Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 83

Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 83
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 83 reksturinn sjálfan var stofnað sér- stakt rekstarfélag sem í situr stjórn manna héðan og þaðan úr atvinnu- lífinu. „Ég var ráðin inn af því fé- lagi. Hótelið verður rekið eins og hvert annað hótel og býður alla velkomna óháð trú, en margir hafa haldið því fram að þetta væri ein- göngu fyrir kaþólska. Ég held að margir viti ekki að það eru hundruð eða jafnvel þúsundir hótela í heim- inum rekin af kirkjum og trúfélög- um, þó hvergi komi það fram. Kaþ- ólska kirkjan mun einnig nota hús- næði hótelsins undir sína starfsemi en í hótelinu er afar falleg kap- ella byggð í kringum 1933. Núna eru þrjár systur starfandi í Stykkis- hólmi ásamt einum presti. Systurn- ar eru með öflugt barna- og ung- lingastarf þar sem þær bjóða öllum krökkum í Stykkishólmi og nær- sveitum að taka þátt í þeirra starfi. Systurnar messa á hverjum degi en einnig eru messur alla sunnu- daga og annað hvert föstudags- kvöld. Töluverður fjöldi kaþólikka af ýmsum þjóðernum eru búsettir á Snæfellsnesinu.“ Unnur segir að nunnurnar í Stykkishólmi séu yndislegar mann- eskjur sem láti gott af sér leiða. „Þær eru þrjár hér núna og standa fyr- ir miklu barna- og unglingastarfi. Í því er til að mynda fólgin ferm- ingarfræðsla og almenn trúfræðsla. Þær eru alla laugardaga frá klukk- an 15 – 17 með um 25 krakka í alls konar tómstundastarfi. Þau eru að púsla, í leikjum, baka og gera allt mögulegt. Núna á aðventunni hafa krakkarnir verið að setja upp helgi- leik. Það skiptir engu máli hvaða trúfélagi þau annars tilheyra og allir fá hlutverk. Svo eru þær með unglingastarf á föstudagskvöldum. Systurnar eru allar frekar ungar að árum rétt um eða yfir þrítugt. Þær koma frá Bandaríkjunum, Filipps- eyjum og Úkraínu og tilheyra reglu sem kallar sig Maríusystur. Hún hefur starfað hér í Stykkishólmi síðan 2008 eða frá því að St. Franc- iskus-systurnar kvöddu Hólminn. Systurnar búa í litlu fallegu timb- urhúsi sem stendur næst hótel- inu en presturinn býr hins vegar í prestaíbúð sem er áföst húsi hótels- ins. Ein systirin talar reiprennandi íslensku og stundar nám í íslensku við Háskóla Íslands. Hinar tvær eru að byrja sitt íslenskunám og geng- ur það bara vel. Systurnar fylgjast mjög vel með því sem er að gerast í samfélaginu og taka fullan þátt í öllu sem hér fer fram. Hvort sem það er að mæta á skólaskemmtan- ir í grunnskólanum, syngja og spila fyrir aldraða eða mæta á körfu- boltaleiki Snæfells. Það er eitthvað svo notalegt við þeirra nærveru, hún er áreynslulaus, róandi en líka skemmtileg. Ég er ekki kaþólikki og virði alla trú en mér þykir ein- staklega vænt um „systurnar mín- ar“ í Stykkishólmi.“ Laus við streitu borgarlífsins Nú þegar Unnur er orðin „Hólm- ari“ hljótum við að spyrja hvern- ig henni falli sú ákvörðun í dag að hafa flutt frá höfuðborgarsvæðinu út á land. „Mér finnst samfélagið gott hér í Stykkishólmi. Ég er alin upp á Seltjarnarnesi og bjó þar til ég var 35 ára. Svo flutti ég upp í Árbæ og bjó þar þangað til ég flutti hingað. Ég er alin upp við sjóinn og lék mér í fjörunni sem barn. Síðan þá hefur tengingin við haf- ið og nálægðin við það alltaf skipt mig miklu máli. Ég er kannski ekki mikil sjómanneskja, ekkert sér- staklega hrifin af því að vera á eða í sjónum en það að finna lyktina af hafinu og horfa á lygnan eða fryss- andi sjóinn er mikil hugarró. Hér er síðan allt í göngufæri. Bíllinn er nánast óþarfur, allavega hérna inn- anbæjar. Ég þarf ekkert sérstaklega að sannfæra sjálfan mig um hvað er gott að flytjast úr höfuðborgar- umhverfinu. Það er vissulega meiri streita að búa í Reykjavík og mikl- ar fjarlægðir og bílatregða sem því fylgir. Við áttum heima í Árbænum og dóttir okkar var í Ísaksskóla. Við vorum alveg hálftíma á morgnana dag hvern að fara á milli. Svo vann ég í Kópavogi. Þetta var endalaus akstur fram og til baka.