Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Side 4

Skessuhorn - 19.12.2018, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 20184 Leiðari Við jól og áramót gefst gjarnan stund til að hugleiða. Rof kemur í hefð- bundinn rythma vinnunnar, flestir fá frí í nokkra daga frá störfum og fjöl- skyldur koma saman, borða góðan mat og þá gjarnan við kertaljós. Sumir hlýða á messu í útvarpinu, eða spila jólalög, enn aðrir mæta sjálfir til guðs- þjónustu. Hver hefur sinn háttinn á, bundinn venjum og hefðum sem oft eru býsna frábrugðnar milli fjölskyldna. Vonandi fá öll börn eitthvað fallegt sem þau geta glatt sig yfir. Jólin eru nefnilega umfram allt tími barnanna. Þeirra er spenningurinn mestur. En auðvitað eigum við samt öll að rækta barnið í okkur. Við þessi eldri erum kannski í ljósi fyrri reynslu farin að hóf- stilla okkur í væntingum og kjósum fremur vinarþel, kyrrð og samveru við okkar nánustu, umfram væntingar um veraldlega hluti og heimsins prjál. Okkar er að vegleiða hinum yngri um að allt sé jú best í hófi. Sýna verði t.d. biðlund meðan vaskað er upp eftir hátíðarmatinn og þá fyrst sé hægt að setjast inn í stofu og kíkja í pakkana. Auðvitað man maður vel hversu sú bið gat verið óralöng. En þar sem við njótum mest jólanna sem börn, rifjast sá tími gjarnan upp í huganum. Það er okkur hollt. Í barnæsku fannst mér jólin hreint út sagt frábær tími. Ættingjar komu í heimsókn jafnvel þótt færð væri slæm og veður viðsjárverð. En störfin við búskapinn og skepnuhirðingu breytt- ust ekkert, þeim varð að sinna. Samt var engu líkara en skepnurnar skynj- uðu að á jólum ríkti meiri friður en í annan tíma. Vissulega var aftansöng- ur í Dómkirkjunni ætíð spilaður í fjósútvarpinu og kannski voru allavega eldri kýrnar og ráðsettari farnar að læra inn á það. Köttunum sem vöpp- uðu inn í fjós og fengu mjólkursopann sinn var meira sama, svo lengi sem þeir fengju mjólk í skálina sína svo ég tala nú ekki um afgang af skötunni frá því deginum áður í dallinn sinn. Ég held hins vegar að kettir séu ekki nærri því eins hátíðlegir og kýrnar, þeir eru einþykkari og meiri tækifærissinnar. Kýrnar hins vegar kunnu þessa yfirvegun betur en öll önnur húsdýr. Þakk- látar þegar þær fengu reyrblandað og ilmandi heyið í jötuna sína á aðfanga- dag og annað kjarngott fóður meðan þær voru mjólkaðar. Jafnvel á jólum slógu þær síður skítugum halanum framan í mann meðan þær voru mjólk- aðar. Í fjárhúsunum var hins vegar akkúrat þessa daga meira umleikis, enda var það venjan á bænum að hrútarnir fengu að gera sér dælt við vinkon- ur sínar skömmu fyrir jól og eitthvað fram á nýárið eftir því hvernig stóð á þessum blessaða tíðahring. En eftir að tilhleypingum var lokið og kindurn- ar fengu sælar og glaðar töðuna á garðann, ríkti bókstaflega himnesk þögn í fjárhúsunum. Þá var gott að setjast á jötubandið og hlusta hvernig þær kjömsuðu sælar og glaðar. Þá ríkti friður. Sjálfsagt hefur hljóðið ekki ver- ið ósvipað og eftir að Jesúbarnið kom í heiminn í jötunni í Betlehem, enda aðstæður svipaðar. Eftir þessi bústörf var hraðað sér heim í bæ, þvottur var með betra móti og klæðst alsparifötunum áður en sest var að veisluborði. Um kvöldið eft- ir pakkastund var haldið á bláa Willys jeppanum til aftansöngs í Reykholti og eftir messu komið við í kirkjugarðinum. Þetta var allt samkvæmt venju og það hvarflaði ekki að nokkrum manni að breyta út af henni. Að kvöldi var loks kíkt í bók, étnar mandarínur og blandað jólaöl. Það mátti líka fá sér allt sem sparað hafði verið samviskusamlega vikurnar fram að jólum, randalínur og spesíur. Þetta er semsé brot af mínum minningum. Öll komum við úr mismun- andi umhverfi og aðstæðum og minningar því ólíkar hjá okkur hverju og einu. Við getum þó vonandi öll rifjað upp eitthvað jákvætt og fallegt, ylj- að við upprifjun um tíma barnæskunnar og glaðst yfir því sem við höfum. Vonandi geta allir skapað réttu stemninguna og átt þannig gleðileg jól. Magnús Magnússon Gleðileg jól Íbúðalánasjóði bárust 33 umsóknir frá sveitarfélögum á landsbyggðinni vegna tilraunaverkefnis í húsnæð- ismálum. Markmið verkefnisins er að leita leiða til þes að bregðast við þeim mikla húsnæðisvanda sem rík- ir víðsvegar á landsbyggðinni, m.a. vegna óvirks íbúða- og leigumark- aðar og skorts á viðunandi