Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Side 6

Skessuhorn - 19.12.2018, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 20186 Næsta blað á nýju ári SKESSUHORN: Jólablað Skessuhorns er jafnframt síðasta blað ársins. Næsta blað kemur út fimmtudaginn 3. janúar 2019. Unnið verður á skrifstofu blaðs- ins virku dagana tvo milli jóla og nýárs, 27. og 28. des. og blaðið sent í prentun að kvöldi 2. janú- ar. Ef koma þarf tilkynningum til birtingar á vef Skessuhorns yfir hátíðarnar, er bent á tölvu- póst skessuhorn@skessuhorn.is og síma 894-8998. -mm Ferðamönnum komið til bjargar GRUNDARFJ: Björgunar- sveitir af Snæfellsnesi fóru síð- degis á mánudag til aðstoð- ar tveimur mönnum sem lent höfðu í ógöngum ofarlega í hlíð- um Kirkjufells við Grundarfjörð. Höfðu þeir villst af slóða og orð- ið viðskila við hvorn annan að auki. Hvasst var á fjallinu og hált og auk þess tekið að rökkva þeg- ar útkall barst. Leit að mönnun- um og björgun tókst prýðilega, en engu að síður þurfti að fara með mikilli gát í snarbrattri og hálli hlíðinni. -mm HARÐIR, MJÚKIR OG ILMANDI JÓLAPAKKAR ÞÚ FINNUR OKKUR Á FACEBOOK Minnum á flottu gjafabréfinYfirhafnir fyrir dömur og herra Úlpur - frakkar - ullarkápur slár og regnkápur. Vandaðar íslenskar vörur frá Feldi Unnar úr ekta refa-, úlfa-, lamba- og kanínuskinnum. Kragar – treflar – barna og dömu húfur, leður og mokka hanskar og lúffur. Ilmandi gjafapakkningar Frábært úrval af gjafapakkningum fyrir dömur og herra þar sem þú borgar fyrir ilminn, kremið eða snyrtivöruna og færð flotta kaupauka með í öskju eða tösku. Ullarnærföt 100% merino ull, fyrir dömur og herra. SK ES SU H O R N 2 01 8 Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Opið: 20-22 des. kl. 10- 22 23 des. kl. 10-23 24. des. kl. 10-12 Fjárhagsáætlun Akraneskaupstað- ar fyrir árið 2019, sem samþykkti var á síðasta fundi bæjarstjórn- ar, gerir ráð fyrir um 424 millj- óna króna afgangi af rekstri sam- stæðu A og B hluta bæjarsjóðs en afgangur A hluta 422 milljónir króna. Áætlað er að rekstrartekjur A og B hluta verði rúmir 7,6 millj- arðar á næsta ári en rekstrargjöld rétt tæpir 7,5 milljarðar. Eftir fjár- magnsliði og óreglulega liði er heildarafkoman áætluð 424 millj- ónir, sem fyrr segir. Álagning útsvars verður óbreytt frá árinu 2018, eða 14,52% sem er hámarksútsvar og gjaldskrár hækka í samræmi við áætlaða vísitöluhækkun neysluverðs, eða 2,9%. Sorphreinsunar- og eyðing- argjald verður óbreytt og álagn- ingarprósentur fasteignaskatts lækka. Stofn íbúðarhúsnæðis lækkar úr 0,31% af fasteignamati í 0,2865% og stofn fyrirtækjahús- næðis lækkar úr 1,62% í 1,581%. Lóðaleiga af nýjum og endurnýj- uðum samningum verður 1,265% af fasteignamatsverði atvinnulóða og 0,3815% af fasteignamatsverði íbúðarhúsalóða. Er þetta annað árið í röð sem fasteignaskattur og lóðaleiga lækkar í bænum. Áætlað er að handbært fé bæj- arfélagsins í árslok 2019 verði 1,4 milljarður króna. Gert er ráð fyr- ir áframhaldandi lækkun skulda og áætlað að langtímaskuldanir við lánastofnanir lækki um 675 millj- ónir króna frá árslokum 2018 til ársloka 2022. Samstaða í bæjarstjórn Einhugur var við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar í bæjarstjórn. Í funda- gerð má sjá að bæði meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar lögðu fram bókun þar sem ánægju er lýst með fjárhagsáætlun ársins 2019 og áætl- un áranna 2020 til 2022. Er það mat bæði meirihluta og minnihluta að reksturinn hafi verið góður undan- farin ár en jafnframt er lögð áhersla á að mikilvægt sé að viðhalda þeim árangri og halda vel á spöðunum í framtíðinni. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri segir að fjárhagsstaða Akranes- kaupstaðar sé sterk og stefni í góða rekstrarafkomu ársins 2019 líkt og undanfarin ár. Mikilvægt sé að við- halda þeim árangri næstu ár en jafn- framt treysta enn frekar grunntekjur aðalsjóðs sem þarf að styrkja á kom- andi árum. Gangi það eftir megi sækja enn frekar fram og efla grunn- þjónustu við bæjarbúa. „Sóknarfær- in okkar hér á Skaganum eru gríð- arleg. Til að mynda tækifæri til að fjölga íbúum með að gera nýja íbúð- arreiti byggingarhæfa og með lækk- un álagningarstofna fasteignaskatts ætti það að takast vel til að laða að ný fyrirtæki. Þá er gert ráð fyrir uppbyggingu á fimm íbúðum í sam- starfi við Þroskahjálp fyrir fatlaða einstaklinga og fimm íbúða á Dal- brautarreit í samstarfi við hússjóð Brynju. Íbúaþing um menntamál verður haldið á árinu þar sem með- al annars verður unnið að stefnu- mörkun til undirbúnings mennt- unar leik-, grunn- og fjölbrautar- skóla vegna fjórðu iðnbyltingar- innar. Jafnframt er áhersla hjá bæn- um að efla þjónustu við bæjarbúa og viðhalda og bæta ferðamannasegla svo sem Guðlaugu og Vitasvæðið á Breið ásamt því að stíga fyrstu skref í uppbyggingu íþróttamann- virkja á Jaðarsbökkum. Tækifærin eru fyrir hendi á Akranesi og nú er okkar allra að nýta þá til fulln- ustu,“ segir bæjarstjórinn. kgk/ Ljósm. úr safni/ glh. Afgangur frá rekstri og fasteignaskattur lækkar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.