“ Unnur bætir því svo við að fyr- ir dóttur þeirra Ásgeirs sé það hrein dásemd að búa í Stykkis- hólmi. „Helga Sóley kann mjög vel við sig hér. Hún er fædd 2007 og algert örverpi foreldra sinna. Það er dálítið langt í næstu börn hjá okkur,“ hlær Unnur. „Henni fannst svo frábært að flytja hing- að og byrja í skóla. Henni var tek- ið svo vel og hún á fullt af vinkon- um, er í körfubolta fjórum sinnum í viku, í frjálsum íþróttum og spil- ar á píanó. Þetta er bara himna- sending fyrir hana að búa hér. Hér hefur hún frjálsræði sem hún hafði ekki í Reykjavík. Þegar hún hjólaði í skólann í fyrsta sinn í haust fannst henni að hún ætti heiminn.“ Halda jól í Hólminum Þrátt fyrir allt var það þó stór ákvörðun að taka sig upp og flytja út á land. Þau Unnur og Ásgeir eiga eldri börn og barnabörn sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Fjar- lægðin við þau, aðra ástvini og skyldmenni, jókst jú við flutning- inn. Unnur segir þó að það sé alveg hægt að aðlagast þessu þó vissu- lega séu ókostir við einmitt þetta. „Eldri börnin eru öll á höfuðborg- arsvæðinu og eru orðin fullorðin og flest komin með sínar fjölskyld- ur. Þeim finnst við stundum dálít- ið langt í burtu og sumir ekki alveg sáttir við flutninginn, það verð- ur nú að viðurkennast. Ég sakna vissulega barnabarnanna minna mikið en vonast þó til að með fleiri lengri heimsóknum til ömmu í sveitinni munu þau vilja koma oft- ar og dvelja lengur. Tíminn verður að leiða í ljós hvernig þessu fram- vindur öllu saman. Þetta eru nú bara tveir tímar í keyrslu í dásam- legu umhverfi.“ Jólin hjá Unni og fjölskyldu verða nú haldin í Stykkishólmi. „Já, við ætlum að gera það. Þetta verð- ur í fyrsta sinn sem við höldum jól- in í húsinu okkar hér en við höfum nokkrum sinnum verið hér um ára- mót. Yngsti sonur minn sem er 23 ára ætlar að koma og vera með okk- ur hér. Hin börnin eru komin með fjölskyldur og ætla að vera heima eða hjá tengdafjölskyldum. Við ætlum síðan að sameinast hjá elstu dóttur minni um áramótin. Við Ás- geir eigum sjö börn til samans og fyrstu helgina í janúar ætlum við að fá þau öll með mökum og barna- börnum hingað vestur og halda lít- ið ættarmót hérna. Það verður ekki pláss fyrir öll hér í húsinu en þá kemur sér vel að hafa heilt hótel í bakhöndinni,“ segir Unnur að lok- um og hlær dátt. mþh Húsið Snæfell við Skólastíg í Stykkishólmi sem þau Unnur og Ásgeir maður hennar hafa gert upp af mikilli smekkvísi. Þar er heimili þeirra, Helgu Sóleyjar og Loka. Nunnurnar þrjár í Stykkishólmi sem Unni þykir afar vænt um. Unnur með tveimur af þremur barnabörnum hennar, þeim Erlu 4 ára og Pétri Birni 1 1/2 árs. Óskum viðskiptavinum og Vestlendingum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir árið sem er að líða Jarðmenn ehf. vélaleiga Borg ar byggð S. 435 1238, 894 3566 Raf nes sf. Heiða gerði 7 Akra nesi Jörfi ehf. Hvann eyri Tannlæknastofa Hilmis Berugötu 12 Borgarnesi Smur stöð Akra ness Smiðju völl um 2 Akra nesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.