Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 62
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201562
mínum á Bifröst en þá gekk ég í
björgunarsveitina Heiðar og var
kominn í stjórn þar fyrr en varði.
Þar kynntist ég vel björgunarsveit-
arstörfunum sem voru mjög gef-
andi. Á kaupfélagsárunum hér lenti
ég inn í stjórnum ýmissa félaga sem
kaupfélagið átti aðild að. Til dæm-
is var ég í stjórn Sambands íslenskra
samvinnufélaga, stjórn Miklagarðs
og fleiri dótturfélaga Sambands-
ins. Svo var ég í stjórn Vírnets hér í
Borgarnesi sem kaupfélagið átti hlut
í. Þegar við fluttum hingað í Borgar-
nes gekk ég fljótlega í Rotarýklúbb-
inn sem er góður félagsskapur. Þar
eru yfirleitt 25-30 félagar og gott að
koma inn í svona hóp þegar mað-
ur er nýr á einhverjum stað eins og
var þegar við fluttum í Borgarnes.
Síðan er ég félagi í Karlakórnum
Söngbræðrum og hef verið í ein 20
ár. Það er gefandi félagsskapur og
við förum reglulega í söngferðalög
hér innanlands. Síðast fórum við
til Reykjavíkur nú í nóvember og
héldum tónleika í Langholtskirkju.
Svo erum við hjónin félagar í dans-
hópnum Sporinu sem starfar hér í
Borgarfirðinum og dansar aðallega
þjóðdansa og gömlu dansana. Við
hittumst reglulega, dönsum sam-
an og sýnum oft á samkomum og
fyrir ferðaskrifstofur. Við höfum
líka farið í utanlandsferðir eins og
til Kanada, Austurríkis, Ungverja-
lands, Rúmeníu og Tékklands en
það var í samstarfi við Karlakórinn
Söngbræður þannig að ég gat sleg-
ið tvær flugur í einu höggi. Þá má
segja frá því að við hjónin erum í
gönguhópi sem fer á hverju sumri í
fjögurra til fimm daga gönguferðir.
Þá er yfirleitt farið á einhverja staði
sem maður fer ekki einn og sjálfur á
eins og Hornstrandir, Fimmvörðu-
háls, Víknaslóðir, Kerlingafjöll og á
fleiri staði.“
Safnar myndum
af samvinnuhúsum
Þórir segir kaupfélögin auð-
vitað hafa byggst á ákveðinni sam-
stöðu fólks á hverju félagssvæði til
að bæta hag þess. „Þau voru út um
land allt og á ótrúlegustu stöðum.
Við tókum okkur saman nokkr-
ir gamlir Samvinnuskólamenn og
ákváðum að taka myndir af öllum
kaupfélagshúsum sem við finndum
á landinu. Við byrjuðum hér á Vest-
urlandi og Vestfjörðum í sumar að
safna upplýsingum og taka mynd-
ir af kaupfélagshúsum sem til eru.
Það hefur þegar komið ýmislegt
óvænt í ljós. Til dæmis var það ekki
á margra vitorði að það var sjálf-
stætt starfandi kaupfélag í Hvalfirði
áður en Kaupfélag Suður-Borg-
firðinga varð til. Eitt hús Kaup-
félags Hvalfjarðar er enn til. Það er
skemma sem stendur niður við sjó-
inn rétt innan við Katanes í landi
Kalastaðakots og hefur verið gerð
upp núna sem sumarhús. Nú þegar
eru komnar myndir af 300 húsum á
Vesturlandi og Vestfjörðum en við
höfum ætlað okkur tvö ár í þetta
en viðmiðið er árabilið 1882-1982.
Hugmyndin er að safna nógu mikl-
um upplýsingum og myndum, all-
an hringinn um landið, taka þetta
síðan saman og gefa út á bók. Starf-
semi samvinnufélaga var gríðarlega
stór þáttur í verslunarsögu lands-
ins. Verkefnið köllum við Sam-
vinnuhús en þetta er svona eitt af
þeim félagslegu verkefnum sem ég
hef óvænt lent í,“ segir Þórir Páll
Guðjónsson í Borgarnesi.
hb
Framhald af síðustu opnu
Danshópurinn Sporið á ferð í Frakklandi.
Karlakórinn Söngbræður í Reykholtskirkju.
Sendum viðskiptavinum
og félagsmönnum okkar
bestu óskir um
gleðileg jól og farsæld á
komandi ári.
Þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
4