Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Qupperneq 52

Skessuhorn - 16.12.2015, Qupperneq 52
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201552 FIMA í húsnæðishraki Fimleikafélag Akraness hefur um margra ára skeið átt iðk- endur í fremstu röð í barna- og unglingaflokkum. Fim- leikakappar FIMA náðu frábærum árangri á Íslandsmótinu í stökkfimi sem haldið var á Akureyri í haust. Félagsmenn sóttu gull á vormótið í hópfimleikum á Egilstöðum sl. vor, gerðu vel á haustmóti í hópfimleikum á Akranesi fyr- ir skemmstu og félagið hefur átt fulltrúa á landsliðsæfing- um, svo fátt eitt sé talið. FIMA hefur hins vegar lengi glímt við viðvarandi aðstöðuleysi. Æfingar voru lengst af haldn- ar í íþróttahúsinu við Vesturgötu en var það að mörgu leyti óhentugt. Þar er engin gryfja auk þess sem drjúgur tími fór í að stilla upp og ganga frá fyrir og eftir hverja einustu æf- ingu. Í sumar fékk FIMA tímabundið húsaskjól að Dalbraut 6, þar sem bifreiðastöð ÞÞÞ var áður til húsa og til stendur að byggja upp félagsstarf eldri borgara. Við það batnaði að- staða töluvert og sérstaklega hafa eldri iðkendur notið góðs af. Samningurinn um afnot af Dalbraut 6 gildir hins vegar aðeins til áramóta og þegar þetta er ritað er óvíst hvort hann verður framlengdur og þá hve lengi. SamVest samstarfið endurnýjað SamVest samstarfshópurinn í frjálsum íþróttum telur ung- mennafélög af öllu Vesturlandi og inn á Vestfirði. Hafa æf- ingar farið fram í samstarfi við FH og vel hefur verið látið af samstarfinu. Hlaut það Hvatningarverðlaun UMFÍ fyrir nú í haust var samstarfið endurnýjað á dögunum. SamVest hef- ur orðið mikil lyftistöng fyrir frjálsíþróttaiðkun á svæðinu og gert efnilegum frjálsíþróttamönnum kleift að æfa við bestu aðstæður undir handleiðslu reyndra þjálfara. Hafa íþrótta- mennirnir tekið stöðugum framförum og gert það gott á mótum víða. Meðal ananrs hefur verið keppt undir merkjum SamVest á bikarmóti FRÍ í frjálsum og síðastliðið sumar fór hópur til Svíþjóðar og tók þátt í Gautaborgarleikunum. UMFG leikur í úrvalsdeildinni í blaki Mikil uppsveifla hefur verið í blakinu í Grundarfirði upp á síðkastið og tryggði UMFG sér sæti í Mizuno-deild kvenna fyrir yfirstandandi keppnistímabil. Nýliðarnir hafa þó ekki gert miklar rósir það sem af er keppnistímabili og aðeins unn- ið einn leik af fyrstu sjö, en svo sem ekki við því að búast að nýliðar í efstu deild taki Íslandsmótið með trompi. Gott gengi Vestlendinga í akstursíþróttum á árinu Borgnesingurinn Aðalsteinn Símonarson varði ásamt félaga sínum Baldri Haraldssyni Íslandsmeistaratitilinn í rallýi. Í jeppaflokki hömpuðu Þorkell Símonarson, Keli Vert, og Anna María Sighvatsdóttir Íslandsmeistaratitlinum. Þá varð Bjarki Reynisson á Kjarlaksvöllum í Saurbæ í Dölum Íslandsmeistari í torfæru í flokki sérútbúinna götubíla. Snæfell varði Íslandsmeistara- titilinn Snæfell varð á vormánuðum Íslandsmeistari í körfuknattleik kvenna, annað árið í röð. Liðið mætti Keflavík í úrslitaviðureigninni og sópaði titlinum til sín með þremur sigrum gegn engum. Fyrstu tvo leiki viðureignarinnar vann Snæfell með aðeins einu stigi en níu stiga sigur í lokaleiknum í Stykkishólmi tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik 2015. Snæfell komst í fjögurra liða úrslit bikarkeppninnar en féll úr leik gegn Keflvíkingum. Liðið gekk í gegnum nokkrar mannabreytingar áður en yfirstandandi keppnistímabil hófst en hefur engu að síður byrjað af krafti í vetur. Snæfell hefur sigrað átta af fyrstu tíu leikjum sínum og situr í öðru sæti deildarinnar. Sundmenn gerðu það gott á árinu Sundgarpar úr sundfélagi Akraness stóðu sig með prýði á árinu 2015 eins og svo oft áður. Skagamenn hrepptu fjölda verðlauna í hinum ýmsum vegalengdum í flokkum karla og kvenna. Bar hæst á árinu árangur Ágústs Júlíussonar, sem vann til silfurverðlauna á Smáþjóðaleikunum með boðsundsveit Ís- lands í 4x100m fjórsundi karla. Hann varð einnig margfaldur Íslandsmeistari, bæði í 25m og 50m laug og var valinn Sund- maður Akraness. Sundmenn úr SA gerðu það einnig feykilega gott í keppnum yngri flokka á árinu, tóku þátt í fjölmörgum mótum og sneru oftar en ekki heim hlaðnir verðlaunum. Þá ber að geta þess að Skagakonan Inga Elín Cryer, sem nú synd- ir fyrir Ægi, varð einnig margfaldur Íslandsmeistari á árinu og náði lágmarki fyrir Evrópumótið í 25m laug sem haldið var í Ísrael í lok nóvembermánaðar. Þar hún stórbætti Íslandsmet sitt í 200m flugsundi en það dugði því miður ekki til að kom- ast á verðlaunapall. kgk Það helsta úr íþróttalífi ársins 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.