íbúðar- húsnæði eins og segir á vef Íbúðal- ánasjóðs. Verkefnið tekur mið af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem og stefnumótandi byggðaáætl- un sem samþykkt var á Alþingi 11. júní sl. Í byggðaáætlun er m.a. kveð- ið á um markmið um fjölgun íbúða á svæðum þar sem skortur á hentugu íbúðarhúsnæði hamlar uppbyggingu í sveitarfélaginu. Síðastliðinn miðvikudag var til- kynnt í Leifsbúð í Búðardal hvaða sjö sveitarfélög hafa verið val- in í verkefnið. Sveitarfélögin Dala- byggð og Vesturbyggð hafa verið sett saman sem samstarfsverkefni en auk þeirra fengu þátttöku Snæfells- bær, Skeiða- og Gnúpverjahrepp- ur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Norð- urþing og Hörgársveit. Sveitarfé- lögin sjö glíma við ólíkar áskoranir enda horft til þess að verkefnið nái að fanga mismunandi áskoranir á ólíkum landssvæðum. sm Sjö sveitarfélög valin í tilrauna- verkefni Íbúðalánasjóðs Þeir sem standa að verkefninu ásamt nokkrum fulltrúum sveitarfélaga: Rebekka Hilmarsdóttir Vesturbyggð, Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra, Kristinn Jónasson Snæfellsbæ, Kristján Sturluson Dalabyggð, Elmar Erlendsson frá Íbúðalánasjóði og Kristján Þ. Halldórsson frá Byggðastofnun. Ljósm. sm. Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Katrín Lilja Jónsdóttir klj@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Um kvöldmatarleytið síðastliðinn fimmtudag var brotist inn í íbúð- arhús í Borgarnesi og meðal annars stolið skartgripum. Að svo búnu lét þjófurinn sig hverfa. Lögregl- an á Vesturlandi leitaði mannsins fram yfir miðnætti en varð einsk- is vísari. Að sögn Jóns S. Ólasonar, yfir- lögregluþjóns hjá Lögreglunni á Vesturlandi, ber innbrotið í Borg- arnesi merki þess að hafa verið skipulagt. „Þetta innbrot er keim- líkt því sem við höfum séð víða á landinu undanfarna mánuði þar sem farið er inn í hús, þjófarnir eru þar aðeins stutta stund og taka ýmsa smáa en verðmæta muni,“ segir Jón í samtali við Skessuhorn. Aðspurður segir Jón að engin önnur innbrot hafi verið tilkynnt í landshlutanum. Hann vill engu að síður beina því til fólks að hafa augun hjá sér. „Fólk er beðið að vera á varðbergi og hafa auga með nágrenni sínu, sérstaklega ef það veit af mannlausum húsum í hverf- inu, og láta lögreglu vita af óvenju- legum eða grunsamlegum manna- ferðum við hús með því að hringja í 112,“ segir Jón að endingu. kgk Innbrotsþjófurinn í Borgarnesi ófundinn Lögregla telur að um skipulagt innbrot hafi verið að ræða Á fundi í stjórn Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi 12. desember síðastliðinn var samþykkt ályktun um samgöngumál og fyrirhugaða flýtingu vegagerðar eins og meiri- hluti umhverfis- og samgöngu- nefndar hefur talað fyrir á Alþingi. Beinlínis er því fagnað að notuð verði veggjöld til að flýta fram- kvæmdum. Ályktunin er svohljóð- andi: „Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fagnar áformum um að notuð verði veggjöld til að fjár- magna stórfelldar og nauðsynleg- ar samgöngubætur sem fyrirhug- aðar eru á næstu árum. Með inn- heimtu veggjalda er einnig hægt að fjármagna átak til uppbyggingar á leiðum á Vesturlandi eins og Uxa- hryggjum, Skógarströnd og fjöl- mörgum tengivegum sem ekki voru á samgönguáætlun næstu fimm ára. Í samgönguáætlun Vesturlands sem samþykkt var af sveitarfélögunum á Vesturlandi árið 2017 er sérstak- lega fjallað um forsendur þess hve- nær komi til greina að nota veg- gjöld til þess að fjármagna fram- kvæmdir. Í fyrsta lagi á það við þegar það er verulegur hagur íbúa af því að framkvæmdum verði flýtt, í öðru lagi að gjaldtöku sé stillt í hóf gagnvart þeim sem eru reglulega í förum á leiðum þar sem veggjald er lagt á og í þriðja lagi þá þurfi að liggja fyrir almenn stefnumót- un stjórnvalda um í hvaða tilvik- um skuli beita veggjöldum til þess að flýta framkvæmdum eða koma nauðsynlegum öryggisúrbótum í verk. Ef þessar forsendur eru hafð- ar að leiðarljósi telur stjórn SSV að ásættanlegt sé að nota veggjöld til að flýta framkvæmdum. Jafnframt hvetur stjórn SSV til þess að ný samgönguáætlun verði kláruð hið fyrsta þannig að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir.“ mm Samtök sveitarfélaga fagna áformum um flýtingu vegabóta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.