin á þotum til ömmu og afa á aðfanga- dag og í minningunni er alltaf allt á kafi í snjó um jólin. Allir fóru í sín fínustu föt og klukkurnar hringdu inn jólin. Bunki með bókasafnsbók- um, mjólkurglas, skál með smákök- um og friður til að lesa. Svona voru öll mín bernskujól og ég er óendan- lega þakklát fyrir það,“ segir Ragn- hildur. Stökkva inn í nýja árið Ragnhildur segir allt hafa verið í föstum skorðum um jólin. Alltaf var borðað hjá ömmu og afa á aðfanga- dagskvöld og var maturinn hefð- bundinn; möndlugrautur, rjúpur, sítrónufrómas, heimagerður ís og kökur í eftirrétt. „Afi veiddi rjúp- urnar og amma eldaði að sinni al- kunni snilld. Á jóladag fengum við svo hangikjöt, kartöflur, hvíta sósu, laufabrauð og grænar baunir.“ Hún segist reyna að halda í eitthvað af þeim jólahefðum sem hún ólst upp við. „Ég reyni að skrifa jólakort og hef ákaflega gaman af því að gera greni- og hýasintuskreytingar með börnunum. Lyktin er alveg nauð- synleg á jólunum.“ Hún segir sam- veruna skipta miklu máli og að fjöl- skyldan skeri saman laufabrauð. „Við reynum að vera mikið með fjölskyldunni en líka að hafa tíma til að lesa og spila. Sumt breyt- ist auðvitað og við búum til nýjar hefðir saman, reynum til dæmis að fara í selafjöru á Þorláksmessu. Ég veit eiginlega ekki af hverju en eft- ir vel heppnaða ferð var ákveðið að þetta yrði árlegt.“ Hún segir mikið félagslíf einkenna tímann milli jóla og nýárs í sveitinni „Kvenfélagið er t.d. með jólaball og ungmenna- félagið með brennu. Við reynum bara að njóta undirbúningsins og jólanna. Á gamlársdag stökkvum við niður af stólum inn í nýja árið, þetta er hefð sem ég er alin upp við, og eins að hlaupa í kring um húsið og segja: komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meina- lausu,“ segir Ragnhildur. María M Guðmundsdóttir: Útvegsspilið spilað um jól Þegar María M Guðmundsdóttir í Grundarfirði rifjar upp sín bernsku- jól segir hún jólin 1969 vera minn- isstæð, en þá var hún mjög ung að aldri. „Ég virðist muna eftir þeim jólum. Ég er tvíburi og við feng- um þríhjól í jólagjöf við tvíbur- arnir, vorum einungis tveggja og hálfs árs. Það er til mynd af okkur á hjólunum um jólin og ég veit ekki hvort minningin er tilkomin út af þessari mynd eða hvort ég man bara svona vel eftir þessu,“ segir hún í samtali við blaðmann. María ólst upp í stórum systkinahópi, var eina stelpan á meðan bræðurnir voru sjö. Hún segir að skemmti- legast hafi verið að vaka fram eftir á jólanóttu og spila. „Við systkinin fengum að vaka með eldri bræðr- unum og spila eftir að mamma og pabbi fóru að sofa. Þá var maður nú orðinn aðeins eldri.“ Hún seg- ir Útvegsspilið hafa verið í miklu uppáhaldi og það hafi verið spilað í mörg ár. „Það skemmtilega við það er að við erum með sjávarútvegs- fyrirtæki í dag og þetta var uppá- haldsspilið, og er enn,“ segir hún hress. Fékk ofnæmi fyrir trénu Að sögn Maríu voru margar hefð- ir á heimilinu um jólin. „Allt jóla- haldið var meira og minna fastur liður. Við borðuðum alltaf þetta hefðbundna, hamborgarhrygg og frómas í eftirrétt,“ segir hún og bætir því við að hún haldi þess- um hefðum ennþá. „Svo var bak- að þvílíkt mikið, alveg tíu sort- ir því við vorum svo mörg. En ég er að reyna að draga úr því í dag, að fækka sortunum.“ Þá var einn- ig hefð fyrir því að fara til messu á aðfangadag. „Jólin byrjuðu á því, þau komu í kirkjunni. Ég geri það enn að fara í messu. Ég missti einu sinni úr vegna lítillar dömu sem var nokkurra mánaða. Þá fann maður að það vantaði svolítið mikið upp á jólastemninguna,“ rifjar María upp. María segir jólin alltaf hafa verið gleðileg en þó hafi ein jól- in verið mjög óvenjuleg í henn- ar lífi. „Þegar ég var svona tólf ára fékk ég ofnæmi fyrir blessuðu jólatrénu. Við áttuðum okkur ekki strax á þessu, enda var ekki mikið vitað um ofnæmi í þá daga. Ég held að ég hafi verið sturtuð öll jólin til að kæla mig niður, enda var ég með mikinn kláða og þrútin augu. Þetta var í síðasta skipti sem við vorum með lifandi tré,“ segir María að endingu. grþ María M Guðmundsdóttir í Grundarfirði spilaði Útvegsspilið á jólum ásamt bræðrum sínum. Ljósm. tfk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.