Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 59
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 59
Verðandi búfræðingar sem útskrif-
ast á næsta ári frá Landbúnaðarhá-
skóla Íslands hafa sett á markað
spennandi spil fyrir alla sem áhuga
hafa á landinu og búskap. Marka-
spil er samstæðuspil sem nemend-
ur í búfræði hafa spilað fyrir próf í
eyrnamerkingum síðustu árin. Nú
eru þessir metnaðarfullu nemend-
ur búnir að koma spilinu í fram-
leiðslu og dreifingu til fjáröflunar
fyrir útskriftarferð sína. „Þetta er
jólagjöfin í ár á öllum sveitaheim-
ilum,“ segir í tilkynningu.
Að baki spilinu stendur 25
manna bekkur á sínu lokaári í bú-
fræði sem flesti stefna á búskap.
Hönnuður spilanna er Anna Krist-
ín Guðmundsdóttir, nemandi í
umhverfisskipulagi við Landbún-
aðarháskólann. Spilið mun kosta
2000 krónur með sendingarkostn-
aði og rennur andvirði sölunnar
óskipt í ferðasjóð. Stefnt er á út-
skriftarferð til Belgíu, Lúxemborg-
ar og Frakklands næsta sumar til að
fræðast um verklag annarra þjóða í
landbúnaði. Þúsund eintök voru
framleidd af þessari fyrstu útgáfu
af Markaspilinu. Spilastokkurinn
inniheldur 82 spil, eða 41 samstæðu
af eyrnamerkingum og markaheit-
um og er hægt að spila Markaspilið
sem dæmi sem veiðimann eða sam-
stæðuspil. Á framhlið stokksins er
falleg mynd af lambi og á bakhlið
eru þau fyrirtæki sem styrktu fram-
leiðslu spilsins og gerðu þessa hug-
mynd væntanlegra útskriftarnem-
enda að veruleika.
Til þess að kaupa þetta skemmti-
lega samstæðuspil þarf að senda
pöntun á markaspilid@gmail.com
þar sem fylgja þurfa með upplýs-
ingar um nafn, fjölda spila sem
keypt eru, heimilisfang, símanúm-
er og netfang. Spilin verða póst-
lögð í þessari viku og munu verða
komin heim til kaupenda tíman-
lega fyrir jólapakkann.
mm
Væntanlegir
búfræðingar gefa
út Markaspil
Stykkishólmsbær sendir
Vestlendingum bestu óskir um gleðileg jól
og farsæld á komandi ári, með þakklæti
fyrir árið sem er að líða
Bestu óskir um gleðileg jól og
farsælt komandi ár.
Þökkum vináttu, góð kynni og farsælt
samstarf á árinu sem er að líða.
Einar Kristinn Guðfinnsson
Haraldur Benediktsson
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
Sjálfstæðisflokkurinn