Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 62

Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 62
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201562 mínum á Bifröst en þá gekk ég í björgunarsveitina Heiðar og var kominn í stjórn þar fyrr en varði. Þar kynntist ég vel björgunarsveit- arstörfunum sem voru mjög gef- andi. Á kaupfélagsárunum hér lenti ég inn í stjórnum ýmissa félaga sem kaupfélagið átti aðild að. Til dæm- is var ég í stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga, stjórn Miklagarðs og fleiri dótturfélaga Sambands- ins. Svo var ég í stjórn Vírnets hér í Borgarnesi sem kaupfélagið átti hlut í. Þegar við fluttum hingað í Borgar- nes gekk ég fljótlega í Rotarýklúbb- inn sem er góður félagsskapur. Þar eru yfirleitt 25-30 félagar og gott að koma inn í svona hóp þegar mað- ur er nýr á einhverjum stað eins og var þegar við fluttum í Borgarnes. Síðan er ég félagi í Karlakórnum Söngbræðrum og hef verið í ein 20 ár. Það er gefandi félagsskapur og við förum reglulega í söngferðalög hér innanlands. Síðast fórum við til Reykjavíkur nú í nóvember og héldum tónleika í Langholtskirkju. Svo erum við hjónin félagar í dans- hópnum Sporinu sem starfar hér í Borgarfirðinum og dansar aðallega þjóðdansa og gömlu dansana. Við hittumst reglulega, dönsum sam- an og sýnum oft á samkomum og fyrir ferðaskrifstofur. Við höfum líka farið í utanlandsferðir eins og til Kanada, Austurríkis, Ungverja- lands, Rúmeníu og Tékklands en það var í samstarfi við Karlakórinn Söngbræður þannig að ég gat sleg- ið tvær flugur í einu höggi. Þá má segja frá því að við hjónin erum í gönguhópi sem fer á hverju sumri í fjögurra til fimm daga gönguferðir. Þá er yfirleitt farið á einhverja staði sem maður fer ekki einn og sjálfur á eins og Hornstrandir, Fimmvörðu- háls, Víknaslóðir, Kerlingafjöll og á fleiri staði.“ Safnar myndum af samvinnuhúsum Þórir segir kaupfélögin auð- vitað hafa byggst á ákveðinni sam- stöðu fólks á hverju félagssvæði til að bæta hag þess. „Þau voru út um land allt og á ótrúlegustu stöðum. Við tókum okkur saman nokkr- ir gamlir Samvinnuskólamenn og ákváðum að taka myndir af öllum kaupfélagshúsum sem við finndum á landinu. Við byrjuðum hér á Vest- urlandi og Vestfjörðum í sumar að safna upplýsingum og taka mynd- ir af kaupfélagshúsum sem til eru. Það hefur þegar komið ýmislegt óvænt í ljós. Til dæmis var það ekki á margra vitorði að það var sjálf- stætt starfandi kaupfélag í Hvalfirði áður en Kaupfélag Suður-Borg- firðinga varð til. Eitt hús Kaup- félags Hvalfjarðar er enn til. Það er skemma sem stendur niður við sjó- inn rétt innan við Katanes í landi Kalastaðakots og hefur verið gerð upp núna sem sumarhús. Nú þegar eru komnar myndir af 300 húsum á Vesturlandi og Vestfjörðum en við höfum ætlað okkur tvö ár í þetta en viðmiðið er árabilið 1882-1982. Hugmyndin er að safna nógu mikl- um upplýsingum og myndum, all- an hringinn um landið, taka þetta síðan saman og gefa út á bók. Starf- semi samvinnufélaga var gríðarlega stór þáttur í verslunarsögu lands- ins. Verkefnið köllum við Sam- vinnuhús en þetta er svona eitt af þeim félagslegu verkefnum sem ég hef óvænt lent í,“ segir Þórir Páll Guðjónsson í Borgarnesi. hb Framhald af síðustu opnu Danshópurinn Sporið á ferð í Frakklandi. Karlakórinn Söngbræður í Reykholtskirkju. Sendum viðskiptavinum og félagsmönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða SK ES SU H O R N 2 01 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.